Vikan


Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 2

Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 2
VIÐTAL VIÐ LISTAMANNINN STEINGRÍM SIGURÐS 5 Vikan 12. tbl. 39. árg. 24. mars 1977 Verð kr. 350 GREINAR:______ 54 Maria eignaðist þríbura — tvo hvíta og einn brúnan. VIÐTÖL:____________________ 2 Lífið er ekkert annað en styrjöld. Viðtal við listamann- inn Steingrím Sigurðsson. 14 „Þess bera menn sár.” Rætt við Hannes Þórarinsson lækni á kynsjúkdómadeild Heilsu- vemdarstöðvarinnar. SÖGUR: 18 Eyja dr. Moreaus. 8. hluti framhaldssögu eftir H. G. Wells. 38 Hættulegur grunur. Fimmti hiuti framhaldssögu eftir Zoe Cass. 44 Peningur upp á rönd. Smásaga eftir Einar Loga Einarsson. FASTIR ÞÆTTIR: 7 Poppfræðiritið: Cat Stevens. 9 í næstu Viku. 10 Póstur. 12 Nýr þáttur um kvikmyndir: Á spólunum. 17 1 eldhúskróknum. 23 Heilabrot Vikunnar. 25 My ndasögublaðið. 35 Tækni fyrir alla. 36 Á fleygiferð: Mazda 323. 40 Stjörnuspá. 42 Hadda fer í búðir. 48 Mig dreymdi. 49 Matreiðslubók Vikunnar. ÝMISLEGT: 52 Hengirúm fyrir ungbamið. Lífið er ekkert a Endur fyrir löngu gaus myndarlegur hver uppi á brekku fyrir ofan aðalbyggðina í Hveragerði, og menn byggðu kaffistofu skammt frá handa ferðamönnum, sem komu að sjá hverinn. Af hvernum er nú ekki annað eftir en kulnaður stólpi, en í kaffistofunni góðu, Hlíðarhaga, er ennþá gosið öðru hverju. Þar býr nú Steingrímur Sigurðsson ásamt fjölskyldu, og þaðan gerir hann útrásir til Selfoss, þar sem hann hefur vinnustofu, og vitt um landið til þess að mála og halda sýningar. Steingrímur er umdeildur, enda bindur hann ekki bagga sina sömu hnútum og samferðamenn. ulaði og reynir að ryðja svo til í galleríinu, að við getum tyllt okkur niður. Ég hlýt að játa, að ég er ekki fjarska kunnug vinnustofum list- málara, en ég er þó handviss um, að vinnustofa Steingríms er ekkert venjuleg. Tökum til dæmis inn- ganginn í það allra helgasta. Dyra- umbúnaður þar þjónaði eitt sinn sem botn i hjónarúmi, og hurðin var einmitt gaflinn. Húsgögn eru ekki mörg inni, en eiga sér sína sögu. Stólarnir eru úr búi föður hans, Sigurðar skólameistara, og upp við vegg stendur myndarlegur skápur, sem mun vera úr eldhúsinnréttingu, sem eitt sinn prýddi heimili Thors Jensen. Ég fæ mér sæti á bekk innan um bækur og blöð, liti og pensla, málningartuskur og segul- bandstæki, epli og spægipylsu, það síðasttalda leifar af hádegismatnum þennan daginn. — Ég er óskaplega hamingju- Suma þarf að dekstra til að fá við þá viðtal. Sumir þurfa langan um- hugsunarfrest og undirbúning. Ekki Steingrimur Sigurðsson. Ég hringdi til Hveragerðis og bað senda eftir Steingrimi, því enginn er síminn á núverandi heimili hans. Ég sagðist vera að hugsa um að líta til hans og hafa ljósmyndara með mér. — Já gjörðu svo vel, og verið þið velkomin. Ég verð i galleriinu minu hér á Selfossi. Ég skal eiga til nóg kaffi. Hvenær komið þið? Við ókum Hellisheiði í rigningar- sudda og fundum fljótlega galleríið að Austurvegi 33 á Selfossi samkvæmt tilvisan Steingrims. Jeppinn X 1235 stóð fyrir utan. Kjallaradyrnar stóðu opnar. Við runnum á óm af samræðum. Steingrimur hafði fengið góða gesti, kunningja frá Stokkseyri, þar sem hann bjó um nokkurt skeið og festi sérstakt yndi. Roðgúll berst oft i tal hjá Steingrími. Við þann Hann Jón Jón er alltaf að lcnda i einhverju, sagði Steingrimur okkur, og hann hafði varla sleppt orðinu, þegar Jón kom heim úr skólanum, holdvotur frá hvirfli til ilja. hafði ætlað að stytta sér leið yfir ána, en lent á bólakaf í hyl. stað batt hann miklar vonir, sem því miður brugðust honum. Hann hefur oft staðið i stríði um ævina, en uppgjöf er honum alltaf jafn fjarri skapi, á hverju sem gengur. „Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði,” segir hann, þegar mest gengur á. Um þessar mundir er sæmiieg kyrrð um Steingrím, hann unir sér ákaflega vel i Hveragerði og nágrenni og vinnur eins og forkur. Við knýjum dyra, og Steingrimur tekur okkur opnum örmum, býður upp á kaffi í krús og koníakssúkk- Lady Lacy 2. er bráðfalleg og fjörug, enda alin á beinasagi og vatni, sem Steingrímur segir það besta fyrir hunda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.