Vikan


Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 19

Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 19
breytingar. Þú hefur kannski heyrt um algepga skurðaðgerð, sem gripið er til, þegar nefið hefur eyðilagst. Skinnflipi er skorinn af enninu og settur í nefs stað, og þar grær hann fa^tar. Þetta er dæmi um ágræðslu af hluta af dýri á nýjan stað á sama líkama. Á- græðsla nýfengins líkamshluta úr öðru dýri er einnig möguleg - til dæmis tanna. Ágræðsla skinns og beina er framkvæmd til að auðvelda lækningu. Skurðlæknirinn kemur fyrir i miðju sársins skinn- stykkjum, sem klippt hafa Verið af öðru dýri, eða litlum beinhlutum úr nýdrepnu dýri. Hanaspori Hunters -þú hefur kannski heyrt um hann- þreifst prýðilega á hálsi nautsins. Og nashyrningsrottur fótgöngulið- anna í Alsír er líka rétt að minnast á,- en það eru ófreskjur, sem hafa verið búnar til með því að flytja anga af skotti venjulegrar rottu á nefið á henni og láta það gróa á þeim stað.” „Tilbúnar ófreskjur!” sagði ég. „Ætlið þér þá að segja mér -” ,, Já. Þessi kvikindi, sem þú hefur séð, eru dýr, sem hafa verið sniðin og umbreytt í nýtt form. Þessu - rannsóknum á ummyndunarhæfi- leikum lifandi vera- hefur líf mitt verið helgað. Ég hef kynnt mér þetta efni árum saman, og við það hefur þekking mín smám saman vaxið. Ég sé, að þú ert skelfdur á svip, og þó er ég ekki að segja þér neitt nýtt. Það var allt þekkt í hagnýtri liffærafræði fyrir mörgum árum, en enginn hafði dirfsku til að taka þetta efni fyrir. Það, sem ég get breytt, er ekki einfaldlega hið ytra form dýrsins. Starfsemi líffær- anna, hinni efnafræðilegu líffær- starfsemi dýrsins, má líka breyta varanlega, og dæmi um þetta, sem þú ert vafalaust kunnugur, eru bólusetning og aðrar svipaðar aðferðir, þar sem notuð eru lifandi eða dauð efni.” „Svipaðar aðgerðir eru blóðtökur og blóðgjafir, og ég byrjaði einmitt á að ræða það efni. Þetta eru allt vel þekkt dæmi. Ekki eins vel þekkt, en sennilega miklu útbreiddari, voru aðgerðir þeirra lækna á miðöldum, sem bjuggu til dverga og krypp- linga, sem voru beiningamenn, og sýningartrúða; nokkrar leifar af list þeirra er enn að finna i undirbún- ingsaðferðum hinna ungu skottu- lækna og afskræmingarsérfræð- inga. Victor Hugo segir frá þeim i bókinni L’Homme qui Rit.... (maðurinn, sem hlær). En kannski verður meiningin hjá mér ljós núna. Þú ferð að sjá, að það er möguleiki að flytja vef af einum líkamsparti dýrs yfir á annan, eða frá einu dýri í annað, að breyta efnaverkunum í líkama þess og einnig vaxtaraðferð- um, að breyta liðamótum útlimanna og meira að segja að breyta hinni innstu likamsbyggingu þess”. „Og þó hefur þessi einstæða þekkingargrein aldrei verið stunduð sem markmið og á kerfisbundinn hátt af nútima rannsóknarmönnum, fyrr en ég sneri mér að henni! Sum atriði af þessu tagi hafa menn rekist á, þegar skurðlækningunum hefur verið beitt til hins ítrasta; Mestur hluti svipaðrar vitneskju, sem þú manst eftir, hefur verið veittur, að þvi er virðist af tilviljun - af harðstjórum, glæpamönnum, upp- alendum hesta og hunda, af alls konar óþjálfuðum, óhandlögnum mönnum, sem hafa stefnt að sinum eigin markmiðum. Eg var fyrsti maðurinn, sem