Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 29

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 29
Ornar Sharif Meira fyrir bridge en konur En samt ættuð þið að lesa það sem hann hefur að segja um konur og ástina. kvaðst meira að segja sjálf hafa afgreitt Omar með mestu ánægju. Omar hefur sagt, að hann hafi meiri ánægju af bridge en að gamna sér við kvenfólk, en i Vín hefur hann augsýnilega vantað spilafélaga dag- inn, sem hann gekk á fund Edithar. Omar, sem fær 25 þúsund bróf frá aðdáendum sínum, er mikill sér- fræðingur í öllu, sem snertir konur og sumir segja, að aðeins kvik- myndaleikarinn Eroll Flynn heitinn hafi átt vingott við fleiri konur en Omar. Omar hefur látið hafa eftir sér eitt og annað um afstöðu sína til kvenna, og verður hér vitnað til hans. KONA Á EKKI AÐ REYNA AÐ LEIKA HLUTVERK KARL MANNSINS. ,,Ég veit af langri reynslu, að margar konur hafa meiri gáfur til að bera en makar þeirra, en oft eru gáfur þeirra af sérstökum kvenleg- um toga. Barbra Streisand hefur einmitt slíkar gáfur. Við elskuð- umst í fjóra mánuði, og hún gerði enga tilraun til að leika hlutverk hins sterka. Enda þótt hún hafi til að bera mjög sterkan persónuleika, og mikinn þokka, fannst mér hún við fyrstu sýn mjög ófrið.” ÁNÆGÐUR í ÁSTLAUSU HJONABANDI. ,,Ég var giftur Fatem Harama í tíu ár, og hjónabandið byggðist ekki á ást. En ég var samt ánægður. Er það ekki í sjálfu sér einskonar ást? Aðrar konur? Þær verða að gera sér grein fyrir að ég kveð einn góðan veðurdag. Ég get ekki bundist manneskju til lang- frama.” ÁST í KVIKMYNDUM. ,,Ég veit ekki, hvað ég hef elskað margar leikkor.ur. Fyrir framan kvikmyndavélina ber mér að elska mótleikarann í viku eða mánuð. Þegar kvikmyndatökunni er lokið, þá á þessi ást að vera úr sögunni! Ég get ekki fellt mig við þetta — ég er ástfanginn af sjálfri ástinni!” Á efri myndinni er Omar með Nathalie Delon og á þeirri neðri með Julie Andrews. Omar i fylgd með Barbara Bouchet. Omar skólar við Karin Dor (efri mynd), en neðri myndin sýnir hann i vinsamlegum viðræðum við ónafn- greinda stúlku. EF ÞÚ REKST Á KONU, SEM ROÐNAR... „Bandarískar konur vilja ráða yfir karlmanninum. Ég sem suður- landabúi get ekki fellt mig við það. I mínu föðurlandi er þetta öðruvísi. Þar er konan undirgefin, og þar sér maður konur roðna. Ef þú rekst á konu, sem roðnar, þá áttu að umgangast hana eins og dýrgrip. Bandarískar konur roðna ekki. Þær eru samt margar mjög fallegar, en þær vilja róða ferðinni. Ég get ekki fellt mig við að kvænast konu, sem leggur meira kapp á stjórnsemi en vináttu. Franskar konur eru allt öðru vísi, miklu kvenlegri. Franska konan er ekki hrædd við að sýna veikleika sinn. Þessvegna elska ég franskar konur, og þá fyrst og fremst konurnar í París.” KARLMENN Á MORGNANA, KONURÁ KVÖLDIN. „Mér finnst karlmenn yfirleitt áhugaverðari en konur í samræðum um íþróttir, stjórnmál og ástir. Þeir ræða um þessi efni án þess að vera leiðinlegir. Þetta er öðruvísi með konur, þær eru yfirleitt á höttunum eftir skjalli eða hjónabandstilboð- um. Þegar ég vakna á morgnana vil ég helst tala við karlmenn í simann. En á kvöldin vil ég gjarnan tala við konur i sima... 48. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.