Vikan - 10.02.1977, Blaðsíða 29
„Fyrir borð með þau,” grenjaði
skipstjórinn. „Fyrir borð með þau.
Við verðum bráðum búnir að
hreinsa skipið af þessu.”
Hann stóð í vegi fyrir mér, svo að
ég gat ekki komist hjá að koma við
öxl hans til að komast á þilfarið.
Honum brá, og hann sneri sér við
og skjögraði nokkur skref aftur á
bak og starði á mig. Enga sér-
þekkingu þurfti til að sjá, að
maðurinn var enn drukkinn.
„Halló,” sagði hann kjánalega,
og svo kom glampi i augu hans og
hann sagði: „Nú, það er herra —
herra — ?”
„Prendick,” sagði ég.
„Fari það nafn bölvað,” sagði
hann. Þegiðu — það er nafn yðar.
Herra Þegiðu.”
Það var tilgangslaust að svara
þrælmenninu. En ég átti vissulega
ekki von á því, sem hann gerði
næst. Hann rétti út handlegginn í
átt til gangsins, þar sem Mont-
gomery stóð á tali við þykkvaxinn,
hvíthærðan mann í óhreinum, blá-
um flónelsfötum, en só maður var,
að því er virtist, nýkominn um
borð.
„Þessa leið, bölvaður herra
Þegiðu. Þessa leið,” öskraði skip-
stjórinn.
Montgomery og félagi hans sneru
sér við, ó meðan hann talaði.
„Hvað meinið þér?” sagði ég.
„Þessa leið, bölvaði herra Þegiðu
— það er það, sem ég meina. Fró
borði, herra Þegiðu — og það fljótt.
Við erum að hreinsa til á skipinu,
að hreinsa allt blessað skipið. Og frá
borði farið þér.”
Ég starði á hann forviða. Svo
datt mér í hug, að það var einmitt
það, sem ég vildi. Komast hjá því
að ferðast sem eini farþegi þessa
þrætugjarna drykkjurúts. Ég sneri
mér að Montgomery.
„Getum ekki tekið við yður,”
sagði félagi Montgomerys stutt-
lega.
„Þér getið ekki tekið við mér,”
sagði ég hissa.
Hann hafði hreinskilnasta og ein-
beittasta svip, sem ég hafði nokk-
urn tíma séð.
„Heyrðu,” sagði ég og sneri mér
að skipstjóranum.
„Frá borði,” sagði skipstjórinn.
„Þetta skip er ekki lengur fyrir
skepnur og mannætur og þó, sem
eru verri en skepnur. Af skipinu
farið þér... herra Þegiðu. Ef þeir
geta ekki tekið yður, siglið þér yðar
sjó. En allt um það farið þér. með
vinum yðar. Ég hef lokið afskiptum
mínum af þessari blessaðri eyju að
eilífu, amen. Ég er búinn að fá nóg
af henni.”
Ég skaut máli mínu til Mont-
gomerys og sagði: „En, Mont-
gomery.”
Hann geiflaði neðri vörina og
kinkaði kolli vonleysislega til grá-
hærða mannsins við hlið hans til að
sýna getuleysi sitt til að hjálpa mér.
„Ég skal bráðum sjá fyrir yður,”
sagði skipstjórinn.
Síðan byrjaði einkennileg deila
þriggja manna. Ég skaut máli mínu
til skiptis til þessara þriggja
manna, fyrst til gróhærða mannsins
og bað hann að hleypa mér í land,
og svo til skipstjórans og bað hann
að hafa mig um borð. Ég bað sjó-
mennina meira að segja innilega og í
grátklökkum tóni. Montgomery
sagði ekki orð, hristi bara höfuðið.
„Þér farið af skipinu, skal ég
segja yður”, var viðkvæði skip-
stórans... Bölvuð séu lögin! Ég er
konungur hér.”
Ég verð að játa, að rödd min
brast, þegar að mér var beint
öflugri hótun. Ég fann til ónota-
legrar ímyndunarveiki og fór aftur á
og starði út í bláinn, dapur i bragði.
Á meðan gekk sjómönnunum vel
vinnan við að skipa upp pökkunum
og dýrunum í búrum sínum. Stór
bátur með tvö ferhymd segl lá hlé-
megin við skonnortuna, og út i
hann var hinu undarlega farangurs-
samansafni skipað. Ég sá ekki þá
verkamennina frá eyjunni, sem
tóku við pökkunum, því að skips-
hliðin huldi fyrir mér skrokk báts-
ins.
Hvorki Montgomery né félagi
hans veittu mér hina minnstu
athygli, en störfuðu að því að
aðstoða og leiðbeina þeim fjórum
eða fimm sjómönnum, sem voru að
afferma skipið. Skipstjórinn fór
fram á, en var til trafala fremur en
aðstoðar. Ég var til skiptis örvænt-
ingarfullur og vonlaus. I eitt eða
tvö skipti, á meðan ég stóð þarna og
beið eftir, að allt mundi lagst, gat
ég ekki staðið á móti hvöt, sem
greip mig til að hlæja að hinum
ömurlegu vandræðum mínum. Ég
var öllu vansælli vegna þess, að ég
hafði ekki fengið morgunmat.
Hungur og vöntun á blóðkornum
draga alla karlmennsku úr mönn-
um. Mér var vel ljóst, að ég hafði
Concorde
krefst fyílsta
öryggis og
notar þvt
hjólbarda
Kléb’eí
Vetrarhjólbarðar
nýkomnir
STÆRÐIR:
145 X 10
133 X 13
145 X 13
145 X 14
175 X 14
185 X 14
135 X 15
165 X 15
HAFRAFELL HF.
CRETTISGÖTU 21
SlMI 23511.
EYJfl
DR.MOREAUS
6. TBL. VIKAN 29