Vikan - 10.02.1977, Blaðsíða 12
Oftast er það móðirin, sem
misþyrmir barninu sínu.
Flestir verða ergilegir yfir barni,
sem skælir mikið, en venjulega
þolum við það. Oftast er eitthvað
að hjá þeim foreldrum, sem
misþyrma börnum sínum. Og
oftast er það móðirin, — móðirin
hefur líka meira af börnunum að
segja, meiri ábyrgð, og hún er sá
aðili, sem mest er ein með þeim
og verður það, ef hjónabandið fer
út um þúfur.
— Það er mjög algengt aö
örvæntingarfull móðir, sem finnst
hún vera yfirgefin gerist sek um
slíkt. Barnsfaðir hennar veldur
henni vonbrigðum, eða skilnaður
stendur fvrir dyrum. Sjálf er hún
Ht> er alein með barni sínu og
mjög óhamingjusöm, dagarnir eru
erfiðir, lífið vonlaust. Hugarástand
hennar hefur áhrif á bamið. Það
vill ekki borða, sefur illa á næturn-
ar. Og öskrar. Það er meiri en
hennar fínu taugar geta þolað.
Hún þeytir krakkanum frá sér og
segir honum að halda kjafti...
Og það hljóðnar inni. Litla
barnið hefur misst meðvitund,
þegar höfuðið skall í gólfið — eða
var það í borðbrún? Barnið henn-
ar, sem henni þykir svo vænt um.
Hún kemur til sjálfrar sín, hraðar
sér á slysavarðstofuna og útskýrir
fyrir þeim, að þetta hafi verið
óhapp, barnið hafi dottið ofan af
borði eða niður tröppur...
Þetta er algengt dæmi um
misþyrmingu á barni.
■Eftirfarandi grein er byggð á
samtai/ við formann
barnaverndarráðs Os/óborgar,
og þótt hún fjalli um
vandamá/in þar um s/óðir; eiga orð
hans áreiðaníega ekki síður
erindi ti/ ís/enskra /esenda.
Hann segir meða/ annars,
að stærsti h/uti þeirra, sem
misþyrma börnum, sé
örvæntingarfullar mæður, sem séu
fullar vonbrigða, finnist þær
yfirgefnar og hafi ef ti/ vi// sjá/fum
verið misþyrmt íæsku. Einn daginn
ha/da þær ekki /engur út,
einn daginn brestur stíf/an...
að gefast upp. Og ef einhver
vandræði verða með barnið, getur
hún gripið til óhugsaðra aðgerða,
sem gætu haft örlagaríkar afleið-
ingar.
Það er Egil Egeland, formaður
barnaverndarráðs Oslóborgar,
sem svo mælir.
— Áttu við að börnin gætu
látist, af völdum móðurinnar?
— Ég veit ekki til þess að börn
hafi látið lífið hér í Osló af völdum
misþyrminga. En barnið getur
hlotið varanlega skaða, svo að
það verður öryrki allt sitt líf, og
það er varla betra. Það kemur
fyrir, að þau missa bæði vitið og
allan mátt.
Þegar lögreglan er kölluð á heim-
Hin til að sti/la til friöar...
— Hvernig uppgötvast mis-
þyrmingar á börnum?
— Oft er það læknirinn, sem
verður tortrygginn, en undarlega
fá tilfelli eru tilkynnt barnaverndar-
nefnd eða lögreglunni. Læknirinn
kveinkar sér við að tilkynna eitt-
hvað, sem hann hefur grun um,
en ekki vissu. Stundum eru það
nágrannarnir, sem hafa samband
við lögregluna. Heimiliserjur eru