Vikan


Vikan - 10.02.1977, Blaðsíða 64

Vikan - 10.02.1977, Blaðsíða 64
VILLT Í DRAUMI Kæri draumráðandi! Ég hef mjög miklar áhyggjur af því, hvaö eftirfarandi draumur geti táknað og vona því að þú getir ráðið hann fyrir mig. Mér fannst umhverfi hússins, sem ég leigi ásamt strák, sem ég er með og við getum kallað X, vera allt öðruvísi en það er í rauninni. Ég, X og vinkona mín (A), vorum öll inni í íbúðinni okkar, en svo fannst mér að ég þyrfti að fara með rusl út í ruslatunnu. Ég gerði það, en fann ekki ruslatunnuna vegna breyt- inga á umhverfinu og gekk af stað t leit að tunnunni. Ég fór fram hjá mörgum húsum og fór loks inn í eitt húsið og spurði mann sem ég sá í ganginum (þetta var einhvers- konar blokk), hvort hann vissi um ruslatunnu Ég hélt ennþá á ruslinu, sem var í plastpoka, í hendinni. Maðurinn gat sagt mér hvar ruslatunnu var að finna og fann ég hana í húsagarðinum og henti ruslinu í hana. Þegar ég ætlaði svo að halda heim aftur var ég orðin rammvillt. Ég kom auga á strák, sem var á Hondu og hann spurði mig, hvort hann ætti að skutla mér heim. Ég þáði það, en skildi ekki hvernig hann gat vitað að ég var villt. Þegat eg ætlaði að setjast á Honduna kom oskubíll og mennirnir í honum bönnuðu stráknum að keyra mig heim, en vildu gera það sjálfir. Þeir óku mér síðan neðst á Skólavörðustíginn, en það er ekki langt frá heimili mínu, og fór ég þar úr bílnum og gekk upp Skólavörðustíginn. Þeg- ar ég var um það bil hálfnuð upp eftir götunni fannst mér gamall maður i s'vörtum frakka og með svartan pípuhatt vera að elta mig og ætlaði hann að nauðga mér. Ég tók til fótanna og stakk hann af. Loksins komst ég heim og brá mér þá heldur en ekki í brún. Ég kom inn í herbergi, sem jafnframt er stofa, og sá X sitja þar í hæginda- stól, sem ég á, og er hann gulur á litinn. (Þessi stóll er í rauninni ekki i íbúðinni). X hélt á A og fannst mér þau hafa verið að kela. Ég fór að gráta og skammaði X, en þau fóru þá bara að hlæja og sárnaði mér það. Seinna fannst mér X vera að segja mér, að þau hefðu ekkert verið saman og skammaði hann mig fyrir að hafa haldið eitthvað um þau. Þau hefðu bara verið að tala saman, en ég vissi ekki hvort ég áui að trúa honum. Þannig endaði draumurinn, en hann var allur mjög dimmur og drungalegur. Með þökk fyrir birtinguna. Heiða. Mig dreymdi Draumurinn boðar þér gæfu í hjónabandi og góða hei/su. Þú verður senni/ega fyrir einhverju happi á næstunni og þá í sam- bandi við peninga. Um tíma getur /itið ílla út i sambandi við giftingu þina, en úr því mun þó rætast. Tefldu ekki i tvísýnu. Áhyggjur, erfiðleikar eða óvænt mótlæti á vinnustað, sem gæti jafnvel verið af völdum ættingja þinna fá mjög á þig. Þú verður að taka því með jafnaðargeði og reyna að kippa öllu í lag. Á FLÓTTA Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða þennan draum, hann er raunar tvískiptur. Fyrri parturinn er eitt- hvað á þessa leið. Það átti að fara að ferma mig, (tek það fram að það er löngu búið að ferma mig) og var flest af skyldfólki mínu heima, en þó vildi enginn koma með. mér til kirkj- unnar. Ég leit út um gluggann og sá að krakkarnir voru að tínast að úr öllum áttum. Ég var kominn í dálítið tímahrak að mér fannst. Alltíeinu fórég að gráta. (En ég er ekki viðkvæm.) Mamma rak mig þá af stað og fannst mér ég óskaplega einmanna, en fór þó af stað. Þegar ég kom inn voru allir krakkarnir komnir í röð og áttu að fara að ganga inn. Ég flýtti mér í minn stað og svo gengum við inn, og settumst fyrir framan altarið. Einn sálmur var sunginn no. 740. (En ég hef ekki fundið svo hátt númer í sálmabók). Það var engin altarisganga. Og fannst mér þetta mjög stutt athöfn. Seinni parturinn er hinsvegar af allt öðrum toga spunninn. Mér fannst sem ég væri úti, á alókunnugum stað. Ég var á leið upp brekku og sá glytta í eitthvað, ég tók það upp og reyndist það þá vera einseyringur. Ég leit á bakhlið hans og sá ártalið mjög greinilega, en það var 1664. Hélt ég síðan áfram og kom á sléttlendi. Allt í einu sé ég unga