Vikan


Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 45

Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 45
aður og skórnir mínir óburstaðir. En rétt áður en orðin voru komin fram á varir minar, tók ég eftir því, að hann hafði alls ekki hreyft varirnar. Þó hafði röddin komið úr þeirri ótt, sem hann var. Það gat ekki verið um neinn annan að ræða. „Hann hefði átt að lúra dálitið lengur, þá hefði yfirbragðið verið hressara," heyrðist mér aftur maðurinn segja. En ég var búinn að sannfærast um, að maðurinn hafði alls ekki hreyft varirnar. Var hér slyngur búktalari á ferðinni? Nei, búktalarar þurftu að hafa munninn opinn, ó meðan þeir frömdu listir sínar, en munnur mannsins var lokaður. Ég snéri mér frá manninum og tók að hugsa. Ég ó það nefnilega stundum til að hugsa, þótt ekki geti það allt talist skynsamlegt. En hér þurfti svo sannarlega að hugsa og kryfja þetta mál til mergjar. Ég hafði heyrt manninn láta orð falla um mig, og þó var hann með lokaðan munninn. Þá datt mér blaðasölustrókurinn i hug. Hann bar á móti því, að hann hefði kallað mig klaufa. Nei, þetta var nánast óskiljanlegt. Og ég sökkti mér niður í hugsanir minar og var næstum búinn að gleyma að fara úr vagninum á minni viðkomustöð. Ég áttið mig þó í tíma, stóð upp í flýti og hraðaði mér að dyrunum. í flýtinum varð mér það ó að rekast á miðaldra konu, sem einnig var á leiðinni út. „Afsakið,” stamaði ég í fáti. „Ekkert að afsaka," svaraði hún. Svo bætti hún við: „Það er ekki að spyrja að brussuganginum." „Sögðuð þér eitthvað?” Og ég varð harður í málrómnum. Hún leit á mig aftur. „Ég sagði, að það væri ekkert að afsaka.” „Já, en eitthvað fleira?” Hún leit á mig með svip, sem var sambland af fyrirlitningu og með- aumkun, en svaraði ekki. Henni hefur sennilega ekki þótt spurning- in svaraverð. Þegar ég var kominn út úr vagninum, leit ég á klukkuna. Hún var fimm mínútur yfir, svo ég hraðaði mér til vinnustaðarins. Forstjórinn var kominn. Það er dálítið merkilegt með þennan for- stjóra, að þegar ég mæti á réttum tíma, kemur hann kannski ekki fyrr en um kaffileytið, en þá sjaldan ég kem of seint, skal það ekki bregðast, að hann er kominn. Eftir að hafa boðið góðan daginn sagði forstjórinn: „Þú verður að gæta að þvi að mæta á réttum tíma.” Ég afsakaði mig og sagðist hafa sofið yfir mig, en það kæmi sem betur fer afar sjaldan fyrir. „Ekki vantar lygina,” var svar- að.Ég ætlaði að fara að andmæla, en þar sem ég horfði framan i forstjórann, sá ég auðvitað strax, að hann hafði ekki hreyft varirnar. Hann gekk svo inn á einkaskrif- stofuna sína, en ég gekk til hennar Betu. Hún er skrifstofustúlka hjá okkur og svarar auk þess í símann. Lengra frá henni sat Hjörleifur, gamli gjaldkerinn. Hann var orðinn nokkuð gamall, og sennilega mundi hann komast á eftirlaun innan skamms tíma, ef hann var þó ekki þegar búinn að ná hámarksaldrin- um. „Jæja Beta. Nokkuð að frétta?” „Nei, heldur lítið. Varstu skammaður?” „Ég læt það allt vera.” „Auminginn,” heyrðist frá Betu. „Ha?” sagði ég. „Varstu að segja eitthvað?” Hún leit á mig spyrjandi. „Nei, ekkert meira.” Ég brosti þvingandi brosi, gekk að skrifborðinu mínu og settist þar. Ég tók upp nokkra pappíra og lét sem ég væri niðursokkinn i vinnuna, en í rauninni var ég að hugsa um þetta, sem hafði komið fyrir mig. Þetta hafði allt byrjað, þegar peningurinn kom niður þann- ig, að hann stóð upp á rönd. Þá hafði eitthvað gerst, sem mér var ómögulegt að fá botn í. Mér heyrðist fólk tala, þegar það i rauninni talaði alls ekki. Til að tala þurftu menn að opna munninn og hreyfa varirnar. Ég hafði ekki ennþá fyrirhitt þann mann, sem gat talað með lokaðan munninn, og því síður svona marga á stuttum tima. Þá, allt í éinu, kviknaði ljós ó perunni. Það skyldi þó ekki vera? Gat hér verið um hugsanalestur að ræða? Orðin, sem mér heyrðist fólk segja, voru þá hugsanir þess, eða hvað? Mér kom engin betri skýring í hug. Ég ætlaði samt að reyna að sannprófa þetta, ef það væri hægt. Ég lyfti höfðinu, snéri mér að Betu og spurði: „Hvaða mánaðardagur er í dag?” Hún leit upp og sagði mér það. Ég horfði fast á hana og sá, að hún opnaði ekki munninn. Samt gat ég ekki betur heyrt en að hún segði: „Bölvaður bjáninn. Hann veit, að það er dagatal fyrir aftan hann.” Ég grúfði mig yfir pappírana og þóttist vinna af kappi. En ég hafði nú sannfærst. Ég gat heyrt það. sem fólk hugsaði. Þó varð ég að vera ekki mjög fjarri þvi, þvi annars heyrði ég svo margar hugsanir í einu, að það mundi allt ruglast saman. Það var komið fast að hádegi, þegar forstjórinn kallaði á mig inn á einkaskrifstofuna sina. Er þangað kom, vísaði hann mér til sætis, en sat sjálfur á bak við skrifborðið sitt. Hann þagði dálitla stund og var að blaða í einhverjum skjölum. Þá 12. TBL. VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.