Vikan

Tölublað

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 20

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 20
Hann sneri sér hægt við. Hann hristi höfuðið og sjón hans var nú tekin að skýrast. Hann starði upp á Allie. Allie var brosandi. Hann stakk hyssunni í vasann og færði ísbrjótinn yfir í hægri hendi. Hann kom með andlitið alveg upp að andliti Cesares. „Ég ætla að reka hann beint í vömbina á þér!" urraði hann. Dyrnar skullu aftur á hæla þeim og lokuðu sólina úti. Þarna stóðu þeir og horfðu á Cesare. „Hvar er Matteo?“ spurði hann. Allie orosti. „Hann komst ekki. Hann sendi okkur.“ Cesare fann vöðvana stífna Varir hans urðu skyndilega þurrar. Hann vætti þær með tungunni. Honum fannst þetta fáránlegt. Þetta allt saman. Matteo hagnaðist ekkert á dauða hans. Enginn ■ þeira. „Þetta hljóta að vera 'einhver mistök,“ sagði hann. Allie hristi höfuðið. „Það eru engin mistök.“ Hann steig skref áfram og benti með byssunni. „Snúðu þér við upp áð veggnum og legðu hendurnar á hann. Upp fyrir höfuð. Mjög hægt.“ Cesare leit á hann og gerði svo hægt það sem honum var sagt. Hann fann hendur All- ies þreifa sig allan. „Ég er ekki með neina byssu,“ sagði hann. „Ég er ekki að leita að byssu,“ sagði Allie snarlega. Cesare fann kuldann leggja frá rýtingnum í erminni fyrir ofan höfuðið. „Þú finnúr hnífinn ekki heldur,“ sagði hann. „Ég þarf hann ekki við að aka bíl.“ Allie steig aftur á bak. „Nei, ætli það,“ játaði hann. „Jæja, þú þarft aldrei að nota hann framar.“ Byssumaðurinn leit á hann „Á ég að skjóta hann núna, Allie?“ Hann hóf byssuna á loft. Allie stöðvaði hann með bendingu. „Nei. Ég hefi ann- að í hyggju. Þessi náungi fær svolítið alveg sérstakt.“ * Cesare leit um öxl. Allie var að taka eitthvað upp úr vasanum. Hann sá að Cesare fylgdist með honum og glotti. „Veistu hvað þetta er, ljúf- urinn?“ spurði hann og hélt því á lofti. Cesare svaraði ekki. Hann vissi það. „Þetta er ísbrjótur,“ Allie brosti enn. „Hann hefur ekk- ert fínt nafn eins og grísa- stingurinn, sem þú notar, en hann gerir sitt gagn. Það hefði Big Dutch getað sagt þér.“ Hann sneri byssunni í flýti í hendi sér og barði Cesare ruddalega í höfuðið með henni. Cesare féll á hnén og hon- um fannst allt hringsóla í höfði sér. Fingur hans reyndu að ná taki á veggnum. Hann hreyfði hrjúfa rödd Allies. „Snúðu þér við helvítis tík- arsonurinn þinn! Ég vil að þú sjáir hvað þú færð!“ Hann sneri sér hægt við. Hann' hristi höfuðið og sjón hans var nú tekin að skýrast. Hann starði upp á Allie. Allie var brosandi. Hann stakk byssunni í vasann og færði ísbrjótinn yfir í hægri hendi. Hann kom með andlit- ið alveg upp að andliti Ces- ares. „Ég ætla að reka hann beint í vömbina á þér!“ urr- aði hann. Cesare horfði á hann lyfta ísbrjótnum. Hann kastaði sér örvæntingarfullt til hliðar er Allie lagði til hans. Brjótur- inn stakkst inn í fúinn vegg- inn bak við hann og festist þar. Hann sveiflaði hendinni í heiftarlegu júdóhöggi á háls- inn á Allie. Án þess að bíða eftir að árangur höggsins kæmi í Ijós henti hann sér yfir kofagólfið á byssumanninn. Byssan flaug úr hendi mannsins er þeir skullu á gólfinu. Cesare sá Allie út undan sér taka byss- una upp af gólfinu. Hann velti sér við og þrýsti byssu- manninum að sér eins og STEREGX SAMSTÆÐA. með innbyggðu 4ra rása kerfi Radionette SM Einar Farestveit & Co hf. Bergstaðastræti 10 A Simi 1-69-95 — Reykjavik radi^Dnette Radionette SM 340 CC er ein fullkomnasta stereo- samstæða sem völ er á. utvarpstæki með FAA bylgjU/ langbylgju og mið-J bylgju. Cassettu segulbandstæki með DNL f ilter bæði fyrir upptöku og afspilun. Stereo magnari 2x20 wött Sinus (2x35 wött musik) sem gefur einstaklega góðan hljómburð. AAjög góður plötuspilari með vökvalyftum armi og magnetisku Pick-Up fré Pickering. Innbyggt AAABIOFONl 4ra rása kerf i með sérstök- um styrkstilli. Kynnistþessari stórglæsilegu samstæðu hjá okkur Góðir greiðsluskilmálar. 20 VIKAN 41. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.