Vikan


Vikan - 10.02.1977, Blaðsíða 23

Vikan - 10.02.1977, Blaðsíða 23
lífi, sem fullnægir þörfum hennar fyrir tilfinningalegt jafnrétti á við karlmenn. Hún skiidi við eiginmann sinn, þegar bókin um Isadóru varð fræg. Hún lærði að vera ein, þegar styrinn stóð um bókina og lærði af mistökunum í hjónabandi sinu. EKKI MJÖG METORÐAGJ ÖRN. — Áður fyrr var ég ákaflega metorðagjörn og vildi rtá sem mestum frama. Nú tek ég það aftur á móti rólegar og læt mig dreyma um aðra hluti í lífinu, eins og búgarð uppi í sveit, grænmetisrækt og að byggja hundakofa. — Mér finnst frægðin hafa veitt mér nýjan skilning. Ég er loksins laus við alla feimni og þori nú að koma fram hvar sem er. Það þýðir samt ekki, að Erica Jong ætli nú að draga sig i hlé og hætta að skrifa. Hennar gamla persóna, ísadóra Wing, lifir í henni sjálfri og mun brátt birtast aftur á prenti í framhaldi af metsölubók- inni. Likingin við eigið líf Ericu Jong er augljós og hún gerir heldur ekkert til þess að dylja það, að hún skrifar um sjálfa sig. — Henry Miller spurði mig: eftir Ericu Jong 6. TBL.VIKAfT23 ALLS ENGIN FYRIRMYND. Margir gagnrýnendur sögðu opinberlega, að ég vildi koma inn hjá fólki nýrri frjálslyndishugmynd og einnig, að líf Isadóru væri fyrirmynd vergjarnra kvenna. I rauninni var hún miður sin, og þegar hún reyndi að verða frjáls, hafði hún enga fyrirmynd nema lif karlmanna. Nú hefur Erica Jong lært að vera sjálfstæð — rétt eins og Isadóra í bókinni. Hún hefur hafið nýtt líf, þar sem hver og einn sér um sig sjálfur. Núna býr hún með rithöfundinum Jonathan Fast. — Okkar á milli er vináttu- og ástarsamband, sem ég hafði lengi haldið, að ekki væri tii i slikri mynd. Ég held, að min eigin frægð hafi haft mikið að segja. Ég þarf ekki lengur að fela mig bak við aðra persónu. Ég veit, að núna er ég eitthvað. Ég er alvarleg vinnandi kona. — Eiginlega ættu stúlkur ekki að gifta sig, fyrr en þær eru komnar yfir þrítugt. Það er hræðilegt að vera tvítug og finna, að maður er bara litil stúlka í konulíkama. — Ég vildi verða fullorðin og trúði því, að ég yrði það, þegar ég fyndi mann, sem gæti verndað mig. Ég sé sjálfa mig fyrir mér, hvernig ég leitaði að föður. Ég gifti mig, þegar ég var 21 og uppgötvaði þá, að ósjálfstæðinu var ekki lokið með því. — Þvi miður er það þannig, að frjálsræðið, sem maður hefur — að minnsta kosti i þessu sambandi — byggist að mestu leyti á peningum. Það hjálpaði ekki, að faðir minn og maðurinn minn voru báðir efnaðir. Pepingar þeirra voru ekki notaðir handa mér, heldur gegn mér. Ég man eftir þvi, þegar ég fór eitt sinn til pabba og bað hann um peninga, svo að ég gæti leigt mér íbúð i bænum. Hann sagði nei, og með því móti voru peningarnir notaðir til þess að halda mér heima. Margir foreldrar kunna því illa, að börnin þeirra vaxi úr grasi. KONUR VERÐA MÆÐUR ALLRA. Skyldi Erica telja, að það færi öðrum konum aukna ábyrgð — að „Hvers vegna ertu svona hreinskil- in, þegar þú skrifar um sjálfa þig? Menn skrifa skáldsögur og ljóð, en það er allt annað að skrifa um sjálfa sig.” — Ég er ekki sammála, segir Erica Jong. — Ég trúi því ekki, að fólk eigi svona hræðilega mörg leyndarmál. Hver eru leyndarmál okkar? Allir stunda sjálfsfróun, allir hafa haldið framhjá, margir hafa kynferðislega reynslu. Ég get ekki skilið, að fólk á okkar þróunarstigi skuli bara vilja hlusta á pólitískar lygar og viðskiptamál, en kynlíf á að vera eitthvert einkamál. Kynlíf gerir mjög fáum mein. Kynlif er eðlilegt og ánægulegt. Erica Jong heldur, að hún hafi sjálf fundið leið til þess að lifa því Nýbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.