Vikan

Tölublað

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 44

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 44
Sumir hafa lengi velt þvi fynr sér, hvort Frank Sinatra sé mafiósó. Margir þykj- ast geta bent á sitthvað þvi til staðfest- ingar, en Frankiboj harðneitar öllum tengsíum við Mafiuna. Ekki er ætlunin að orðlengja um það öllu frekar, en i stað þess skulum við lita i kringum okkur heima hjá honum og farartæki. Þegar Frankl óld boj, eins og hann er gjarnan kallaöur af aðdá- endum sinum, vill losna við þessa sömu aðdáendur sina, þá leitar hann hælis i villunni sinni i Palm Springs. Þar getur hann hvilst I ró og næði, enda býr hann við að- stöðu, sem hvert þorp Uti á landi gæti verið hreykið af. Hann þarf ekki að fara i strætó niður I bæ, ef hann vill bregða sér i sund. Heima hjá honum eru nefnilega ekki ein heldur nokkrar sund- laugar, svo það eina, sem hann þarf að gera, er að labba að þeirri, sem næst er. Sömu sögu er að segja um aðrar tegundir Iþróttaiðkunar. Bæði golf- og tennisvöllur eru á lóðinni. Langi hann til að bregöa sér á frumsýningu á Broadway, þá þarf hann ekki að kúldrast i lest eða I yfirfullri farþegaflugvél, hann lætur bara aka sér út á flug- völl. Þar biður hans Stjörnuflaug- in, einkaþota, sem kostaði bara tvöþúsund milljónir króna. athuga hús hans og Þegar hann kemur svo heim aftur, þá þarf hann ekki að óttast átroðning aðdáenda sinna eða forvitinna vegfarenda. Segja má, að „konungsrikis” hans sé betur gætt en helstu gullgeymslu Bandarikjanna Fort Knox. Ekki hefur honum þótt af veita, þegar hann dró sig I hlé fyrir nokkrum árum. Hann hefur greinilega haft gott af hvildinni, þvi að hann sneri sér aftur að sjóbissniss vor- ið 1974 eftir fjögur ár i hiði sinu, sprækari en nokkru sinni fyrr. Hann fór nú fyrir skömmu I söngferðalag um Evrópu, og vakti það almenna athygli. Ekki voru menn á eitt sáttir um söng- inn, og sumir höfðu það jafnvel á orði, að hann heföi verið pöddu- fullur allan timann, sem hann var á sviðinu. Hann lét sig þó ekki um muna aö krefjast svimandi hárra launa fyrir framlag sitt. Frést hefur, að aðgöngumiðinn hafi i Þýskalandi kostað rúmar átján- þúsund krónur á eina skemmtun. Ja — dýr mundi Hafliði allur.... Hér má sjá villu Frankis I Palm likari þorpi en einbýlishúsi. A Springs. Sem kóngur rikir hann I litlu myndinni er mynd af þeim þessum húsakynnum, sem eru feðgum Franki og Franki júnior, Stofan hans Frankls er allþokka- leg. Hér hvildi hann sig I fjögur ár, uns hann sneri sér aftur aö söngnum vorið ’74. Litla myndin er tekin, er hin gullfallega dóttir hans gifti sig. Nansi er enginn eft- irbátur föður sins, þvl hún er löngu orðin fræg fyrir söng sinn. 44 VIKAN 41. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.