Vikan - 10.02.1977, Blaðsíða 22
Hadda
fer í búðir
Spennið
Klukkan, úrsmíðaverkstæði, er
til húsa að Hamraborg 1, Kópa-
vogi, Þar fæst þessi fallega
gamaldags klukka. Hún er með
gylltum útskornum tréramma,
og utan um skífuna er rautt
flauel, sem gefur henni mjög
virðulegan svip. Klukkan er
vestur þýsk frú KIENZLE með
rafhlöðu, sem endist í ár, og
hver ný rafhlaða kostar aðeins
u.þ.b. kr. 100—120. Klukkan
sjálf kostar kr. 20.160.
Þessar heimsþekktu postulins-
styttur frá Lladro fást í Blóma-
glugganum Laugavegi 30. Fæð-
ingarlæknirinn koslar kr.
11.761. hjúkrunarkonar kr.
9.513 og gamli læknirim kr.
11.350.
í Hamraborg 1 Kópavogi, er
verslunin Línan. Þar fást þessar
fallegu ítölsku bambusvörur.
Hái stóllinn kostar kr. 34.800,
borðið kr. 13.450 og spegillinn
kr. 9.650.
í versluninni Áklæði og glugga-
tjöld, Skipholti 17 a, fæst þetta
fallega baðmottusett. Settið er
belgískt með sérstaklega löng-
um og mjúkum hárum og fæst í
mörgum litum. Efnið er 70%
acryl og 30% polyester, og má
því þvo motturnar í þvottavél,
sem að sjálfsögðu er mikill
kostur. Verðið er mjög gott að
mínu mati eða kr. 7.114 fyrir
settið.
Ef þú ert í vandræðum með
afmælisgjöf handa pabba eða
afa, hvernig væri þá að líta inn í
verslunina Gull og Silfur,
Laugavegi 35. Þar fást þessar
gömlu og virðulegu ölkönnur úr
tini, og er mjög fallegt að láta
grafa á þær upphafsstafi þess, er
gjöfina fær. Könnurnar eru
enskar, og kostar þessi til
vinstri kr. 9.080, en sú til hægri
kr. 6.980.
í handavinnubúðinni Hof, Ing-
ólfsstræti 1, er hægt að kaupa
bæði veggteppi, púða, klukku-
strengi o.fl., með tvistsaumi,
eða gömlum íslenskum kross-
saumi, eins og margir vilja kalla
hann, og oft er fyrirmyndanna
leitað langt aftur í aldir. Vegg-
stykkið t.v. er 43 X 63 sm og
kostar kr. 5.340, en púðinn til
hægri 35 X 40 sm og kostar kr.
4.795. Allt efni innifalið á verði.
beltin!
Hefur Erica Jong skrifað aðra
metsölubók? Verður næsta bók
hennar jafnfrægog ,,isadóra,, (Fear
of flying), bókin, sem vakti athygli
víða um heim og allir tóku afstöðu til?
Eru skrif hennar ef til vill kvenleg
útgáfa af ,,Elskhuga Lady
Chatterleys”, eins og sumir vilja
halda fram? Þá bók gaf Helgafell út á
sínum tíma, og hún fékk viðurnefnið
, ,Bláa bókin”, af því hún var prentuð
sem handrit á bláan pappír.
Ægisútgáfan gaf ,,ísadóru” út fyrir
síðustu jól, og enginn hneykslaðist,
enda breyttir tímar.
Isadóru Wing, geta glaðst yfir því,
að í bókarlok verður hún loks frjáls
— að lokum þorir hún að fljúga.
En Erica Jong sjálf, hvernig
bregst hún við frægðinni? Hefur
hún notið hennar sem skyldi?
— Það er alls ekki auðvelt fyrir
konur að ná frama í Bandaríkj-
unum. Kona er því miður alltof
mikið gagnrýnd af öðrum konum, ef
henni tekst vel upp, og sú gagnrýni
á oft skylt við öfund. Því er
stundum haldið fram, að maður
öðlist sjálfur eins konar sjálfstæði,
sem gagnrýnandinn finnur að hann
vantar. Ég átti margar vinkonur
áður fyrr, en eftir að bókin varð
fræg, hef ég séð á bak þeim vegna
öfundar.
Það barst lika út alls kyns
óhróður um mig. Mér fannst ég vera
orðin einhver almenningseign og að
allir gætu gert merkilega hluti á
minn kostnað.
Isadora Wing flýgur aftur. Það er
metsöluhöfundurinn Erica Jong,
sem nú hefur skrifað framhald
bókarinnar „Isadóra” (Fear of Fly-
ing). Framhaldið er sagt skemmti-
legt, ogaðdáendur aðalpersónunnar,
Rafgeymar
i miklu úrvali
HLOSHI?
Skipholti 35 Simar:
8 13 SOverilun 8 13-51 verkstæöi 8 13-53 skrifstofa
22VIKAN 6. TBL.