Vikan

Tölublað

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 25

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 25
DVPRI samkomusal Áusturbæjarskól- ans, sem jafnframt var loftvarn- arbyrgi á strlösárunum. Gluggar voru þvl byrgöir meö hlerum og sandpokum, svo aö inni varö bæöi dimmt og loftlaust, en fólk lét þaö ekki aftra sér frá messusókn. Prestskapur Sigurbjörns I Haligrimssókn varö ekki ýkja langur, þvl aö fáeinum árum eftir aö hann hóf störf þar, hvarf hann aö kennslustörfum I guöfræöi- deiid Háskóla islands, sem hann gegndi aö aðaistarfi allt til ársins 1959, þegar hann var skipaöur biskup isiands. Ég spuröi hann I hverju starf biskups væri einkum fóigiö. — Verkefni biskups eru býsna mörg, og sil fjölbreytni, sem starfiö býöur upp á, léttir það aö nokkru og gerir manni fremur fært en ella myndi aö gegna þvl. Biskupi ber aö stýra -skrifstofu biskups og þangaö leita margir ýmissa erinda varöandi safnaö- armál og kirkjulegt starf. Drjúg- ur hluti hvers dags fer þvl I viðtöl. Þá þarf biskup aö annast marg- vlslegar bréfaskriftir og auðvitaö ber honum skylda til aö fylgjast meö starfi kirkjunnar af eigin sjón og raun. A minni biskupstiö hef ég heimsótt alla söfnuði landsins og suma tvisvar. Á þeim feröum hef ég kynnst mörgu, sem uppörvar, en auövitaö er einnig alltaf eitthvaö á hinn veginn eins og gengur I llfinu. Þá er biskup einnig formaður ýmissa nefnda og ráöa, hann er forseti kirkju- ráös og kirkjuþings, svo og prestastefnu. Ýmislegt fleira er honum skylt aö annast, og alltaf hleöst eitthvaö fleira á hann eins og eðlilegt er. — Hvernig er samstarfi Is- lensku þjóökirkjunnar og er- lendra kirkna háttaö? — íslenskakir jan er meölimur I tveim stærstu íeimssamtökum kirkna, Alkirkjuráöinu, World Council of Churches, sem veh flestar kirkjudeildir eru aðilar aö, og lútherska heimssambandinu. Þá er Islenska kirkjan aöili aö Nordiska ekumeniska institutet, sem er samband norrænna kirkna, hún er aöili aö alþjóölegu bibllufélögunum og hún tekur þátt I hjálparstarfi kirkna, sem er mjög tengt þessum fjölþjóöasam- tökum, og er hvaö stærstur þáttur I starfsemi þeirra. — Á undanförnum árum hafa þær raddir orðiö æ háværari, sem telja prestkosningar óæskilegar og álita, aö þær ætti aö afnema. Hver er þin skoöun á þvi? — Ég hef aldrei fariö I launkofa meö þaö aö mér þykja prestkosn- ingar óheppilegar og ég tel þær yfirleitt hafa slæm áhrif bæði á klerkastéttina og söfnuöi. Öánægjan meö prestkosningar hefur fariö sivaxandi, og nú má þaö heita alger undantekning, aö prestar mæli þeim bót, og ég tel meginþorra almennings ver.a sama sinnis. — Mælir aö þinu mati eitthvaö á móti þvi, aö klerkar og aörir em- ...einkum eru mér minnisstæðir méssudagar á sumrum, þegar fóikiö dreif aö til kirkjunnar riðandi... 41. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.