Vikan

Tölublað

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 24

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 24
SKILNINGS Viðtal við Sigurbjörn Einarsson biskup. Sigurbjörn Einarsson var skip- aður biskup isiands 1. júli 1959. Sigurbjörn er fæddur á Efri-Steinsmýri i Meðallandi i Vestur-Skaftafellssýslu og ólst upp i Meðallandi uns hann fór tii náms i Reykjavik. Að loknu stúdentsprófi stundaði hann nám við Háskóla íslands og Uppsala- háskóla. Eftir embættispróf i guðfræði varð Sigurbjörn prestur á Skógarströnd á Snæfellsnesi og siðar i Hallgrimssókn I Reykja- vik. Sigurbjörn hóf kennslu við guðfræðideild háskólans árið 1943 og var skipaður prófessor við deildina árið 1949. Þvi starfi gegndi hann uns hann tók við biskupsembætti fyrir rúmum sextán árum. Ég gekk nýlega á fund Sigurbjörns og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um hann sjálfan, störf hans og við: horf til ýmissa mála. Fyrsta spurningin, sem Sigurbjörn svar- aði, var þessi: Hvenær vaknaði á- hugi þinn á trúmálum? — Á barnsaldri var trúin sér- lega rikur þáttur i mér, og þá var ég' ákveðinn I að veröa prestur. 011 unglingsárin var ég einnig á- hugasamur um trú og trúmál, þó að viðhorf breyttust á timabili, en svo fann ég mig aftur, allt hik fór af mér, ég ákvað að læra guðfræði og verða prestur. Að loknu stúdentsprófi fýsti mig að fara ut- an og leggja þar stund á vissar greinir, sem ekki voru kenndar hér við háskólann, en á þvi voru engin tök eins og á stóð. Ég hafði þvi ofan af fyrir mér með kennslu hér t Reykjavik i tvo vetur jafn- framt þvi sem ég var við nám i guðfræðideild háskólans, en þeg- ar tvö ár voru liðin frá stúdents- prófinu, réðist ég i það með hjálp góðra manna að fara til náms i Uppsölum, þaðan sem ég lauk kandidatsprófi I grisku, fornfræöi og almennum trúarbragðafræð- um fjórum árum siðar. Siðan kom ég hingaö heim og lauk guðfræði- prófi árið eftir, — Breyttist viðhorf þitt til trú- mála við þá kennslu, sem þú hlaust I trúarbragðafræöum og guöfræði? — Ekki I grundvallaratriðum. Trúarafstaða min var töluvert sterkt mótuð, þegar ég hóf nám i þessum fræðum, en að sjálfsögðu jókst mér útsýn við nám og þroska, og ég vona, aö um mig megi segja, að skoöanir minar hafi aldrei verið staönaöar, held- ur hafi ég álltaf haft opinn hugr sem er forsenda dýpri skilnings. — Hvað tókstu þér fyrir-hendur aö loknu guöfræöiprófi? — Þá vigðist ég prestur aö Preiöabólstað á Skógarströnd, þar sem ég var prestur I tvö og hálftár. f Breiðabólstaðarpresta- kalli voru þá i kringum hundrað og áttatiu manns, og prestverk svokölluð voru þvi ekki ýkja mörg þar, en ég hafði jafnframt á hendi barnakennsluna i hreppnum. Skólinn var með farkennslusniði, og fyrri veturinn dvaldi ég á tveimur bæjum við kennslu, en þann siðari hafði ég skólann heima á Breiðabólstað i litlu og lélegu prestseturshúsi. Þetta var ánægjuleg reynsla og umgengnin við börnin og heimilin lærdóms- rik. Margar fleiri góðar minning- ar á ég frá þessum stutta tima á Breiðabólstað, og einkum eru mér minnisstæðir messudagar á sumrum, þegar fólkið dreif að til kirkjunnar riðandi og i hópnum var margt barna. Þaö voru hátíð- legar stundir. Frá Breiðabólstað sér yfir 'Suð- ureyjar Breiðafjarðar, sem eru ákaflega fagrar yfir að lita, Hvammsfjörð og Fellsströndina handan hans. Breiðabólstaðar- land er kjarri vaxið og kjarrið ilmar yndislega —einkum á vorin — og þótt náttúrufar sé stórbrotn- ara annars staðar á Snæfellsnesi, tek ég engan blett þar fram yfir Breiðabólstað. — Er Breiðabólstaður bújörð? — Já, þar þótti farsæl bújörð, á- gæt sauðjörð og góð til beitar, en landmikil og þvi mannfrek og nokkuð erfið til heyskapar eftir að fólki fækkaði i sveitum. Um það leyti, sem ég gerðist prestur á Breiðabólstaö, var mæðiveikin i þann veginn aö leggja undir sig sveitina, og menn voru þvl ra^ir til fjárkaupa, en skógstrendingar gáfu mér lömb og komu með þvi undir mig nokkru búi, sem að visu varð aldrei stórt. — Stundaöirðu búskapinn sjálf- ur? — Ég gerði þaö að nokkru leyti, annaðist sjálfur heyskap, en stundaði hins vegar litið fénaðar- hirðingu, nema hvað ég hirti hest- ana mina. Hesta var nauðsynlegt að eiga til að komast ferða sinna og þá vildi ég umgangast sjálfur I hesthúsi, þvi að ég tel það vera al- tént helming ánægjunnar af hest- um að eiga slikt daglegt sam- neyti viö þá. Sauðfé mitt hirti hins vegar sambýlismaður minn. Ég var alltaf heldur litið hneigður fyrir og óglöggur á fé, og treysti mér illa til slikra hluta. — Af Skógarströndinni fluttistu tíl Reykjavikur og gerðist prestur hér I Hallgrimssókn. Hvað dró þig hingað I þéttbýlið? — Mig langaði að færast ofurlit- iö meira I fang á sviði prestskap- ar en kostur var á I Breiðaból- staðarkalli. 1 annan stað var flest I niðurniöslu á Breiðabólstað og ég þurfti að velja um, hvort ég átti að verja verulegum hluta lifs- ins I að byggja staðinn upp, eða færa mig um set. Út af fyrir sig hefði ég vel getaö hugsað mér að vera áfram á Snæfellsnesi, en þegar Hallgrimsprestakall var stofnað, var ég hvattur til að sækja um það, sem ég og gerði, enda hafði ég starfslega séð.mik- inn ávinning af skiptunum. í Hallgrimsprestakalli var mikið að gera og þar var mikil þörf fyrir prest. Aðstaðan var auövitað erf- ið i kirkjulausu prestakalli, en ég setti það ekki fyrir mig. Guös- þjónustur fóru lengst af fram I — Trúarafstaða min var töluvert sterkt mótuð, þegar ég hóf nám i þessum fræðum... 24 VIKAN 41.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.