Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 11
I NÆSTU VIKU
AMY ENGÍLBERTS
Þó að skýrslur sýni, að íslendingar séu miklir
áhugamenn um dulræn efni, hafa fáir lagt land
undir fót í þeim tilgangi að stunda dulspeki
í erlendum skólum. I dulspekiskóla í París
stundaði íslensk kona, Amy Engilberts, þessi fræði
fyrir um það bil 5 árum, og I París hefur hún
dvalið lengst af síðan. Amy er mörgum kunn
hér á landi, því oft hefur verið til hennar
leitað og forvitnast um örlög og framtíð. Hún
var hér heima í sumar og varð þá við beiðni
^fjölmargra, sem til hennar vildu koma og fræðast.
Þrátt fyrir mikið annríki, féllst hún á að fá
blaðamann Vikunnar I heimsókn og ræða við hann.
Viðtalið nefnist ,, Allir eru andlega klofnir”,
og það birtist í næstu Viku.
TOMMI í FESTI
,,Ég var alkóhólisti! Vínneysla hefur alltaf verið
vandamál fyrir mér. Þeir, sem ekki geta drukkið
vín skammlaust, eins og til dæmis ég og fleiri,
þeir hafa ekkert með það að gera að drekka,
eiga að láta vín ósnert! Hinir, þeir sem geta
haft stjórn á drykkjunni, þeir mega drekka.”
Þannig hljóðar svar Tómasar Tómassonar fram-
kvæmdastjóra félagsheimilisins Festi I Grindavík
við spurningu blaðamanns Vikunnar um vínneyslu
og það, sem henni fylgir. Og Tommi í Festi,
eins og hann er oftast kallaður, segir margt
fleira athyglisvert í viðtalinu, sem birtist í næsta
blaði.
MANNÆTUR I HAFINU
Fyrir nokkru. var frumsýnd í Bandaríkjunum kvik-
myndin Jaws (Ginið), og hefur hún valdið þar
miklu umtali, enda hafa jafnvel harðsvíruðustu
gagnrýnendur fallið I öngvit á sýningum. Ginið
er á risastórum hákarli, sem drepur hvern bað-
strandargestinn á fætur öðrum, en morðhákarl-
inn er tæknilegt stórvirki og svo vel gerður, að
engu er líkara en um lifandi skepnu sé að
ræða. Þegar slðasta atriði myndarinnar var tekið,
sprakk hákarlinn og sökk I öldur hafsins. En
það er nóg til af raunverulegum hákörlum, og
það segir lítils háttar af þeim I næstu Viku.
HESLINGJAEYRI Á HÚSFRIÐUNARÁRI
Danir ganga á undan með góðu fordæmi á
húsfriðunarári, og gætu til dæmis íslendingar tek-
ið þá sér til fyrirmyndar. I næsta blaái
er sagt frá húsfriðunarstefnu helsingjaeyrarbúa
I máli og myndum, en bæjarstjórnin á Helsingja-
eyri ákvað að varðveita gamla bæjarhlutann þar
óbreyttan, og Ibúar bæjarins, sem eru I kringum
50 þúsund, standa sem einn maður að baki
þeirri ákvörðun. Þarf ekki að fara mörgum orð-
um það, hve mikið menningarsögulegt gildi gamall
og gróinn bær eins og Helsingjaeyri hefur.
VIKAN Útgefandi: Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Bíaða*.
menn:Trausti ólafsson, HaTlcför"Tjo’rvT Einarssón,
Ásthildur Kjartansdóttir. útlitsteikning: Þorbergur Kristinsson. Ljós-
myndari: Ragnar Axelsson. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Rit-
stjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing I Slðumúla 12. Símar 35320 —
35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 250.00. Áskriftarverð kr. 2.800.00
fyrir 13 tölublöð ársf jórðungslega, kr. 5.250 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega,
eða kr. 9.800.00 í ársáskrift. Askriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar:
nóvember, febrúar, maf, ágúst.
41. tbl. 37. árg. 9. okt. 1975
GREINAR:
2 Ævintýraferð til Thailands.
4. grein Mats Wibe Lund:
Bændur og sjómenn.
6 I slóð feðra sinna. Moskus-
uxar fluttir frá Alaska til
Síberíu.
44 Frankíboj sóttur heim.
VIÐTÖL:
24 Opinn- hugur - forsenda
dýpri skilnings. Viðtal við
Sigurbjörn Einarsson biskup
14 Fjórar konur svara spurn-
ingunni: Ætlar þú að
leggja niður vinnu 24.
október?
SÖGUR:
16 Maðurinn á málverkinu.
Smásaga eftir Roderic
Wilkinson.
20 Rýtingurinn. Sextándi
hluti framhaldssögu eftir
Harold Robbins.
28 Mitt líf - þitt líf. Þriðji
hluti framhaldssögu eftir
Mariku Melker.
ÝMISLEGT:
8 Ertu örugg(ur) I umferð
inni?
9 Krossgáta.
12 Póstur.
14 Tuttugasti og fjórði októ-
ber - eða - Erna hverfur
að heiman.
30 Stjörnuspá.
34 Babbl I umsjá Smára Val-
geirssonar. ^
38 Hugsað fyrir vetrarfatn-
aðinum.
40 Draumar.
41.TBL. VIKAN 11