fékkst við þetta vandamál vopnaður skurðlækn- ingatækni ásamt dauðhreinsun og með ósvikna vísingalega þekkingu á lögmálum vaxtarins." „Þó skyldi maður ætla, að þetta hafi verið iðkað í laumi áður. Tökum fyrirbrigði eins og Siamství- burana... Og í jarðhúsum Rann- sóknarréttarnis. Vafalaust var aðal- tilgangur þeirra listrænar pynding- ar, en sumir að minnsta kosti af mönnum Rannsóknarréttarins hljóta að hafa haft svolitla vís- indalega forvitni til að bera”. „En”, sagði ég, „þessar verur - þessi dýr tala!” Hann sagði, að svo væri, og benti siðan ó, að möguleikar kvik- skurðarins væru ekki bundnir við líkamlega myndbreytingu aðeins. Hægt er að ala upp svin. Hin andlega bygging er jafnvel enn þó síður fastákveðin en hin líkamlega. í hinum vaxandi dáleiðsluvisindum vorum finnum við fyrirheit um möguleika á að láta nýjar hug- myndir koma í stað gamalla, erfðra eðlishvata, þannig að aukið er við, eða skipt um, hinar erfðu, ákveðnu' hugmyndir. Meira að segja er mjög mikið af því, sem við köllum siðun, þess konar framkölluð umbreyting og nýting eðlishvatanna. Árásar- hvötin er þjálfuð upp í hugrakka sjálfsfórn og niðurbæld kynhvöt upp i trúartilfinningu. Og hinn mikli munur á manni og apa er í barkanum, sagði hann, í getuleysi til að gefa frá sér á viðeigandi hátt mismunandi hljóð, sem hafa merk- ingu og geta viðhaldið hugsuninni. í þessu átriði var ég ósammála honum, en hann vildi ekki taka mark ó mótmælum mínum og sýndi með því vissa ókurteisi. Hann endurtók, að svona væri þetta, og hélt áfram með skýrsluna um starf sitt. En ég spurði hann, hvers vegna hann hefði valið mannslíkamann sem fyrirmynd. Mér fannst þá og finnst enn einkennileg illska felast á bak við það val. Hann játaði, að hann hefði valið það form af tilviljun. „Ég hefði alveg eins vel getað breytt sauðkindum í lamadýr, og lamadýrum í sauðkindur. Ég geri ráð fyrir, að mannslíkaminn hafi einhverja eiginleika, sem skírskota til listhneigðarinnar á sterkari hátt en nokkur dýralikami getur gert. En ég hef ekki takmarkað mig við að búa til menn. Einu sinni eða tvisvar....” Hann þagði svo sem mínútu. „Þessi ár! En hve þau hafa verið fljót að líða! Og hér hef ég farið með heilan dag í að bjarga lífi þínu og er nú að eyða klukkustund í að gefa útskýringar!” „En”, sagði ég, „ég skil þetta ekki enn. Hvemig réttlætir þú það, að þið valdið svo miklum sársauka? Hið eina, sem ég álít, að geti afsakað kvikskurð, er einhver hagnýting „Alveg rétt”, sagði hann. „En þú sérð, að ég er öðm vísi gerður. Við emm ólíkar manngerðir. Þú ert efnishyggjumaður’ ’. „Ég er ekki efnishyggjumaður”, sagði ég æstur. „Þú ert það frá minu sjónarmiði, sannarlega. Því að það er aðeins þessi spurning um sársaukann, sem okkur greinir á um. Svo lengi sem sýnilegar eða heyranlegar kvalir gera þig sjúkan, svo lengi sem þínar eigin kvalir reka þig áfram, svo lengi sem þjáning liggur að baki skoðunum þínum um syndina, verður þú dýr, sem hefur næstum jafnógreinilegar hugmyndir um til- finningar dýranna. Þessi sárs- auki — ” Ég yppti öxlum óþolinmóður, þegar ég heyrði þessar hártoganir. „Ö!, en það er svo lítið atriði. Maður, sem er í sannleika opinn fyrir því, sem vísindin hafa að