Vikan

Tölublað

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 40

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 40
mig dreymdi AÐ GEFA STRÁK SVESKJU Kæri draumráðandi. Mér fannst strákur, sem ég var með f yrir stuttu, standa upp við húsvegg hálf einmanalegur á svip. Ég var þarna rétt hjá og fannst mér sem ég hefði ekkert tilkall til hans. Svo er ég allt í einu komin með sveskju í lófann, og var hún sérlega stór og þroskuð. Ég bít svo helminginn af henni og labba til fyrrv. skólabróður míns og spyr hann, hvort hann vilji ekki hinn helminginn. Nei, hann segir mér frekar að gefa stráknum, sem ég var að tala um, sveskjuna. Þá finnst mér það vera alveg hár- rétt hjá honum og við löbbum bæði til hans. Ég rétti stráknum sveskjuna og hann borðaði hana. Viðstóðumá háum grasstalli og þaðan var stigi nið- ur. Niðri f innst mér vera veitingahús. Við vorum bæði svöng, og mér fannst við ætla niður í veitingahúsið. Þá vaknaði ég. Strax þá fannst mér þessi draumur vera táknrænn og ég bið þig endilega að birta hann og ráða í blaðinu. Með fyrirf ram þakklæti Ein berdreymin á Vopf naf irði. SPÁÐ I FJÓRA BOLLA Kæri draumráðandi Viltu vera svo góður að ráða þennan draum f yrir mig. Mér fannst ég vera f lutt í nýja íbúð, ég var afskap- lega einmana, og börnin mín voru ekki hjá mér. Allt i einu heyrði ég einhvern berja að dyrum og mág- kona systur minnar er komin til að heimsækja mig. Ég hef ekki séð þessa mágkonu mína í mörg ár. Hún spyr mig, hvort ég vilji ekki koma út með sér, því ég sé svo þung í skapi. Ég fellst á það og við fengum okkur kaff i og spáðum í bollana hvor fyrir aðra. Ég hvolfdi f jór- um bollum f yrir mig. Tveir þeirra voru alveg eins, og í þeim sást landslag, f jöll og sólin skein glatt. Ég man ógreinilega hvað var í einum bollanum, og sá f jórði var afar f urðulegur. Þar sá ég konu í nunnu- klæðum með kross um hálsinn í langri keðju. Ég held að krossinn hafi verið úr silfri. Konan kraup fyrir framan dökkhærða konu, sem líktist mér mjög. Allt í einu breyttist sú kona í Ijóshærða, gullfallega konu og hafði hún sett hár sitt upp. Ég horfði stanslaust í boll- ann, þangað til mér fannst ég vera að horfa á Ijós- mynd. Þannig endaði draumurinn. P.S. Hvað merkir naf nið Erna og hvað getur það boð- að í draumi. Hvað merkir það að sjá inn í opið her- bergi sitt, allt úr því horf iðog ný hreinsað. Þessi draumur er greinileg ábending til þín. Þú skalt ekki snúa baki við þeim, sem reynast þér vel og eru þér góðir. Varastu að taka skjótar ákvarðanir. Nafnið Erna hefur merkinguna „Hin hressa" saman- borið við ern, sem þýðir hress, ern maður er hress maður. Að dreyma Ernu getur haft margvíslega merkingu, og fer það eftir draumnum í heild, hvað hún boðar. Að dreyma opið autt herbergi gæti boðað ó- væntan atburð, sem þú eða einhver þér nákominn verður fyrir á næstunni, en þó er þaðekki öruggt. FRÁ HÆGRI TIL VINSTRI Kæri draumráðandi Mig dreymdi draum um daginn, sem mig langar að biðja þig að ráða. Ég var í stórum svörtum fólksbíl, sem afi minn á, og fannst mér hann vera á ferð. Við stýrið sat einhver, sem ekki hafði bílpróf og ég vildi ekki aka með í bíln- um, og stökk því út úr honum. Þegar ég kom út úr bíln- um sá ég strák, sem ég er mjög hrif in af. Ég ætlaði að hlaupa til hans, en í því kom bíll, og ég hljóp út á hægri kantinn og og svo til hans, sem var vinstra megin á götunni. Þá spurði hann mig, hvers vegna ég hefði fyrst hlaupið til hægri, og svo til hans, í stað þess að fara beint. Ég heyrði ekki hvað hann sagði svo, og hváði. Þá endurtók hann setninguna, en ég heyrði ekkert sem fyrr. Þetta endurtók sig nokkrum sinnum, en þá vaknaði ég. Með f yrirf ram þökk, Ragnheiður. Þú virðist ekki vera eins hrifin af þessum strák, og þú heldur að þú sért. Allavega hleypur þú ekki beint til hans, þegar hann kallar, og virðist vera í vafa. Margt í þessum draumi bendir til þess, að þú eigir eftir að uppgötva eitthvað merkilegt á næstu mánuðum. Sigrún. Rvík. Það er mjög augljóst, að þú ert undir miklum áhrif- um frá þessari konu, sem líkist þér í draumnum. Draumráðanda virðist einna helst sú merking vera í draumnum, að þú sért eitthvað óánægð með þig og ósátt við tiiveruna þessa dagana. Hann ræður það líka af þessum draumi, að allt fari að lagast, og að þú eigir eftir að heimta gleði þína á ný innan skamms. Eitt- hvert atvik verður til þess að breyta hugarfari þinu. STJÖRNUHRAP OG JARNARUSL Kæri draumráðandi Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi nýlega. Hann var á þessa leið: Mér fannst ég vera heima hjá mér þar sem ég bý núna, en umhverf ið var gjörbreytt og möl var fyrir utan húsið. Ég var stödd fyrir utan húsið, þegar ég heyri skyndi- lega hvell. Ég lit úpp og sé þá gula stjörnu, sem mér finnst springa og hrapa til jarðar. Ég segi við mann- inn minn, að þetta finnist mér sniðugt. Ég hef aldrei séð stjörnuhrap áður, en þessi stjarna lenti, þótt ein- kennilegt megi virðast, fyrir framan gluggan á eld- húsinu. Þegar stjarnan er komin niður, segi ég mann- inum mínum að ná í hana, þvi að ég ætli að eiga hana. Hann fer af stað og ætlar að ná í stjörnuna, en kemst að því að þetta er eitthvert járnarusl. Hann tekur það í sundur og segir við mig að ég hafi ekkert við þetta drasl að gera. Ég mótmælti því, og segist í það minnsta ætla að eiga annan helminginn af þessu. Og þá vaknaði ég. Guðbjörg, Siglufirði Þessi draumur er afar sérkennilegur og torráðinn. Hann gæti i raun og veru haft tvær ólíkar merkingar, en þó er önnur liklegri. Hún er sú, aö innan tíöar kynn- ist þú persónu, sem þú færö miklar mætur á og treyst ir. Með ykkur tekst vinskapur, en eftir að hafa kynnst þessari persónu náið, kemstu að því, aö hún er ekki eins heilsteypt og þú hugöir. Þú verður eðlilega fyrir geysilegum vonbrigðum, og átt mjög bágt meö aö slíta kunningsskap við hana endanlega, svo aö þú kýst að halda honum áfram, þó svo að um lítið samband á milli ykkar sé að ræða.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.