Vikan

Tölublað

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 6

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 6
iSLÓO 5IJVJIM Moskusuxar fluttir frá Alaska til Siberiu. Þegar tarfurinn hefur veriö bund- inn, er kýrin auöveld bráö, þvi aö hún drúpir auömjúk höföi víð hlið hins fjötraða herra sins. Fyrir um það bil niutiu þúsund áruip fóru nokkur þúsund moskusuxár frá Siberiu til Alaska eftir mjórri raemu lands, sém þá tengdi heimsálfurnar tvær, Asiu og Amerfku, þar sem nú er Beringssund. Moskusuxarnir juku kyn sitt i Ameriku, en dóu hins vegar út i Siberiu. Nú hafa fimmtiu afkomendur Afríku- faranna verið fluttir með flugvél- um til síberisku túndrunnar, þaöan sem áar þeirra komu endur fyrir löngu. För þessi á sér nokkurn aðdraganda, enhúnvar endanlega ákveðin i uiiihverfis- verndarsamkomulagi, sem stjórnir Bandarikjanna og Sovétrikjanna gerðu með sér árið 1972. Fullvaxinn er moskusuxinn i kringum 400 kiló að þyngd, en hann verður ekki öllu hærri en 120 sentimetrar, enda er hann ákaf- lega stuttfættur. Moskusuxinn er ákaflega vel varinn fyrir kulda, enda lifði tegundin alla isöldina við jökulröndina i Evrópu og Asiu og hafði félagsskap af mammút- Tarfurinn gerir enga tilraun til varnar, þegar netinu er varpað yfir hann, Hann hefur höfuð sitt og svipast um eftir hópiium sin- um, sém stendur álengdar. og horfir á. Fáeinum minútum siðar hefur tarfurinn verið fjötraður á fótum. Eskimói á vélsleða nálgast moskusuxahóp. Þeir ieggja ekki á flótta, heldur setja þeir undir sig hausana og biða þannig þess, sem verða vill. 6 VIKAN 41. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.