Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 9

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 9
 Segöu mér mamma. Varst þú einhverntíma ástfangin? ★ ★ ★ Lars Larsen-Ledet var danskur I blaðamaðurog bindindispostuli. Á leið til kosningafundar átti hann | orðaskiptiviðlítinn, gamlan mann. ,,Með leyfi," spurði maðurinn, I ,,eruð þér ekki Larsen- Græsted?" | „Nei, ég heiti Larsen-Ledet. ,,Já, en eruð það ekki þér, sem I lesið svo skemmtilega í útvarpið?" [ „Nei, það er Larsen-Græsted. „Nú, en það er hann, sem er j bindindispostuli?" „Nei, það er ég." „En þértalið jósku. Ég hef alltaf I haldið, að Larsen-Ledet væri sjá-1 lendingur." „Nei, það er Larsen-Græsted. „Já, þá verðið þér að afsaka, að mér hefur skjátlast. Larsen-Græ- sted, það er hann með Ijóta andlitið, hann, sem er nauðalíkur apa." „Nei, það er ég." ★ ★ ★ ★ ★ ★ Maöur nokkur var sendur til j geðlæknis vegna þess, að hann | þótti eitthvað undarlegur. Þegar j hann var sestur við borðiö and- spænis læknirnum, tók hann upp 1 sígarettu, reytti hana sundur og tróð tóbakinu upp i nasirnar á sér. Læknirinn virti þessar aöfarir fyrir | sér þungur á svip, sagði síðan: Já, þaðerauðséð, aðþérþurfið á minni aðstoö aö halda. Já, mig vantar eld, sagði sá klikkaði. I NÆSTU VIKU JÓLABAKSTURINN Þegar nœsta VIKA berst ykkur í hendur, er ykkur óhætt að bretta upp ermunum og taka fram kökukeflin, því það er okkar árlega „kökublað”, sem við köllum svo. Okkur er tjáð, að eftir þessu blaði bíði margir allt árið, og við erum auðvitað stolt af því og reynum að valda engum vonbrigðum. Sem sagt: þegar þið hafið búið til jóladagatalið, sem er aftast í þessu blaði, þá er næst að undirbúa jólabaksturinn — auðvitað með aðstoð næstu Viku. ÞEGAR KARLMENNIRNIR KOKKA Mikil lifandis skelfing virðist það vera þakklátt starf að kenna karlmönnum að kokka. Um það sannfærðist Vikan, þegar henni bauðst að koma á síðasta námskeiðskvöldið hjá karlmönnunum, sem Stella Skaftadóttir hafði verið að kenna ýmsar eldhúslistir tvö kvöld í viku um fimm vikna skeið. Þeir buðu þar til veislu, sem þeir höfðu að sjálfsögðu sjálfir undirbúið, og áður en upp var staðið var búið að halda þrjár ræður, sem allar fjölluðu um ágæti Stellu, afhenda henni gjöf og blómvönd og kyssa hana i bak og fyrir. Sjá frásögn í næstu Viku. FRAMHALDSSAGA EFTIR AGÖTHU CHRISTIE I næstu fjórum VIKUM höldum við jól með Agöthu Christie á enskum herragarði. Við fylgjumst með Hercule Poirot í leit hans að rauðum rúbín, sem stolið var frá austurlenskum prinsi. Þetta er ósvikin jólasaga með snjó og mistilteini, gömlum siðum og auðvitað hinum ómisandi lostæta jólabúðingi. En þrátt fyrir friðsæld og jólahelgi má alltaf búast við einhverju óvæntu og dularfullu, þar sem kempan gamla Hercule Poirot er staddur. Fylgist með í næstu fjórum VIKUM.Agatha Christie svíkur engan. HINN ÓMÓTSTÆÐILEGI ROBERT REDFORD Hann er 39 ára og hefur leikið í 19 kvikmyndum. Hann er glæsilegri en Marlon Brando og Charles Bronson, hefur meira aðdráttarafl en Jack Nicholson og Steve McQueen, fær hærra kaup en Paul Newman og Clint Eastwood og er dáðari en vinur hans Dustin Hoffman. Öneitanlega ein skærasta stjarnan Hollywood í dag. Það er auðvitað Robert Redford, sem lýst er á þennan hátt. Og við fáum meira um hann að vita í næsta blaði. VIKAN Útgefandi: Hilmir h.f. Ritstjórí: Kristin Halldórsdóttir. Blaðamenn: Guðmundur Karlsson, Sigurjón Jóhannsson, Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson, Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing Síðumúla 12. Simar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 350. Áskriftarverð kr. 3.900 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 7.370 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 13.650 í ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. 48. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.