Vikan

Issue

Vikan - 25.11.1976, Page 15

Vikan - 25.11.1976, Page 15
tímanum, held ég. Þau eru oft að spyrja mig, hvað eigi að vera i næsta þætti og þar fram eftir götunum, en eru feimin við að virðurkenna, að þeim finnst eitt- hvað skemmtilegt, sérstaklega þau eldri. Það er ekki fyrr en ég er að labba frá þeim, að þau hrópa á eftir mér,,að láta þetta og hitt koma aftur í þættinum”, því að það sé svo skemmtilegt. — Hvaðaskoðanirhefurþúáupp- eldismálum? — Mér finnst feður taka allt of lit- inn þátt í uppeldi bama sinna. Það eru alltof mörg börn, sem varla þekkjafeður sína, þvi að þeir eru allt- af úti að vinna. En margir líta svo á, að það sé aðeins skylda móðurinnar aðsjáumbörnin, því miður. Égheld, að barnaheimilisdvöl sé ekki slæm fyrir krakka, svo framarlega sem þau njóta ástúðar og öryggis heima fyrir. Ööryggið er verst, en það fylgir oft óreglu og öðrum erfiðleik- um á heimilum. Staðreyndin er nefnilega sú, að það eru ekki bömin sem skapa vandamálin, heldur for- eldrarnir. Venjulega tökum við allt of lítið tillit til þarfa bamsins. Það gera skólamir líka, og það er verst af öllu. — Mér finnst oft erfitt að upp- fylla kröfur námsskrárinnar og leyfa jafnframt hverjum og einum nemenda að njóta sín, því að þeir þurfa að fá útrás fyrir sköpunar- þrána og gera ýmislegt eftir sínu eigin höfði. En það er svo skrýtið, að þrátt fyrir allt þá þurfa krakkar aga, því að þau þurfa að fá að vita, hvar þau standa. — Ég hef þá trú, að með nýja grunnskólanum breytist skólinn til batnaðar og komi inn jákvæðum viðhorfum gagnvart skólagöngunni hjá þeim. Viðhorf kennara til barn- anna hefur áreiðanlega breyst mikið til hins betra síðustu árin, og samband þeirra á milli orðið mun manneskjulegra. Það er nauðsyn- legra en margt annað að vekja upp gagnrýni í krökkunum, því það þarf að venja þau strax við láta ekki bjóða sér hvað sem er. En okkur skortir tiltakanlega gott barnaefni. Það er alltof lítifs metið, sem gert er fyrir börn. Maður heyrir oft setn- ingar eins og — Hann skrifar nú bara barnabækur, eða — Hún kennir bara smákrökkum — og það er eins og það sé nú lítill vandi. En það er meiri vandi en flestir halda að semja heppilegt efni fyrir börn, enda tekst líka misjafnlega til. — Það er mikil þörf fyrir góða íslenskar bamabækur, því að það sem gerist í umhverfi, sem börnin þekkja, höfðar mest til þeirra. Eins og mætti vanda námsbækurnar betur. En þetta stendur nú allt til bóta, að minnsta kosti lítur þetta allt ógurlega vel út í nýju grunn- skólalögunum. — Að lokum Sirrí, hafið þið einhverjar stóráætlanir á prjón- unum? — Nei, eiginlega ekki. En okkur hefur lengi langað til þess að fara í hnattsiglingu. Kannski við látum verða af því einhverntíma í ellinni? Á.K. Nýr bíll Litli sjálfskipti Volvobíllinn Innlegg í lækkun rekstrarkostnaðar Lítill, nettur og harður af sér. Sjálfskiptur (variomatic). 4 cyl. vatnskæld vél. 47 eða 57 ha vél. Volvo öryggisbúnaður. Volvo 66 sameinar sparneytni, öryggi, þægindi og gæði. Árs ábyrgð (án tillits til ekins km. fjölda). Suðurlandsbraut 16 Reykjavík Sími 35200 48. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.