Vikan


Vikan - 10.02.1977, Blaðsíða 58

Vikan - 10.02.1977, Blaðsíða 58
Ég var staddur í London hjá vini mínum Townsend major. Við éttum ánægjulegar samverustundir, og þar kom spjalli okkar, að majorinn, sem var af léttasta skeiði, sagði: — Hugmyndir þínar eru einstak- ar, og sú síðasta er afar frumleg, ég hefi hugleitt hana og komist að þeirri niðurstöðu, að hún sé góð. Skrifaðu hana niður fyrir mig. Ég skrifaði: — Aðalatriðin má orðastuttoglaggott. — „Enginná að fá leyfi til að gegna herþjónustu, eða taka þátt i stríði, fyrr en hann (hún) hefur náð sextugsaldri”. — Ekki svo vitlaust, bættu við smá athugasemd málinu til stuðn- ings, takk. Ég skrifaði: — Þvi skyldu ekki eldri og reyndari manneskjur berj- ast, í staðinn fyrir að þræta sífellt i Genf, London og París engum til gagns og senda síðan æskufólkið í stríð og eýðileggingu? Að mati unga fólksins er litill skaði skeður, þótt einhverjir hellist úr lestinni af eldri kynslóðinni. Og friður myndi haldast án alltof mikilla útgjalda. — Humm, en ekki verður komist hjá herþjálfun. — Offisera tignin verður auðvitað áfram við lýði eins og nú er. Að sjálfsögðu, þá er ég með á nótunum, sagði hann alvarlega. Ef stjórnin er ekki ákveðin og aðhald strangt, rennur allt út í sandinn. — En aliar þjóðir heims verða fyrst að komast að samkomulagi um málið, þetta er greinilega mál fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Majorinn var afskaplega áhuga- samur um málið, og ég gerði það að tillögu minni, að hann kynnti uppástungu okkar i stuttu bréfi. En ekki aldeilis, hann vildi vinna þetta vel, tillagan átti að vera svo ýtarleg, að ekki yrði vafi um nokkurt atriði og viðkomandi gætu samþykkt hana athugasemdalaust. Það átti að senda hann til Trinidad, þar gæti hann unnið að málinu. Ári síðar skrifaði hann mér og bauð mér til sin, til lengri eða skemmri dvalar, hann sagðist búa Alternatorar og startarar V / Chevrolet, Ford, Dodge, Wagoneer, Fiat o. fí. í stærð- unum 35-63 amp. með eða án innbyggös spennustillis. VERÐ Á ALTERNATOR FRÁ KR. 10.800. VERÐ Á STARTARA FRÁ KR. 13.850. Amerísk úrvalsvara. Póstsendum. mjög þokkalega. Ég fór til Trini- dad, ég vissi, að hann hafði erft gamlan, ríkan frænda sinn i Kent. Hann tók mjög hlýlega á móti mér, ásamt „Daisy” nokkurri. Hann var búinn að skrifa fimm hundruð blaðsíðna handrit um tillögu okkar, og mér til óskaplegrar skelfingar átti ég nú að lesa þetta. Majorinn var að skrifa síðasta kaflann, og það var afar heitt þennan dag. Svo sem kunnugt má vera er Port of Spain í Trinidad ókristilega nærri miðbaug, aðeins 10° norðar. Hann horfði á ambátt sína, blökkustúlkuna Daisy: — í dag er svalara í Hades, ég er sérstaklega ánægður með, að kona min skuli vura i Englandi, ég vona, að hún verði þar sem lengst. Siðast þegar hún skrifaði sagðist hún ekki hafa áhuga á að láta steikja sig. Auk þess er hún dauðhrædd við mýs og þvælir um músaveiki. Daisy tók það fram, að hún hefði séð þetta bréf og að hún væri einnig mjög glöð yfir að frú Townsend byggi í Englandi. Svo deplaði hún augunum glettnislega til okkar og Músagildran Englendingar eru svo smámunasamir að þeir gera veður út af minnstu smáatriðum. Hér fáið þið að heyra, hvað músagildra getur valdið miklu fjaðrafoki. dansaði út í eldhúsið til að búa til ávaxtasalat. Majorinn kunni að njóta lífsins. Hann og sæta Daisy bjuggu ein í þessu stóra húsi. Á skrifborðinu og i loftunum gengu vifturnar hljóð- laust og unnu sitt gagn. Stórt glas með viskíi og sóda stóð í litlu ísboxi rétt hjá honum, og vindillinn hans var mildur og ilmaði dásamlega. Hann var klæddur hvitum bux- um og silkiskyrtu, það var komið að kaflalokum, hann horfði út yfir hafið og lét sig dreyma, — tók frægðina út aðeins fyrirfram. Bókin BÍLARAF HF. Borgartúni 19 . Sími 24 700 myndi vafalaust vekja afskaplega mikla athygli. Friðarverðlaun Nob- els? Hann brosti og strauk yfirvara- skeggið og tautaði með sjálfum sér: Alls ekki óhugsandi, alls ekki.... Þá heyrðist skerandi vein úr eldhúsinu, og blóðið fraus í æðum majorsins. Majorinn greip bókahnífinn og þaut fram í eldhúsið, fús að fórna lifi sínu fyrir Daisy. Hermaður hefur ekkert um að velja. Daisy stóð uppi á eldhúsborðinu og öskr- aði, svo að hljóðhimnur majorsins titruðu, og starði skelfingu lostin út í horn. Majorinn dró andann léttar, tók sér um hjartað og sagði gremjulega: — Hamingjan sanna Daisy, þetta er bara litil mús. Hættu þessum óhemjugangi. Daisy var mikið niðri fyrir og sagðist bara vera i pjötlubuxum og það væri aldrei að vita, upp á hverju mús gæti tekið. En henni var strax rórra og hoppaði ofan af borðinu liðug eins og köttur og hjúfraði sig upp að majornum. Þau horfðu forvitnum augum á mýslu litlu, sem át gráðugt ostinn i músagildrunni. Þetta var gulur, feitur og sterkur enskur ostur. Músagildran var ný og auðvitað frá góðri enskri verk- smiðju. Majorinn keypti eingöngu enskar vörur, ef þær voru til. Hann var mjög gramur yfir því, að smjör, flesk og egg komu frá Danmörku, sardinurnar frá Noregi, og eldspýt- ur varð hann að kaupa, sem fluttar voru inn frá Svíþjóð. Músin var full trúnaðartrausts, og svo var hún svöng og grunaði ekki, að hún sæti í músagildru, og hún hafði aldrei gætt sér á betri mat enþessumosti. Majorinnhafði keypt músagildruna um morguninn að undirlagi Daisy. Músin nagaði ostinn af ákafa og 58VIKAN 6. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.