Vikan

Tölublað

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 5

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 5
Til hægri á myndinni er hrisgrjónasár Samranfjölskylduiinar. Charlie og Toyotan. Charlie vinnur frá klukkan hálf átta á morgnana og fram til eitt til þrjú á næturnar, en oftast er mjög litið að gera hjá honum frá hádegi og fram á kvöld. A nafnspjaldi Charlies sjáum við, að hann þekkir margar fallegar stúlkur, en það er lika nauðsynlegt fyrir hótelbilstjóra. Af þeirri ástæðu fær hann sem svarar 30.000—37.000 islenskum krónum i laun á mánuði. Eigi hótelin sjálf bilana, greiða þau bilstjórunum i kringum 23.500 krónur i laun á mánuði. Piltarnir sem aka vélhjólavögn- unum — hinum svokölluðu samlos — fá 15.000—18.000 islenskar krónur i laun á mánuði. Charlie, kona hans og tvö börn þeirra og systir Charlies búa saman i tveggja herbergja ibúð, sem er 64 fermetrar á stærð. Þau leigðu hana til fimmtán ára og greiddu sem svarar 1.4 milljónum islenska króna, þegar leigu- samningurinn gekk i gildi. Og mánaðárleg útgjöld fyrir vatni og rafmagni hafa siðan verið sem svarar 1.850 islenskum krónum á mánuði. Kona Charlies vinnur á heimilinu og börnin eru i skólan- um frá klukkan átta á morgnana til Klukkan fjögur siðdegis. Drengurinn gengur i skóla sex daga vikunnar, en stúlkan aðeins fimm daga. Skólavistin kostar sem svarar 5.500 islenskum krón- um á mánuði, en innifalið i þeirri upphæð eru strætisvagnagjöld, matur og skólavörur. A fridögum fara þau gjarnan i kinverska musterið, en annars hefur kona Charlies einkum ofan af f.yrir börnunum, enda er vinnu- dagur hans óhemju langur. En honum gefast óteljandi tækifæri til þess að sjá sig um i starfinu. — Ég er i eins konar frii á hverjum degi, segir Charlie. Lifsviðhorf og gildismat er allt annað þarna hinum megin á hnettinum, og ekki er laust við, að við finnum til samviskubits vegna þess að vilja endilega þvinga lifs- venjum okkar upp á aðra hluta heimsins. Þvi meir sem við sjá- um af heiminum, þeim mun áleitnari verður efinn um, að það sé rétt af okkur. Þvi sá er sæll, sem ekki þekkir annað en hann hefur.... Og eitt er vist, að meðan fólk sveltur ekki og liður ekki vegna sjúkdóma, getur það prisað sig sælt að vera laust við streitu vesturlandabúa og kommúnistarikjanna. Gardisette gluggatjöldin heimsþekktu eru nú fyrirliggjandi hjá okkur. Þessi fallegu glugga- tjöld setja þann heimilissvip á íbúöina, sem allir æskja. Viö bjóöum tíu mismunandi mynstur í fjórum síddum. Gæöin þekkja allir. Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshúsið Rvík sími28200 41. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.