Vikan


Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 4

Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 4
Helgimynd á gluggakarminum - ,,Þetta gáfu nunnurnar í Hafnar- firði mér. Þær gefa mér stundum svona. Ég gef þeim myndir.” Hjónarúmið — „Þetta eru her- mannabeddar. Er þetta ekki frum- legt hjónarúm? Sennilega beint frá Víetnam.” Á veggnum fyrir ofan rúmið mynd af Menntaskólanum á Akureyri, þar sem Steingrimur ólst upp og kenndi síðan um nokkurra ára skeið — , .Málaði þessa mynd árið sjötíu.” Engin gluggatjöld neins staðar — ,,Við byrgjum ekki útsýnið. Við viljum njóta þess.” Ljósmyndir eru viða, liggja lausar i gluggakistu, og viða eru þær festar á vegg með limbandi eða stungið á bak við rör — „Börnin á leið til útlanda í fyrsta sinn — þarna er ég smástrákur með mömmu, ljós- hærður — Með börnunum i veislu, góð mynd — þarna erum við á leið til France, ég tók þau einu sinni með mér til Frakklands. — Einkadótt- irir. sofandi. Ég tók þessa um borð i skipinu á leið ti> útlanda.” Flestar myndanna eru af börnun- um, það er greinilegt, að þau skipa háan sess i lífi föður síns. Stein- grímur 14 ára og Jón 13 ára búa hjá honum í Hlíðarhaga og una hag sínum vel. Húsfreyjan á bænum heitir Kristín Þorvaldsdóttir. Þvi miður hittum við hana ekki, þar __Listin á ekki að vera neitt pjatt, ekkert snobb. Listin á að vera „naturelle.” sem hún var upptekin við vinnu sina. Þau Steingrímur hafa búið saman í nokkurn tíma, og það var auðheyrt á Steingrími, að hún átti sinn þátt í lifshamingju hans um þessar mundir. Einkadóttirin er hins vegar i fóstri i Reykjavik, en Steingrimur á von á, að hún komi til þeirra bráðlega. — Steingrímur jr. er upprenn- andi listamaður, segir faðir hans og sýnir okkur stoltur nokkrar teikn- ingar eftir strákinn. — Hann heitir raunar Steingrímur Lárents Tómas. Ég lét skira krakkana til kaþólskrar trúar og el þau upp i þeirri trú, pressa þau þó ekki. Jón heitir Jón Jón eftir eldklerknum og eftir dýr- lingnum. Allir kaþólskir verða að heita dýrlingsnöfnum. Bræðurnir eru ólíkir. „Ég er enginn andskot- ans listamaður,” segir Jón alltaf. Hann er töffari, alltaf að lenda i einhverju. Ég var alltaf að draga hann upp úr sjónum við Stokkseyri. Halldóra Maria heitir eftir móður minni og svo heilagri guðsmóður. Það vantar mikið, þegar hana vantar i hópinn. Við þiggjum hunangste og hafra- kex í eldhúsinu. Þar rennur stöðugt úr krananum, og af þeirri litlu reglusemi, sem ég hef áunnið mér, reyni ég að skrúfa fyrir. — Það verður að renna, segir Steingrimur, annars getur frosið í pipunum. Við sitjum á svolítið gjögtandi stólum. — Þeir eru líka úr búi Thors Jensen, segir Steingrimur. Þetta eru finir stólar. Ég gef lítið fyrir tekk og svoleiðis. Og hús — ég vil bara, að hús andi. Ég geri veikburða tilraunir til að eiga hefðbundið viðtal við Stein- grim, spyr hann um blaðamennsku- feril hans. — Égbyrjaðiá Tímanum, líklega ’48, var þar i nokkra mánuði, fór svo í Háskólann. — Þú ert alltaf svolítið veikur fyrir blaðamennskunni, er það ekki, Steingrimur? — Ég er óskaplega veikur fyrir blaðamennsku. Fyrir mér er hún styrjöld, eins og lífið sjálft. Enda sagði Gunnar Schram það alltaf, þegar ég vann hjá honum á Vísi: ,, Þú stundar blaðamennsku eins og hermennsku,” sagði hann. — En rithöfundurinn i þér, fær hann enga útrás fyrir málaranum? — Því miður, ég hef voðalega lítinn tíma til að skrifa. Mig langar til þess, og vonandi kem ég út bók, áður en langt um liður. En ég verð að mála til þess að lifa. — Þú hefur oft verið gagnrýndur fyrir óhemjulega framleiðslu í myndlistinni? — Hvað er mikið, og hvað er ekki mikið? Sumir skila miklu, aðrir litlu. Málarar eins og Picasso og Chagal máluðu reiðinnar ósköp. Ofnhreinsarinn frá Zebra. Zebra hreinsar ofninn á svipstundu. Steingrímur við nýlega tússteikn- ingu af Oskari Sigurðssyni skip- stjóra á Hólmsteini 3. Myndin er teiknuð i lúkarnum á Hólmsteini, meðan óskar át kjötsúpuna. Listin er í öllu, jafnvel þegar hitað er vatn í te handa gestum. Steingrími tókst að finna eitt og unnað merkilegt í allri óreiðunni í galleríinu ó Selfossi. Enginn kvartaði undan þvi. Og hvað hefur Simenon skrifað margar bækur? Þetta er bara spurning um vinnu. Ég vinn mikið. Ég fer snemma á fætur og gef drengjunum að borða, áður en þeir fara í skólann. Svo erum við Kristín 4 VIKAN 12. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.