Vikan

Issue

Vikan - 25.11.1976, Page 16

Vikan - 25.11.1976, Page 16
Oraunsær ótti Phobia er óraunsær ótti við hluti eða aðstæður, sem eru í rauninni ekkert hættulegar. Claustrophobiu (innilokunarkennd) kannast flestir við, en aðrar tegundir phobia eru ekki eins algengar. Sumum veitist örðugt að skilja það, að aðrar persónur verða oft skelfingu lostnar, ef þær til dæmis sjá hund eða kött. Þessi skilnings- skortur gerir allar aðstæður mun verri fyrir viðkomandi einstakling. Sumt fólk fær alls ekki notið lifsins til fulls vegna þess að það þjáist af einhverri phobiu þ.e. sjúk- legri hræðslu við einstaka hluti eða aðstæður. Það fyrirfinnst fólk, sem ekki hefur komið út úr húsi i ára- raðir, og fólk, sem aldrei færi í almenningsvagna, flugvélar eða járnbrautarlestir, hvað sem í boði væri. — En vertu nú rólegur! Bull og vitleysa þetta er ekkert, sem þú þarft að óttast! Þetta skaðar engan! Slikur er ..skilningurinn,” sem flestir reyna að sýna viðkomandi fólki. og hann gerir bara illt verra. Auk þess ganga flest okkar í raun- inni með a.m.k. eina eða fleiri phobiur. Við verðum þó ekki alltaf vör við það sjálf, ef við erum svo heppin að lenda sjaldan í þeim að- stæðum að phobian fái notið sín. Að ganga með ophidrophobiu er kannski allt 1 lagi fyrir Norður- landabúa. Það þýðir nefnilega, að viðkomandi sé hræddur við slöngur og hvað er j)á auðveldara en að forðast þær. Innfæddur Afrikubúi væri hins vegar verr settur með slika phobiu. I Englandi hafa sálfræðingar og geðlæknar reiknað út, að á milli 70 og 80% þjóðarinnar gangi með einhverja tegund af phobiu. Þessar tölur eru sennilegar mjög svipaðar á Norðurlöndum. En það eru fáir, sem leita sér lækninga við þessu, og til allrar hamingju eru margar teg- undir phobia alveg meinlausar. Venjulega er phobia óþægilegur ótti, en sjaldan eða aldrei ofsa- hræðsla. HVAÐ ER PHOBOPHOBIA? Til eru afar margar tegundir af phobium. Allar eru þær nefndar fræðilegum nöfnum, og skulu hér nefndar þær algengustu. Agoraphobia: hræðsla sem gerir vart við sig úti á víðavangi. Ornitophobia: hræðsla við fiðraða hluti og dýr. Claustrophobia: innilokunarkennd. Akrophobia: lofthræðsla. Aerophobia: flughræðsla. Arachnephobia: hræðsla við köng- ulær. Tricaidephobia: hræðsla við töluna 13. Pyrophobia: eldhræðsla. Demophobia: hræðsla við mann- þröng og troðning. Ailurophobia: hræðsla við ketti. Algophobia: hræðsla við sársauka. Astrapophobia: hræðsla við þrumu- veður. Erythrophobia: hræðsla við að roðna. Monophobia: hræðsla við einveru. Nykophobia: myrkfælni. Pathophobia: hræðsla við sjúk- dóma. 16 VIKAN 48. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.