Vikan

Tölublað

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 43

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 43
TVDD FRJEDSLU f Karn Það er indversk kryddblanda sem samanstendur af minnst 8 tegundum. Sérhver indverskur kokkur sem hefur einhverja virð- ingu fyrir sjálfum sér (og öll kryddfyrirtæki) eiga sina eigin uppskrift. Þaðsem venjulegast er i karri blöndunni er cayennapipar (sem gefur styrkleikaijn) gurkemeie (sem gefur litin’n) Fenugreek fræ sem gefur ilminn, engifer, múskat, kanill, koriander og kardemommur. Múskat Múskattréð er 10—15 metra hátt sigrænt, og eru ávextirnir á stærð við plómur. Ávöxturinn er i tvennu lagi, nutmeg og mace. Nutmeg er utan um mace og er talið finna bragð af þvi. Paprika Það er mild gerð af Capsicum- fjölskyldunni, eins og áður er get- ið, og er hún borðuð ný, möluð, þurrkuð og niðursoðin (pimiento) Spánskur pipar Tilheyrir Capsicumfjölskyldunni eins og cayenna, paprika og chili- pipar o.fl. Aldinin eru af ýmsum stærðum og alltaf uppblásin og hol að innan. Af spánska piparn- um eru þau smá og notuð i niður- lagningu o.fl. Svartur og hvítur pipar. Hann er af sömu jurtinni. Munur- inn er hins vegar sá að svartur pipar er hálfþroskuð ber þegar þau eru tekin af plöntunni og siðan eru þau látin gerjast og þurrkuð og breytist þá litur þeirra frá rauðum yfir i svart. Hvitur pipar er tekinn þegar hann er fullþroskaður. Hvitur pipar er mildari en svartur. Allrahandaer óþroskaður ávöxt- ur af vesturindisku myrtutré og minnir á blöndu af negul dg kanil. Notaður i marineringu og bakstur. Kardcmommur Tilheyrir kryddnegulfjölskyld- unni eins og engifer, en nú er það ekki rótin sem er notuð, heldur fræin. Fyrir innan þunna hýðið eru þrjú hólf sem i eru 5—6 fræ brún að lit. Þau eru steytt og not- uð i bakstur. DROFN BVRESTVErr HUSMÆÐRAKENNARI Negull Negultréð er mjög rikt af rokgjörnum olium. Það eru þurrkaðir blómknapparnir sem eru notaðir sem krydd og i marieneringu og bakstur. Lárviðarlauf. Laufin fást af lágvöxnu tré með gljáandi blöðum, hörðum og ilmandi. Grikkirnir plöntuðu lár- viðartrénu kringum hofin og litu á þau sem heilagar plöntur.Þau eru notuð i heiðurskransa frá dögum ólympiuleikanna i Grikklandi og allt fram til vorra daga. Þar að auki notum við þá i pottarétti og til niöursuðu. Sinnep Það er jurt sem tilheyrir kross- blómaættinni. Það er malað og blandað með vinediki, gurkemeie, hveiti og fl. og er það sinnepið sem við kaupum i krukk- um. Sinnepið hefur sterkt bragð en enga lykt. Heil eru fræin notuð i n i ð u r 1 a g n i n g a r 1 e g i (marineringu) fyrir pickles og súrsild m.a. 41. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.