Vikan

Tölublað

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 34

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 34
Pelican EINS OG ÞEIR OFLUG _____ . MENNINGARSTARF- EKU SEMI HIÁ DEMANT Babbl var heldur á betri bux- unum helgina stðustu, nánar til tekið sunnudaginn 21. sept. s.l. Þá brá Babbl undir sig betri fæt- inum, bauð konunni með og jafnframt Halla ljósmyndara og gerði víðreist um öldurhús borg- arinnar Fyrst lá leiðin á Röðul, þann fræga stað. Þeir á Röðli eru byrj- aðir að bjóða upp á úrvalsgrúpp- ur til áheyrnar á sunnudags- kvöldum, og er það sjálfsagt til að ná upp aðsókninni, sem annars er fremur dræm á sunnu- dagskvöldum, enda sjálfsagt fæstir búnir að ná sér saman 1 andlitinu eftir laugardags- kvöldin. Hljómsveitin, sem spilaði á Röðli þetta kvöld, var Pelican, og var Babbl búinn að semja við þá kappa um áheyrn á nokkrum frumsömdum lögum, og var það auðsótt. Er við komum á staðinn, voru fáir mættir og ekki enn búið að stilla hljóðfærum upp. Við settumst því niður og ræddum heima og geima við þá pelican- gaura. Ekkert nýtt er að frétta af þeirra margumtalaða Ameríku- túr og verður ekki á næstunni, en eins og flestir vita, þá var ráðgert, að þeir pelicanar færu erlendis þann 15. ág., en sem sagt Ameríka bíður 1 bili. Það Þeir hjá Demant eru nú Held- ur að hressast og bjóða líka að- eins það besta, eins og segir í auglýsingum frá þeim. Það, sem þeir bjóða uppá nýjast um þess- ar mundir, eru skemmtikvöldin, sem haldin hafa verið á sunnu- dagskvöldum á Hótel Sögu og hafa mælst mjög vel fyrir. Fyrsta kvöldið var nú svo sem ekkert sérstakt, en þetta hefur lagast með hverju kvöldi og ánægjan aukist að sama skapi. Og þetta er ekkert furðulegt, því hvenær hefur mörlandinn verið fljótur að taka við sér? Óskandi væri, að þeir demantsgaurar héldu upp- teknum hætti, því svona til- breytni er vel þegin hjá fólki, einkum í skammdeginu. babblbabbl Þá eru Ómar og Svenni, stutt- síðutöffarar hjá Mogganum, hætt- ir með öllu afskípttim sínum af Stuttsíðunni, og er það leiðin- legt. Þeir kappar sendu frá sér harmþrunginn og grátbólginn leið- ara, þar sem þeir kvöddu dygga fylgismenn síðunnar með trega. Það verður mikil eftirsjá að þeim félögum, því þeir hafa haldið uppi langhressilegustu poppsíð- unni, sé miðað við poppsíður dag- blaðanna, ja, ef undan er skilið leiðinlegt frumhlaup Ómars, er hann afhjúpaði Stuðmenn, að þeim forspurðum. Samt verður ■ ekki annað sagt en að þeir félag- ar hafa verið mjög ferskir allan þann tíma, sem þeir sáu um Stuttsíðuna. Ástæðan fyrir því, að þeir hætta nú, er að sögn Svenna aðallega leti. Nú, svo er hægt • að tína fram alls konar aukaástæður. Til dæmis verður Svenni í Háskólanum í vetur og mun jafnframt sinna ritstörfum á öðrum vettvangi. Hvað Ómar varðar, þá er hann nú orðinn blaðamaður við Dagblaðið, og verður það hans aðalstarf. bab’olbabblbabbl Þrjú tonn af sandi, syngja Haukarnir á litlu plötunni sinni og þegar er lagið farið að glymja í öllum óskalagaþáttum ríkisút- varpsins. Salan hefur gengið vel og engin ástæða til að örvænra. Aðspurður sagðist Sveinn Guð- jónsson, framkvæmdastjóri Hauka, ekki geta gefið upp nein- ar nákvæmar tölur, en salan væri þegar orðin góð, af sölu lítillar plötu að vera. babblbabblbabbl Og Paradís Péturs söngvara Kristjánssonar gerir það heldur ekki endasleppt með sinni litlu plötu með lögunum Superman og Just half of you. Platan er nú þegar uppseld hjá þeim köppum, og sama er að segja um margar hljómplötuverslanir, sem plötunni var dreift í. Lögin erú bæði far- in að heyrast í óskalagaþáttum, og er það sjaldgæft, þegar lítil plata á í hlut, að bæði lögin skuli ná vinsældum. Smári Valgeirsson. 34 VIKAN 41. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.