Vikan

Tölublað

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 27

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 27
ur. En alla ævi hef ég saknaö rök- ræðu um trúarleg efni — rökræðu en ekki deilna. — Á sinum tima beittir þú þér gegn þvi, að bandarikjamönnum yrði veitt aðstaða til að hafa her- stöðvar hérlendis. Hefur afstaða þin i þvi máli breyst eitthvaö? r — I sjálfu sér hefur hún ekki breyst. í uppháfi mótaðist viðhorf mitt I þvi máli af þvi, að mér óaöi viö þeirri þróun, sem þá var að hefjast. 1 kjölfar nýafstaðinnar styrjaldar fylgdi allsherjar her- væðing og skipting veraldarinnar I tvær blokkir, gráar fyrir járnum og eldspúandi báðar. Ég gat ekki séð þá, að þetta gæti leitt til ann- ars en þess, sem orðiö er. Ef ekki á að stefna I beinan og augljósan voða, veröur mannkyniö að reyna að draga úr þessu og binda endi á vfgbúnaöarkapphlaupið. Það er okkar eina von. Hins ber einnig að geta, að þegar Atlantshafsbanda- lagið var orðiö staðreynd og viö orðnir meðlimir I þvi, hlaut hver maður að skoða málavexti að nýju. Þegar málum var svo kom- ið, þýddi ekki að loka augum fyrir þvi. Ég hef ekki trú á þvi, að það sé neinum að gagni, að eitt og eitt riki gangi úr Atlantshafsbanda- laginu úr þvi það er til á annað borð. Vel getur það verið, aö Atlantshafsbandalagið hafi haml- að gegn útþenslu rússa I Evrópu eins og margir halda fram — slikt er ætið erfitt að meta eftir á — en mér er þaö dálitið til efs. Að minnsta kosti er það staöreynd, að siöan Atlantshafsbandalagiö var stofnað hafa r.ússar eflst hernaðarlega til mikilla muna, þeir eru hlutfallslega stórum sterkari nú en þá, og kommún- ismanum I heiminum hefur auk- ist ásmegin, svo að ekki hefur þaö enst til að sporna við útbreiöslu hans, og hafi þaö verið hið eina rétta að bregðast við kommún- ismanum á þennan hátt, er ég hræddur um þaö hafi verið heldur seint séð. En kannski var tilslök- unarstefna óraunsæ á dögum kalda striðsins. Og kannski er hún óraunsæ nú. En sé svo, þá sé ég ekki margar útgöngudyr undan þeim háska, sem yfir mannkyni vofir á kjarnorkuöid. — Getur kristni og kommún- ismi ekki farið saman? — Nei, þau geta ekki fariö sam- an nema að vissu marki, vegna þess að kommúnismi eins og hann hefur þróast er að minu viti trú- arbrögð og einhver þau trúar- brögð, sem hvað minnst um- burðarlyndi hafa af þeim, sem ég þekki, og svo alger eru þau i kröf- um til sinna játenda, að þau þola ekki neina samkeppni og lita á kirstna kirkju sem versta óvin sinn. Hitt er svo annað mál, að mörg þjóðfélagsleg viðhorf kommúnismans geta samrýmst kristnum dómi, enda hefur það sýnt sig, aö kristnir menn og kommúnistar geta viö tima- bundnar aðstæður unnið saman að lausn félagslegra vandamála. — Að lokum ein spurning: Myndirðu vplja þér annað starfs- svið en innan guðfræðinnar, ef þú ættir þess kost að velja á nýjan leik? — Það 'myndi ég áreiðanlega ekki gera. Ég get ekki hugsaö mér neitt svið, sem veitti mér meiri fullnægju en guðfræði og prestskapur. Klerkdómur veitir kristnum manni gleðilega að- stöðu til að boða það, sem honum er helgast og dýrmætast, og hon- um fylgir umgengni við fólk sem er mjög krefjandi, en veitir um leið mikið. Enga fræðigrein hef ég komið auga á allt mitt lif, sem gæti veriö meira spennandi en guðfræðin, vegna þess hve geysi- lega viðtæk hún er, hún veitir ó- endalega möguleika og útsýn til allra átta — er þrotlaus glima við allt hiö stærsta, sem til er. Trói. BIBLÍAN „TITRANDI MEÐ TÓMA HÖND... “ BIBLÍAN, hið ritaða orð, hefur sama markmið og hin upphaflega, munnlega boðun fagnaðar- erindisins. BIBLÍAN er rituð og fram borin til þess að vekja trú á Jesúm sem frelsara. BIBLÍAN vill leiða menn til lifandi trúar (Jóh. 20,30-31). Þess vegna krefst hún þess að vera lesin, og tekin alvarlega, meðtekin, og borin áfram frá manni til manns. „Gleðifréttir þola enga bið“. BIBLÍAN fæst nú í tveim útgáfum (stærðum) og í fjölbreyttu bandi og á verði við allra hæfi. Útsölustaðir: Bókaverzlanir um land allt, kristi- legu félögin og HIÐ ISL. BIBLÍUFÉLAG (§uöbranöj5j5to{u Hallgrímskirkju Reykjavík sími 17805 opið 3—5 e.h. 41. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.