segja, hlýtur að sjá, að það er lítið atriði. Það getur verið, ef þessi litla reikistjama er undanskilin, þetta rykkorn í alheiminum, sem er orðin ósýnileg, löngu áður en komið væri til næstu stjörnu — það getur verið, segi ég, að hvergi annars staðar komi fyrir þetta fyrirbrigði, sem kallast sársauki. Heldur lögmálin, sem við erum að leita að.... Og hvaða sársauki fyrirfinnst, jafnvel á þessari jörð, jafnvel meðal lifandi vera?” Meðan hann var að tala, tók hann litinn pennahníf upp úr vasa sínum, opnaði minna blaðið og færði stól sinn, svo að ég gæti séð læri hans. Svo valdi hann sér stað hægt og rólega og rak blaðið inn í fótlegginn og dró það aftur út. „Án efa hefur þú séð þetta áður. Það meiðir mann ekki hið minnsta. En hvað sýnir það? Hæfileikans til að finna til er ekki þörf í vöðvanum, og hann er ekki fyrir hendi þar; hans er lítil þörf í húðinni, og aðeins á stöku stað í lærinu eru staðir, sem hafa sársaukaskyn. Sársaukinn er einfaldlega hinn meðfæddi læknis- fræðilegi ráðunautur okkar, sem varar okkur við og örvar okkur. Ekki hefur allt lifandi hold sárs- aukaskyn, né heldur allar taugar og jafnvel ekki heldur allar skyntaug- ar. Ekki er snefill af sársauka, raunverulegum sársauka, í skynj- unum sjóntaugarinnar. Ef sjón- taugin er særð, sjá menn aðeins ljósglampa, rétt eins og sjúkdómur í heymartauginni þýðir aðeins suða fyrir eyrunum. Plöntur skynja ekki sársauka; lægri dýrin - það getur verið, að dýr eins og krossfiskurinn og fljótakrabbinn skynji ekki sárs- auka. Að því er mennina varðar, munu þeir gæta velferðar sinnar af því meira viti sem þeir verða vitrari sjálfir, og þeim mun minni þörf munu þeir hafa fyrir örvun til að halda sér frá hættum. Ég hef aldrei heyrt um gagnslausan hlut, sem ekki hafi verið þurrkaður burt af framþróuninni fyrr eða síðar. Eða hafið þér heyrt um slikt? Og sárs- aukinn verður óþarfur”. „Svo er ég trúaður maður, Prendick, eins og sérhver andlega heill maður verður að vera. Verið getur, að ég ímyndi mér, að ég hafi séð meira af aðferðum skapara þessa heims en þú - þvi að ég hef leitað að lögmálum hans, á minn eigin hátt, alla ævi, meðan mér skilst, að þú hafir verið að safna fiðrildum. Og það segi ég þér, að ánægja og sársauki koma ekkert við himnaríki eða helvíti. Ánægja og sársauki - uss! Hvað er algleymi guðfræðings þins annað en yndis- mær Múhameðs í dimmunni? Þetta gildi, sem karlar og konur telja gleði og sársauka hafa, Prendick, er merki dýrsins á þeim, merki dýrsins, sem þau eru komin af. Sársauki! Sársauki og gleði - þau eru fyrir okkur, aðeins svo lengi sem við skríðum i duftinu....” „Sjáðu til, ég hélt þessum rannsóknum áfram á þann hátt, sem atvikin réðu. Það er eini hátturinn, sem ég veit til, að verið hafi á rannsóknum. Ég spurði spurningar, fann upp einhverja að- ferð til að fá svar, og fékk - nýja spurningu. Var þetta eða hitt mögulegt? Þú getur ekki ímyndað þér, hve mikilvægt þetta er fyrir rannsóknarmann, hve miklum tök- um hin vitsmunalega ástríða nær á honum. Þú getur ekki gert þér í hugarlund hina einkennilegu, lit- lausu ánægju þessarar vitsmuna- legu þrár. Hluturinn fyrir framan 12. TBL. VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.