Vikan

Tölublað

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 12
LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hefur meófædd- an hæf ileika til aó læra aó tala á þennan hátt. A ótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RÉTT og ÞÚ getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió í því tungumáli, sem þú ætlar aó læra. I tXcdrcDbus s'cuf UNGUAPHONE tungumálanámskeid á hljómplötum og kassettum Hljóófærahús Reykjavíkur • Laugav.96 -sími 13656 Þú getur lært nýtt tungumál á 60 tímum 12 VIKAN 41. TBL. pásturinn BAUGAR NEÐAN VIÐ AUGU. Kæri Póstur! . Þökkum alltgamalt og gott. Við erum hérna tvö forvitin, og lang- ar til aö leggja fyrir þig nokkrar spurningar: 1. Hvaö geta hundar lifað lengi og hvenær hætta tikur að geta átt hvolpa? 2. Hvað kostar lögleg fóstureyð- ing? 3. Á hvaða aldri byrjar að bera á skalla og hárlosi hjá körlum? 4. Geta hundar og kettir orðið taugaveiklaöir af illri meöferð? 5. Hvernig lýsir beinkröm sér og af hverju stafar hún? 6. Getur ofþreyta stafað af miklum bóklestri og koma þá frekar baugar undir augun? Hvernig er skriftin og hvaö lestu úr henni? Hver er happatala krabba og litur? En tvibura? Vonumst eftir svari. Tveir breiðuvikurbúar. Það er ákaflega misjafnt eftir tegundum, hve iengi hundar lifa og sömuleiðis, hve frjósemis- skeiðið er langt. Lögleg fóstur- eyðing kostar enga peninga hér- lendis, en það verður aldrei Itrek- að um of, að fóstureyöing er al- gert neyðarúrræði. Mjög ein- staklingsbundið er, hvenær fer að bera á hárlosi og skalla hjá' körl- um, og sumir verða allra karla elstir án þess svo mikiö sem að hærast. Dýr verða án efa tauga- veikluö af illri meðferð. Bein- kröm lýsir sér með þvl, að beinin verða óeölilega lin og þeim hættir við að aflagast. Sjúkdómur þessi stafar af skorti á D-fjörvi. Bók- lestur getur að sjálfsögðu verið þreytandi, og ekki er óllklegt, að miklar vökur við lestur bóka geti valdið pokum undir augum. Skriftin er ekki falleg, en úr henni má lesa, að bréfritari er gæddur auðugu imyndunarafli. Ekki get ég sagt um heillaliti og tölur krabba og tvlbura. VANDAMÁL I HJÓNABANDINU. Kæra Vika! Mig langar aö létta svolitið á hjarta mlnu. Ég er gift og á tvö börn. Vandamálið er hjónaband- iö. Fyrir tveim árum fór maöur- inn minn að sækjast meira eftir að vinna úti á landi, vegna þess að þar fær hann meiri tekjur, og ekki veitir vlst af þvi. En það er alveg að gera út af við mig að vera allt- af ein meö börnin og heimilið. Og þegar hann er heima, erum við annaö hvorPyfir okkur ástfangin eða viö hijakkrifumst. Ég elska hann mjög mikiö, en þó munar svo litlu, að ég hati hann. Hann er oft undirförull og segir mér ósatt um ómerkilegustu hluti, en þó hef ég alltaf verið hreinskilin við hann. Það er óþolandi að geta aldrei treyst þvi, sem hann segir. Börnin eru orðin mjög uppstökk og erfiö af þessu. Við giftum okk- ur ung, og ég tel það mestu mis- tökin, þvi að nú höfum viö bæði breyst og þroskast. Mér leiðist ósegjanlega án hans. Við höfum oft sest og rætt mál- in, en hjökkum alltaf I sama far- inu. Staðreyndin er sú, að við get- um ekki látið endana ná saman, nema hann vinni úti á land.i. Ég held hann elski mig, en beri ein- hverja óskiljanlega virðingu fyrir mér og skrökvi þess vegna að mér stundum. Ég hef hugleitt að skilja, en hef aldrei hugsaö þá hugsun til enda. Ef þú getur gefið mér einhver ráð, verö ég mjög þakklát. Ég mæli meö að þið ráðið fé- lagsráðgjafa til aö ráða úr vanda- málum hjóna, á þvl er áreiöan- lega brýn þörf. Annars þakka ég Vikunni fyrir allt gott. Ég hef verið áskrifandi I mörg ár, en vantar nauðsynlega möppur utan um blöðin. Ég vona, að þið birtiö að minnsta kosti svarið. Að lokum: Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni. Kristin. Ég held það væri mjög misráöið af þér aö skilja viö manninn þinn aö svo komnu. Aöalmeinsemdin viröist mér I fljóti bragöi sú, aö ykkur tekst ekki aö lita á málin hvort frá annars sjónarhóli. Held- ur þú, aö honum þyki gaman aö dveljast stööugt langdvölum frá þér og börnunum? Áreiöanlega ekki og sennilega hefur hann ein- hvern vott af samviskubiti af þvi aö vera ekki meira meö ykkur. Þess vegna held ég hann skrökvi aö þér um smámunina. Ég geri ráö fyrir, aö hann sé I vinnu úti á landi meö þlnu samþykki, og þú mátt alls ekki láta I þaö sklna viö hann, aö þetta „sé allt honum aö kenna”. A sama hátt hefur hann náttúrlega ekki rétt til þess aö kenna þér um, ef illa gengur. Mundu eitt: t okkar fyrirmyndar- þjóöfélagi tiökast þaö enn, aö margir lita á þaö sem sjálfsagöa skyldu karlmannsins aö skaffa vel til heimilisins. Þetta er ægileg kvöð og kannski finnst manninum þlnum hann ekki skaffa nógu vel. Láttu hann skilja þaö á þér, aö þú kennir honum ekki um, þótt fjár- hagurinn sé kannski ekki sem bestur, og reyndu aö koma honum skemmtiiega á óvart næst, þegar hann kemur heim. Eitt smáatriöi getur skipt svo miklu máli. Þú segir, aö stundum hnakkrlf- ist þiö, þegar hann er heima. Þá hafiö þiö bæöi hlakkaö til lengi og eruö oröin spennt og óþreyjufull, þegar þiö ioksins hittist. Ef eitt- hvaö gengur þá ööru vlsi en þiö hugsuðuð ykkur, er hætt viö, aö skapiö hlaupi meö ykkur I gönur. Veriö þvl á varðbergi — bæöi tvö

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.