Vikan


Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 20

Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 20
þig er ekki lengur dýr, lifandi vera, eins og þú, heldur vandamál. Sársauki í samúðarskyni hinu eina, sem ég þekki til hans, man ég eftir eins og einhverju, sem ég þjáðist af fyrir mörgum árum. Ég vildi — og það var hið eina, sem ég vildi — finna takmörkin fyrir um- myndunarhæfni lifandi veru”. ,.En”, sagði ég, ,,þetta er svívirðilegt-” „Til þessa dags hef ég aldrei gert mér rellu út af siðfræði málsins. Rannsókn náttúrunnar gerir mann- inn að lokum eins miskunnarlausan og náttúran er. Ég hef haldið áfram og ekki skeytt um neitt nema spurninguna, sem ég var að leita svars við, og efnið hefur... dropið út : kofana þarna.... Nú eru næstum ellefu ár, siðan við komum hingað, ég, Montgomery og sex menn frá Suðurhafseyjum. Ég man eftir grænni kyrrð eyjarinnar og auðu hafinu kringum okkur, eins og þetta hefði verið í gær. Staðurinn virtist bíða eftir mér. Birgðunum var skipað á land, og húsið var byggt. Mennirnir frá Suðurhafseyjum bjuggu til nokkra kofa nálægt gilinu. Ég fór að vinna hér með það efni, sem ég hafði flutt með mér. í fyrstu komu fyrir nokkur ógeðfelld atvik. Ég byrjaði með kind og drap hana eftir einn og hálfan dag með því að beita skurðhnifnum rangt; ég tók aðra kind og bjó til veru, sem þjóðist og var hrædd, og lét hana vera um kyrrt i umbúðum, svo að hún gæti gróið. Mér virtist hún nálgast að vera mennsk, þegar ég hafði lokið við hana, en þegar ég fór að vitja um hana, var ég óánægður með hana; hún mundi eftir mér og var fram úr hófi skelfd, og hún hafði ekki meira vit en kind. Því meir sem ég horfði á hana, því klunnalegri virtist hún, þangað til ég að lokum leysti ófreskju þessa úr eymd sinni. Þessi huglausu dýr, þessar hræðslugjörnu, kvöldu verur, sem höfðu ekki einn neista af baráttu- þreki til að mæta pyndingum - þær eru einskis virði sem efniviður í menn. Svo tók ég górilluapa, sem ég hafði, og úr honum gerði ég, með ó- endanlegri vandvirkni og með því að sigrast á hverjum erfiðleikanum eftirannan, minn fyrsta mann. Alla vikuna, dag og nótt, var ég að búa hann til. Hjá honum var það aðallega heilinn, sem umbreyta þurfti; miklu varð að bæta við, og miklu varð að breyta. Mér fannst hann vera sæmilegt sýnishorn af negrakyninu, þegar ég hafði lokið við hann og hann lá, i umbúðum, bundinn og hreyfingarlaus fyrir framan mig. Það var ekki fyrr en víst var, að hann mundi lifa, að ég fór frá honum og kom aftur inn i herbergið og fann Montgomery i nokkurn veginn sama ástandi og þú ert. Hann hafði heyrt nokkuð af ópunum, þegar apinn var að verða mennskur, og það voru samskonar óp og þau, sem trufluðu þig svo mikið. Ég gerði hann ekki að algerum trúnaðarmanni minum í fyrstu. Og Suðurhafseyjabúarnir voru líka komnir á snoðir um eitthvað af þessu. Þeir voru örvita af hræðslu, þegar þeir sáu mig. Ég fékk Montgomery á mitt mál — á vissan hátt, en ég og hann áttum fullt í fangi með að hindra, að suðurhafs- eyjabúarnir strykju. Að lokum struku þeir, og þá misstum við seglbátinn. Ég eyddi mörgum dögum i að uppfræða manndýrið — alls var ég þrjá eða fjóra mánuði að fást við hann.