Vikan

Tölublað

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 4

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 4
/ Frú Phutong Samran sækir vatn. frægustu musterin i borginni og hrifistaf þeim, en jafnframt orðið fyrir vonbrigðum yfir að sjá, hve illa þeim er við haldið. 1 kin- verska musterinu var annað uppi á teningnum. Það var svo fagurt og leit svo vel út, að okkur fannst einna helst að það hefði verið vigt i gær. Þegar við höfðum skoðað musterið i krók og kring, spjöll- um við nánar við Charlie, og fá- um hann tilað segja okkur frá sér og lifi sinu. Charlie ekur þriggja ára gamalli Toyota Crown, sem hann keypti notaða fyrir sem svarar 416.000 islenskum krónum, en nýr bill af þessari gerð kostar i kring- um 790.000 islenskar krónur i Thailandi. Bensinið kostar nú frá 34—36 krónum litrinn. Hann svarar engu þeirri spurningu, hvað hann greiði hátt tryggingaiðgjald. Hann myndi aldrei taka neina tryggingu með öllu þvi smáietri, sem sliku fylgir. Auk þess hefur hann ekki lent i umferðaróhappi i tólf ár — og þvi ætti hann þá að vera að tryggja bilinn? Spurningin um kaskó- tryggingu er þvi jafnmikið út i hött. Annars er mjög algengt, að fólk geri tjónin bara upp á árekstursstaðnum — venjulega upp á helmingaskipti. Frú Phutong Samran vaggar yngsta barni slnu. Aðrir fjöl- skyldumeðlimir i kring. 4 VIKAN 41. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.