stúlku koma hlaupandi í átt til mín. Hún var með barn á handleggnum, þó- nokkuð stórt. Dálítinn spöl á eftir henni var frekar roskinn maður. Ég þekkti hvorugt þeirra. Stúlkan nálgaðist mig óðum en maðurinn dró á hana. Hann náði henni, hún sleit sig lausa, en hann hélt barninu. Nú var hún komin alla leið til mín og fannst mér að hún segði mér að hún væri munaðarlaus, og ætlaði sér að strjúka frá honum. Hún hljóp síðan af stað og slóst ég íför með henni. Við hlupum nú út af veginum, en lentum í mýri. Hún óð mýrina eins og ekkert væri, en ég festist, þegar við vorum alveg að koma að girðingu. Hún hljóp þá til baka og dró mig áfram. Við komumst eftir illan leik yfir girð- inguna og vorum báðar útataðar í mýrarrauðu. Við áðum þar og horfðum á manninn, sem öslaði mýrina með barnið á handeggnum, og festist þar. Vildi hún þá ólm fara og ná í barnið, sem grét og kallaði mamma, en ég sagði henni að við gætum sótt það seinna. Féllst hún á það, því maðurinn var í þann mund að losna. Svo hlupum við aftur af stað. Eftir smáspöl kom- um við að háu moldarbarði, sem var snarbratt. Ég straukst aðeins við það og hrundi moldin þá viðstöðulaust. Hún var mjög þurr og rauk upp moldarmökkur. Ég leit nú til hægri og sá þá að stúlkan var langt komin upp á barðið, mér sýndist eins og það væru steintröppur sem hún gekk á. Hún rétti mér hendina, og ég gekk upp þessar tröppur. Þegar við komum upp á brún sáum við hús ekki langt frá. Stefndum við nú að því. Gekk það vel og við vorum komnar að húsinu eftir stutta stund. Dyrnar stóðu opnar og gengum við því inn, en þar var allt mjög hrörlegt. Ég vildi ekkert stoppa þarna, en hún sagði að það væri örugglega miklu betra að fela sig þarna það sem eftir væri dagsins. Vtð fórum nú að líta í kringum okkur og sá ég tvær síldartunnur, sem voru alveg tand- urhreinar. Ég stakk upp á því að við færum ofan í tunnurnar og hún tók vel í það. Hún komst með naumindum í aðra, en ég komst alls ekki í hina. Fór ég því að leita að betri stað og sá þá mjóa hurð. Það var eins og spýta væri negld lárétt fyrir dyrnar ofarlega. Ýtti ég aðeins við hurðinni og hún laus, en inni fyrir var mikið timbur og ég fóraðtína það út. Þá heyrði ég að einhver var að koma, tróð mér inn fyrir og gat með naumindum komið hurðinni í sömu skorður. Við þetta vaknaði ég. Sigga. Þessi draumur er alveg skilinn i tvo hluta. Sá fyrri boðar þér óvæntan gróöa og gleði. Einnig er hann fyrir hamingju í hjónabandi. Síðari hlutinn er af öðrum toga spunninn. Hann er í rauninni alls ekki gæfulegur. Ýmsir erfiðleikar munu steðja að þér. Einhver hindrun verður á vegi þínum, en þér tekst að yfirstíga hana með erfiðismunum. Aðrir erfiðleikar og niðurlæging stafa sennilega af snöggum umskiptum í lífi þínu og eru hið mesta ólán. Ofan á a/lt saman bætast svo einhverjar slæmar fréttir, sem þú mátt búast við innan skamms. Liklega get- urðu kennt einhverri ákveðinni persónu öll þessi ósköp, en þaö væri ekki viturlegt. Sennilega verðurðu hamingjusöm, þegar þetta er a/lt saman afstaðið. FULLT AF PENINGUM Kæri draumráðandi Mig dreymdi fyrir skömmu að ég væri stödd hjá kunningja mínum, en hann á heima langt í burtu. Fannst mér hann ákaf- lega glaður í bragði og sagðist þurfa að sýna mér dálítið. Hann gekk síðan að rúmi og dró undan því meðalstóran kistil. Þeg- ar hann opnaði kistilinn ætlaði ég varla að trúa mínum eigin augum. Hann var kúffullur af peningum. „Langar þig til að eiga þetta?" spurði kunningi minn. Ég kom ekki upp nokkru orði og varð alveg gáttuð þegar hann lokaði kistlin- um og rétti mér hann. ,,Ég hef ekkert með þetta að gera", sagði hann og þannig endaði draumur- inn. Ég vona að þú getir ráðið þetta fyrir mig. Með fyrirfram þökk, I.B.M. Þessi draumur veröúr ekki ráð- inn nema á einn veg. Þú færð óvænt mikla peninga, líklega arf og veist var/a hvaðan á þig stendur veðrið. Draumurinn er því sennilega til viðvörunar, svo aö þú eyðir ekki þessum fjármunum í einhverja vitleysu. 64VIKAN 6. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.