Ég kenndi honum undirstöðuatriðin i ensku, kom honum í skilning um, hvernig ætti að telja, og lét hann meira að segja lesa stafrófið. En það gekk seint hjá honum — þó að ég hafi komist í kynni við fábjána, sem voru tornæmari. Hann byrjaði eins og óskrifað blað, sálarlega; hann mundi ekkert eftir því, hvað hann hafði verið. Þegar ör hans voru alveg gróin, og hann var ekki lengur kvalinn og stifur og gat talað dálitið við mig, fór ég með hann yfir til suðurhafseyjamanna og kynnti hann fýrir þeim sem forvitnilegan laumufarþega. Þeir voru i fyrstu hræðilega hræddir við hann, einhvern veginn var það svo — og þótti mér það miður, því að ég var upp með mér af honum — en hegðun hans var svo góðlátleg, að eftir dálitinn tíma tóku þeir við honum og tóku að sér uppfræðslu hans. Hann var fljótur að læra og gerði sér far um að líkja eftir öðrum og laga sig eftir aðstæðum, og hann byggði sér kofa, sem var heldur betri, að þvi er mér virtist, en kofar þeirra sjálfra. Meðal strákanna var náungi, sem var hálfgerður trúboði, og hann kenndi honum að lesa, að minnsta kosti að þekkja stafina, og kynnti fyrir honum undirstöðuatriði sið- fræðinnar, en að þvi er virtist var ekki allt hið æskilega að finna í venjum manndýrsins. Ég hvíldi mig frá störfum nokkra daga og hafði þá hug á að skrifa skýrslu um allt málið til að vekja enska lífeðlisfræði. Svo rakst ég á manndýrið, þar sem það húkti uppi í tré og bullaði við tvo af suðurhafs- eyjamönnunum, sem höfðu verið að striða honum. Ég hótaði honum, sagði honum, að þetta væri ómennsk framkoma, vakti blygð- unartilfinningu hans og sneri aftur hingað, staðráðinn í að gera betur, óður en ég færði starfsemi mina aftur til Englands. Mér hefur tekist betur; en einhvern veginn sækja manndýrin aftur í sama farið, hið þrjóskulega augnaráð dýrsins kem- ur í ljós aftur og verður greinilegra með hverjum degi, sem líður.... Ég ætla að gera enn betur. Ég ætla að komast svo langt. Þessi púma... En þetta er sagan. Nú eru allir suðurhafseyjamennirnir dánir. Einn féll fyrir borð af skipsbátnum, og einn dó af sári, sem hann fékk á hælinn vegna einhvers konar eitr- unar frá plöntusafa. Þrir fóru burt í bátnum, og ég geri ráð fyrir og vona, að þeir hafi drukknað. Hinn... var drepinn. Jæja — ég hef sett aðra í þeirra stað.Montgomery hegðaði sér á mjög svipaðan liátt og þú i fyrstu, og svo...” „Hvað varð um hinh?” sagði 'éghvasst, — „hinn suðurhafseyja- manninn, sem dó?” „Sannleikurinn er sá, að eftir að ég hafði búið til allmargar mennsk- ar verur, bjó ég til dálítið —” Hann hikaði. „Já?” sagði ég. „Það var drepið”. „Ég skil þetta ekki”, sagði ég; „ætlið þér að segja...” „Það drap suðurhafseyjamann- inn - já. Það drap nokkrar aðrar lifandi verur, sem það náði. Við eltum það í nokkra daga. Það losnaði af slysni — ég ætlaði því aldrei að sleppa. Ég hafði ekki lokið við það. Það var eingöngu tilraun. Það var limalaus skrokkur með hræðilegt andlit, sem skreið eftir jörðinni eins og höggormur. Það var feiknasterkt og viðþolslaust af kvölum, og það hoppaði áfram líkt og hnýsa á sundi. Það leyndist í skóginum í nokkra daga og gerði mein öllu kviku, sem það rakst ó, þangað til við fórum að elta það, og þá hrökklaðist það norður á eyjuna, og við skiptum liði til að króa það inni. Montgomery heimtaði að fá að koma með mér. Hann hafði riffil, og þegar skrokkur dýrsins fannst, var annað byssuhlaupið beygt í S-laga form og næstum bitið saman.... Montgomery skaut dýrið.... Eftir V iðleguútbú naður er vinsælasta fermingargjöfin í ár FERDAIÖRi DEILD 20 VIKAN 12. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.