Vikan

Tölublað

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 42

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 42
UIKAN BVOUR K* Ef þú ert byrjandi i kryddlistinni borgar sig aö kaupa sér aðeins nokkur glös f einu t.d. 2—3 stk, i senn, og kynnast bragöi þess og eiginleikum, áöur en haldiö er af staö aö nýju til aö kaupa meira. Þaö þarf aöeins aö læra á tegund- irnar áöur en maöur veröur fær um aö blanda mörgum samah. Kauptu þá heldur einhverja af þessum tilbúnu blöndum sem sér- fræöingar hafa blandaö saman. Viljiröu svo hafa eitthvaö annaö bragö meira afgerandi en er i blöndunni s.s. hvitlauk, þá er aöeins sett meira af hvitlauks- dufti saman viö. Þegar þú ert svo oröin vön i meöferöinni á krydd- inu geturöu fariö aö gera tilraunir sjálf (sjálfur). Þótt eitthvert krydd sé ekki i uppskrift, sem veriö er aö matreiöa eftir, er ekki úr vegi aö bæta þvi viö sem þú hefur augastaö á og nota þar þinn eigin smekk. Notiö heil krydd í rétti sem þurfa suöu, en malað krydd tapar sér tiltölulega fljótt og er þvi ekki eins hentugt til langrar suðu. Hér fara á eftir tegundir af heilum kryddtegundum sem oftast eru sterk i sinni uppruna- legu mynd og svo siðar þau mildari. Fenugreek fræ Þaö tilheyrir eftu blómafjöl- skyldunni. Fræbelgirnir eru til- tölulega stórir i hlutfalli við plöntuna. Fræin eru sjaldan notuö ein sér en þvi oftar I blönduö krydd og eru stór hluti i t.d. karri blöndu. Það er bragðmikið, ilm- andi,dálitiö biturt en ekki mjög sterkt. Chiiiduft Það er blanda sem aöallega stendur saman af chilipipar, karve, oregano, hvitlauk og stundum allrahanda og negul. Notað i Chili con carne (Chili með kjöti) og aðra pottarétti. Cayennapipar. Sá allra sterkasti af Capsicum- ættinni. Sú mildasta af þeirri ætt er paprika, og hún er það mild að hana má borða hráa og soöna sem grænmeti. Cayennapipar er svo sterkur að gæta veröur itrustu varkárni við notkun hans. Einiber Þau eru ræktuð i Frakklandi og setja gott bragð af villtu kjöti. Gurkemeie (Turmeric) Hefur verið þekkt i Evrópu frá fornu fari. Sjaldan er það notað eitt sér en vegna hins sterka gula litar, sem það gefur, er þaö notaö i karryblönduna. Bragðiö er mjög milt og er notað i hrisgrjónarétti og þar sem nota á saffran má nota gurkemeie til að fá þennan fina gula lit. Engifer Það er af kryddliljufjölskyld- unni. Það er rótin sem er notuö, heil, steytt og sultuð. Sultaöur engifer þykir lostæti i austurlönd- um og seldur i fínum postulins- krukkum, og er notaöur i ábætis - rétti. Heill engifer er notaöur i súr/sæta niöurlagningu og steytt- ur i bakstur. Kanill Hann er einn af elstu kryddteg- undum sem þekktar eru, og var þegar í notkun 2700 árum fyrir Krists burö. Þaö er innsti hlutinn af berkinum sem notaður er. 1 austurlöndum mun hann vera notaður i ástardrykki en viö not- um hann út á grauta og I krydd og eplakökur. Kapers. Jurtin er fallegur runni meö grænum blööum og hvitum blóm- um. Blómknapparnir eru lagöir i væga salt/edikblöndu og notaöir sem krydd i salöLbrúnaö smjör og hrátt buff. Minnstu kapers- kornin eru best. Liggi þau of lengi i leginum veröa þau lin og ekki eins góö. 42 VIKAN 41. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.