Vikan


Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 15

Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 15
fyrirfram, ef þú hefðir eitthvað hugsaö. — Auðvitað hefði ég átt að reikna með því, svaraði Pétur aumingjalega. En maður heldur jú ávallt, að maður sleppi sjálfur við svonalagað, treystir bara á Guð og lukkuna. Nú, en semsagt, þá standa málin svona í dag. Ég hefi verið önnum kafinn við að selja húsið, bílinn og allt annað, sem ég hefi átt, því það er ekki tautinu komiö við Gunnu. Hún nær hreinlega ekki uppí nefið á sér fyrir vonsku og heimtar skilnað. Ég kvaddi Pétur dapur í bragöi og kom mér rakleiðis heim til aö hugsa, því að ég þóttist sjá í hendi mér, að það væri einmitt það, sem vantaði í máliö. Heilbrigö hugsun. Mér varð fljótlega Ijóst, að málinu yrði ekki bjargað úr því sem komið var, . því að Pétur greyið hafði gefist upp strax í upphafi og viðukennt sína sök. Úr því varð engu bjargað. Á hvaða stigi málsins hefði verið hægt að bjarga, ef heilbrigð hugsun hefði komist þar að? Jú. Á tímabilinu frá þvi að Pétur hafði verið þarna niðri á barnum að allt fram að því að hann lagöist í rekkju með Gunnu heima hjá sér, hafði einmitt verið réttur umhugs- unartími. Hugsandi maður hefði getað fundið fjölda ráða til þess að þetta hefði ekki þurft að koma fyrir. Ergo: Pétur vinur minn var greinilega 1) hugsunarlaus 2) Hannes Þórarinsson yfirlæknir Húð- og kynsjúkdómadeildarinnar en ibaksýn eru hjúkrunarkonurnar Guðrún LHja Þorkelsdóttir nær og Helga Vigfúsdóttir. Fjarverandi var Sæmundur Kjartansson læknir en læknarnir tveir vinna þar aðra hverja viku til skiptis. kærulaus 3) og hann átti bara skilið að komast í þessi vandræði. Til að reyna að setja mig enn betur inn í málið, þá hugsaði ég mér í upphafi, að ég væri staddur á barnum í stað Péturs eina kvöld- stund. Hvernig mundi ég þá haga mér? Hvernig mundi mér líða? Mér mundi líða prýðilega, og ég mundi haga mér samkvæmt því. Mundi ég fara að rabba við kvenmann þarna á barnum? Nei, það mundi ég ekki gera. Af hverju ekki? Aðeins vegna þess, að ég yrði strax smeykur við slíkt. Ég hafði sjálfur fyrir löngu tekið ákveðna afstöðu í slíkum málum. Ég hafði þá gert mér fulla grein fyrir hættunum, sem þar lágu í leyni og ákvað í eitt skipti fyrir öll, að slíkt bæri að forðast bæði þá og í allri framtíð. Ég hafði endur fyrir löngu byggt mína eigin varnarlínu og varð að treysta henni nú sem endranær. En væri nú ekki gott að hafa liðskönnun þar, sérstaklega með það fyrir augum, að nú eru aðrir tímar og sennilega þörf á ein- hverjum endurbótum eða breyt- ingum á liðinu í línunni? Ágætt. Fyrirtak. Ég fór rakleiðis í næsta síma og hringdi í 22400 og bað um varnar- málaráðherrann, Hannes Þórar- insson lækni, sem er yfirlæknir kynsjúkdómadeildarinnar og stjórnar öllum vörnum á því sviði, jafnframt því að hann stjórnar einnig allri viðgerða- og endur- byggingaþjónustu á heimavíg- stöðvum. Seinna, þegar ég var kominn þangað og var búinn að skýra honum frá erindi mínu, þá hóf hann mál sitt á eftirfarandi hátt. — Kynsjúkdómar eru svo kallaðir, vegna þess að þeir smitast aðallega með kynmökum. Algengastur kynsjúkdóma hér á landi og í nágrannalöndum okkar er lekandi. Lekandasýkill lifir aðallega í slímhúð líkamans og smitast auðveldlega við samfarir, en þá verður mjög náin snerting í slímhúð þeirra, sem í hlut eiga. Kynfærin smitast oftast, en slím- húð munns og endaþarms geta einnig smitast, ef sýkt kynfæri snerta þær. Tíðni munnholssmit- unar af völdum lekanda fer vaxandi víða erlendis. — Venjulega gerir lekandi vart við sig hjá karlmönnum tveimur til sex dögum eftir smitun. Þetta getur þó dregist í 3 vikur eða lengur. Fyrsta einkenni sjúkdóms- ins er sviði í þvagrás, einkum við þvaglát og getur sviðinn verið mjög mikill. — Er það það sem kallað er ,,að míga jólatrjám?" — Já, eins og ég sagði, getur sviðinn orðið mjög mikill, en athuga skyldi vel, að lekanda þarf alls ekki að fylgja neinn sviði. Jafnframt sviða, eða mjög stuttu síðar, fær sjúklingur útferð úr þvagrás, sem venjulega verður graftarkennd. — Hvernig lýsir lekandi hjá konum sér? 12. TBL. VIKAN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.