Vikan


Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 39

Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 39
EFTIR ZOE CASS rULEGUR GRUNUR föður þíns að innan. Myndirðu vilja sýna mér það?” „Já, en þú skrifaðir mér til Englands, að þú hefðir væntanleg- an kaupanda að því. Hvemig má það vera ef þú hefur ekki séð það að innan?” „Bóndabýli hér á Gozo eru öll mjög svipuð,” svaraði hann án þess að honum vefðist tunga um tönn. „Vini mínum finnst það vel staðsett og það skiptir meginmáli.” „Ætli ég geti ekki sýnt þér það við tækifæri,” sagði ég. „I dag?” „Æ, það er svo heitt 1 veðri,” andmælti ég, „fáum okkur heldur sæti hér á bekknum undir pálma- trénu.” Michael hikaði en leit síðan á úrið sitt. „Ertu tímabundinn?” spurði ég. „Nei, alls ekki.” Hann leit á mig ljósbrúnum augum sínum. „Þetta er miklu betra en að sitja við skriftir.” Eftir að hafa setið þarna i eina eða tvær mínútur í skugganum og hlustað á sjávarniðinn, sagði ég: „Ég skal sýna þér bóndabýlið, ef þú vilt bíða hérna á meðan ég fer og skoða bát föður míns.” Michael virtist sallarólegur. „Þú veist þá, að hann er hérna?” „Já, ég sá hann.” Ég leit á Michael. „Vissir þú ekki líka af honum?” „Allir eyjaskeggjar vita hvar hann er, en hann er enn i vörslu lög- reglunnar.” „Varla geta þeir neitað mér um að sjá hann?” „Sennilega ekki, en ertu viss um að þú kærir þig um það?” „Já,” sagði ég, „ég ákvað það á meðan við vorum að snæða hádegisverðinn. Á gönguferð okkar herti ég upp hugann. Við gengum yfir að lögreglustöð- inni og ég bar fram ósk mína við mann, sem þar var. Hann fór í innra herbergi og endurtók orð min við lögregluforingja. Yfirmaðurinn tók upp simann og við heyrðum hann spyrja eftir Rapa lögregluforingja. Eftir stutta stund kom yfirmað- urinn svo og sagði okkur, að við gætum farið og skoðað Francine, ef við óskuðum þess. Hann kvaðst skyldi útvega okkur mann til þess að róa okkur út að bátnum, en það mætti undir engum kringumstæð- um fjarlægja hann frá legufærun- um. Siðan bætti hann því við, að Rapa lögregluforingi væri fús til þess að fara með okkur sjálfur, ef við gætum beðið þangað til klukkan tíu i fyrramálið. „Ætli það sé ekki best að ljúka þvi af núna,” sagði Michael vingjarnlega. Ég hikaði andartak, en hristi síðan höfuðið. „Viltu ekki vera svo góður að segja Rapa lögreglu- foringja, að ég yrði honum mjög þakklát, ef hann gæti farið með mér á morgun.” Michael hleypti brúnum, þegar við gengum aftur út í sólskinið og sagði: „Er eitthvað að?” Ég setti upp dökk sólgleraugu og svaraði; „Nei, ekkert.” „Er ekki erfiðíu-a fyrir þig að fara með lögreglunni, heldur en vini þínum?” „Nei, þvert á móti. Auk þess bað ég þig ekki um að koma með mér út í bátinn, heldur einungis að bíða eftir mér á meðan ég færi þangað sjálf.” Ef marka mátti svipinn á andliti hans, þá hafði ég hitt á snöggan blett. Þegar við ókum í áttina að afskekktu húsi föður míns, sveigði Michael snöggt inn á troðninginn. Ég undraðist að hann skyldi vita nákvæmlega hvaða leið ætti að fara og sagði: „Ég hélt að þú hefði aldrei komið út að bóndabýlinu.” „Ég hef ekki komið þar inn,” sagði hann og brosti hinn rólegasti, „en ég hef farið þessa leið áður. Ætli sé nokkur sá vegur á allri Gozo, að ég hafi ekki farið hann. Auk þess hef ég gengið um eða klifrað, þar sem engir vegir eru.” Við komum að hliðinu og eftir andartaks hik ók Michael þar í gegn. Það fyrsta sem ég gerði var að líta i áttina þangað, er mótorhjólið hafði staðið. Ég sá fyrir mér riffilinn, sem hafði verið festur við bögglaberann og skalf öll þrátt fyrir hitann. Mótorhjólið var hins vegar ekki þarna og engan mann að sjá. Við sátum kyrr andartak. Flugur 12. TBL. VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.