Vikan


Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 44

Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 44
SMÁSAGA EFTIR EINAR LOGA EINARSSON Peningur upp á rönd Hugsanalestur er mörgum hugleikið viðfangsefni, og til eru þeir, sem fullyrða, að slíkt eigi sér stað. En þótt það gæti eflaust oft verið gaman að lesa hugi annarra, getum við líklega við nánari umhugsun sæst á, að hið gagnstæða er ólikt æskilegra. En í eftirfarandi sögu lesum við um mann, sem varð einn góðan veðurdag fyrir þeirri furðulegu reynslu að geta lesið hugsanir annarra. Það var furðulegt, já, það var svo furðulegt, að ég.hef ennþá ekki getað áttað mig almennilega á því, hvernig slíkur atburður gat gerst. Hann stríðir á móti öllu, á móti náttúrulögmálinu, ef það er þá til, á móti heilbrigðri skynsemi og jafnvel á móti þyngdarlögmálinu. Samt gerðist þetta, það er staðreynd. Ég var hvorki sofandi, drukkinn eða vitlaus. Ég væri auk þess ekki kominn í þessa ágætu stöðu, ef atburðurinn hefði aðeins átt sér stað í imynd minni. Það eru nokkur ár siðan þetta kom fyrir, en ég hef ekki þorað að segja frá þessu fyrr, af ótta við að vera talinn vitskertur, eða kannski eitthvað enn verra. Ég starfaði þá hjá byggingafyrirtæki, og geri raunar enn. Ég var aðeins litilsigld- ur skrifstofumaður, og það var langt frá því, að ég væri ánægður með starfið. Auk þess fundust mér launin allt of lág, en það er kannski ekki svo einkennilegt. Ætli sá maður fyrirfinnist, sem finnst launin sín ekki allt of lág? Hvort sem það stafar af því, að menn meti sig meira en efni standa til, eða af einhverju öðru, skal ég ekki segja um. Það var föstudagsmorgunn. Ég vaknaði óvenju seint, og þegar ég leit á klukkuna, sá ég, að ég yrði að hafa mig allan við til að ná til vinnunnar í tæka tíð. Þegar ég hafði klætt mig.gleyptiég í mig morgun- kaffið og rauk svo af stað niður í bæ til að ná strætisvagninum. Ég bý nefnilega rétt við miðbæinn. Þegar ég var kominn niður i miðbæ, heyrði ég blaðasölustrák- ana kalla upp nöfn dagblaðanna. Þar sem ég var svona seint fyrir, hafði ég ekki haft tíma til að lita í blaðið, áður en ég fór. Ég ákvað því að kaupa blað í lausasölu, og kannski gæfist mér tækifæri til að stelast til að líta i það í vinnunni. „Strákur,” kallaði ég til næsta drengs, sem kom óðara hlaupandi til mín. Ég fálmaði í flýti í vasa minn eftir 50 króna peningi, en svo mikið fálm og fát var á mér, að þegar ég var kominn með peninginn í lófann, rann hann úr greip minni ó milli fingranna og niður á gang- stéttina. Ég skimaði i kringum mig til að sjá, hvert peningurinn hefði farið, og kom strax auga á hann. Og þó gerðist undrið. Eðlilega hefði talist, að peningur- inn hafnaði þannig, að annað hvort snéri talan upp eða alþingishúsið. En, ónei, því var ekki að heUsa, hann staðnæmdist upp ó rönd. Nú getur hver sem er reynt að kasta peningi og fá hann tU að staðnæm- ast þannig. Held ég, að viðkom- andi þyrfti að reyna ansi oft, þar tU að kæmi að því að peningurinn hafnaði í þeirri stöðu, ef hann þá gerði það nokkum tíma. Hér hafði því einhvers konar kraftaverk gerst. Mér varð starsýnt á peninginn, og þá kom einhvers konar annarleg tilfinning yfir mig, sem erfitt er að lýsa. Mér fannst ég hvorki vera þessa heims né annars, heldur einhvers staðar þar mitt ó milli. Það var eins og móða eða ský svifi fyrir augu mér, og ég varð allur eitthvað svo undarlegur. Nei, ég held, að ég treysti mér ekki tU að lýsa þessari tilfinningu, en annarleg var hún. Þegar af mér bráði, beygði ég mig eftir peningnum og tók hann upp. „Bannsettur klaufinn,” heyrðist mér blaðasölustrákurinn segja. „Hvað varstu að segja?” spurði ég höstugur og snéri mér að stráknum. Hann setti upp undunar- svip og sagði: „Ég? — Ég sagði ekki neitt.” „Heldurðu, að ég sé heyrnar- laus?” hreytti ég út úr mér, um leið og ég fékk honum peninginn og tók við blaðinu. „Þú verður að vera kurteis við viðskiptavinina, annars' kaupa þeir bara blaðið af öðmm.” Með það gekk ég snúðugt í burtu, en strákurinn stóð og horfði á eftir mér með opinn munn, orðlaus af undmn. Ég hljóp við fót að strætis- vagninum og rétt hafði að komast upp í hann, áður en hann fór af stað. Ég nóði mér í sæti aftast í vagninum, og þegar ég var búinn að koma mér notalega fyrir, tók ég að lesa blaðið. En ég hafði ekki lesið lengi, þegar ég heyrði manninn, sem sat við hlið mér segja: „Skelfing em skórnir óburstað- ir.” Ég þóttist vita, að hann ætti við mig, og hólfsnéri höfðinu tU hans. „Nú, hann er bersýnUega ný- vaknaður,” heyrðist mér maðurinn segja. Ég ætlaði að fara að svara fyrir mig og segja, að honum kæmi það lítið við, þótt ég væri nývakn- brother er eftirsótt fermingargjöf 508 AD með minni, kvaðratrót, Pi, sjálfvirkum konstant, prósentu og fljótandi kommu. 408 AD án minnis. BROTHER vasatalvan er ódýr, handhæg og falleg. BORGARFELL HF. Skólavörðustíg 23. Sími 11372. vasa- tölvan EI3ÖÖH 408AD 508AD 44 VIKAN 12. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.