Vikan


Vikan - 10.02.1977, Blaðsíða 44

Vikan - 10.02.1977, Blaðsíða 44
Framhaldssaga Áður en Hannes og Dóra ætt- leiddu hana var hún skrifuð Hans- dóttir. Og einhverju sinni er hún spurði ömmu sína, hvort pabbi hennar væri lika dáinn, svaraði amma því tii, að hún ætti að visu föður á íslandi, en hann hefði aldrei skipt sér neitt af henni. Gróa fann, að amma hennar vildi ekki ræða þetta mál neitt frekar og hana grunaði, að þessi faðir sinn hefði ekkert viljað með sig hafa, vegna þess hve fötluð hún var. Hann skal þó aldeilis fá að sjá, að hún er ekkert til að skammast sín fyrir. Bara að hann sé ekki dáinn. Henni liggur við að hlæja upp- hátt, þegar hún gerir sér í hugar- lund upplitið á íslendingum, þegar hún birtist. Þetta sumar líður undrafljótt. Gróa og Emil fara til Kanada og er vel fagnað. Ættingjar Gróu þar nyrðra eru í sjöunda himni yfir hve vel henni farnast og hve hamingju- söm hún er og hún nýtur lífsins i rikum mæli. Eftir Kanadaferðina fara þau til NewYork. Þarhittaþau Careen, sem nú er frú Cramer, og mann hennar. Gróa fær vinkonu sín með sér i heimsókn til McGrain læknis. Minnug orða frú Hamiltons ætlar hún að vita vissu sína um hæfni til hjúskapar og barneigna. Dr. Mc Grain tekur henni vel að vanda og segir henni, að henni ætti alveg að vera óhætt að eignast eitt eða työ ► börn, og hvað ,,því” viðkemur þurfi hún engar áhyggjur að hafa. Hún hljóti að vera eins góð og hver önnur í þeim efnum. En þegar Gróa nefnir áhyggjur sínar, vegna vænt- anlegrar arfgengi bæklunar sinnar telur hann þær óþarfar. Enginn í móðurætt hennar hefur verið svona og enginn í ættum van Goreks. Hún þarf engar áhyggjur að hafa. Alsæl yfirgefur hún lækninn. Að lokinni dýrðarviku í New York fer Gróa ásamt Cramerhjón- unum til Evergreen. Þar ætlar hún að dvelja fram i september, en þá ætlar hún aftur til Sundale og dveljast þar um veturinn. Hún vill ekki sleppa hendinn af litlu vinkonu sinni að svo stöddu. Emil hverfur að störfum sínum í Washington. Hann ætlar að stunda nám i flugi þennan vetur, svo hefur hann hugsað sér að eignast eigin flugvél til þess að vera fljótari i ferðum, er hann þarf að sinna erindum sínum. Gróu verður stundum hugsað til þess, hvað amma hennar myndi segja, ef hún vissi, að litla stúlkan hennar ætlaði að giftast manni, sem flygi um loftin blá. Þetta er ævintýri líkast. En samt er i Gróu einhver beygur vegna flugsins. Hún er ákaflega lofthrædd sjálf og getur ekki hugsað sér að stíga upp i flugvél. Og henni er ekkert vel við að vita af elskunni sinni svona í lausu lofti. Þegar Gróa kemur aftur til Sundale er henni fagnað eins og prinsessu. Hún er með gjafir handa öllum og gleðst yfir að sjá hrifningu vina sinna yfir því sem hún færir þeim. Haustið liður i friðsæld. Gróa er niðursokkin í vinnu sína og í tómstundum er sífellt verið að bjóða henni í heimsóknri út um hvippinn og hvappinn ásamt Palmer-hjón- unum og Emil, þegar hann dvelur þar hjá þeim. Um jólin eru sífelld gestaboð og heimsóknir og litið um næðisstund- ir. Eitt kvöldið situr Gróa uppgefin i herbergi sínu, þegar Emil kemur inn til hennar. Hann sest hjá henni og leggur handlegginn utan um hana. Þreytt og sæl hvílir hún hþfuðið við öxl hans. Hlý hönd hans gælir við háls hennar. Skyndilega tekur hann fast utan um hana og snýr henni að sér. „Elskan min, við hefðum átt að gifta okkur núna um jólin. Þó svo við hefðum orðið að búa ó hóteli til vors, hefði það ekkert gert til, bara ef við hefðum fengið að vera saman. Ég hata þá tilhugsun að þurfa að yfirgefa þig. Það er eins og að mér sæki illt hugboð um, að ég eigi að missa þig.” Hann er svo alvörugefinn og rödd hans svo döpur, að Gróa finnur til skelfingar. Hún grúfir sig í fangi hans og svarar kossum hans af ákefð, er varir hans leita hennar. Langa stund eru þau í innilegum og ástríðufullum faðmlögum, en oks losar hann tök sín á henni, cyssir hana laust á ennið, býður góða nótt og gengur fram. Morguninn eftir, þegar Gróa kemur á fætur er hann farinn í áríðandi erindagjörðum til Wash- hington. Á fögru og kyrrlátu janúarsíðdegi kemur Gróa út úr leikherbergi barnanna og mætir Nursie á gang- inum, Nursie segir henni, að frú Palmer þurfi að tala við hana í bókaherberginu. Gróa hraðar sér niður og opnar dyrnar. Inni eru hjónin bæði og er þeim sýnilega mjög brugðið. Frú Palmer er náföl og bregður klút að augum sér, en Adrian Palmer heldur á simskeyti í titrandi hendi. Hann gengur móti Gróu, tekur báðar hendur hennar í sínar og segir: ,,Kæra vinkona. Við höfum feng- ið hræðilegar fréttir. Flugvélin hans Emils hrapaði við Pittsburg i morgun og hann er dóinn.” Gróu finnst, sem herbergið snúist í hringi. Hún grípur báðum höndum í barm sér, svo hnígur hún niður. öðru sinni á ævi sinni er Gróa á leið yfir Atlantshaf. Hún er á leið heim til Islands. Ekki sem sigrandi drottning við hlið glæsilegs eigin- manns, eins og hún hafði látið sig dreyma um í fyrrasumar. Þetta er föl og niðrubeygð ung kennslukona, ranamædd á svip. Eftir dauða Emils hefur Gróa ekki á heilli sér tekið. Það var sama, hvernig reynt var að hughreysta hana, hún var óhuggandi. Eftir jarðarförina herti hún sig upp af öllum mætti og stundað eftir það skyldustörf sin af kostgæfni og alúð, eins og ætið. Enda var það helst Cora May með ástúð sinni og hjartahlýju, sem gat leitt huga hennar frá sorginni. WVIKAN 6. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.