Vikan


Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 16

Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 16
— Konur geta gengið með sjúkdóminn nokkra mánuði, án þess að verða varar við óþægindi. Þó getur verið útferð og sviði við þvaglát. Fyrsta vísbending um hvernig komið sé kemur oftast frá karlmanni, sem hefur smitast af þeim. Konur geta því auðveldlega verið smitberar án þess að hafa hugmynd um það. Læknisrann- sókn leiðir í Ijós hvort um lekanda er að ræða eða ekki. — Sýfilis er annar kynsjúk- dómur. Hans verður vart nokkrum sinnum á ári hér á landi. Fyrstu einkenni eru venjulega sár á kynfærum, sem geta þó myndast annars staðar á húð eða slímhúð- um líkamans. Bein snerting við slík sár getur hæglega smitað. Sú snerting er ekki endilega viö samfarir, en smit af sýfilis verður þó lang oftast við kynmök. — Hvaða hernaðaraðgerðir mundir þú ráðleggja til að forðast öll slík smit? spurði ég. — Besta vörnin er að foröast afskipti af óþekktu og vafasömu fólki. Einnig er gott að nota verju til tryggja sig gegn smiti, en þannig er komið í veg fyrir beina snertingu kynfæranna. Jafnframt veitir verjan vörn gegn getnaði. — Þú talar um smokka. Ég hélt, að þeir væru alveg að komast úr móð? — Nei, slíkar verjur reynast oft vel sem vörn gegn kynsjúkdóm- um, og þótt pillan hafi að mestu tekið við hlutveki getnaðarvarna, eru verjur að mörgu leyti öruggari vörn. Þar stjórnar karlmaðurinn sjálfur getnaðarhættunni og þarf ekki aðtreysta einungis á konuna. — En segðu mér nú Hannes, er ekki til nein vörn gegn kynsjúk- dómum önnur en smokkar? — Nei, því miður. Hins vegar er lækning á lekanda tiltölulega auðveld, fljótleg og ódýr. Sumir hafa notað penisillíntöflur til að koma í veg fyrir smit, en tæplega er hægt að mæla með því. — Hvernig fer lækning lekanda fram? — Yfirleitt nægir að gefa sjúklingi sprautu af bólgueyðandi efni, svo sem penísillíni, eða skyldum lyfjum. Fer eftir ýmsu, hvaða lyf er notað. Fyrir tveimur áratugum nægði að sprauta 400 þús. eininga skammti af penísillíni í menn, en mótstaða lekanda- sýkilsins hefur aukist svo, að nú þykir ekki duga minni skammtur en 5 milljón einingar til að vera öruggur. Hafa verður í huga hættuna á ofnæmi. — Er ein fimm milljón eininga sprauta þá ekki alltaf örugg? — Hún er aldrei örugg ein sér. Oft þarf sjúklingurinn aðra sprautu síðar til öryggis, og rétt er að geta þess, að gefið er annað lyf jafnframt þessu til að viðhalda lækningarmætti sprautunnar og skerpa hann. Ég vil benda á, að rannsókn og meðferð eru alger- lega sársaukalaus og fljótleg og þar að auki kostnaðarlaus á Heilsuverndarstöð Rvk., þannig að bæði konum sem körlum á að vera það vandalaust að koma strax til okkar, ef einhver vafi er á ferðum. — Og er slík sprauta einasta lækningaaðferðin? — Stundum nægir að taka inn töflur af sama lyfi, en slíkt getur þó verið vafasamt, og vil ég ekki ráðleggja sjúklingum að reyna það. Þessi lyf hafa þann ókost, að mótstaða sýklanna getur aukist, ef inntakan er ekki nægilega öflug strax í byrjun, og þá verður endanleg lækning ýmsum erfið- leikum bundin. — Hvenær á að leita læknis, ef um er að ræða grun um kynsjúk- dóm? — Strax og veikinnar verður vart, en fyrr, ef rökstuddur grunur er fyrir hendi. — En nú veit ég um sjúkdóm, sem kannski er ekki beint kyn- sjúkdómur, en smitast oftast, ef um samfarir er að ræða. Þar á ég við þá leiðindaskepnu, sem kölluð er flatlús. Hvað um hana? Já, vissulega er það sjúkdómur ekki síður en þeir, sem kallaöir eru kynsjúkdómar. Hér er aðeins um að ræða stærri sníkjudýr, lýs, sem lifa einungis utan á líkamanum. — Grefur hún sig inn í holdið? — Nei, það gerir hún ekki, en heldur sig á líkamshárunum alveg niöur við húðina. Þar festir hún nitina á hárin. Nitin fjarlægist svo húðina, eftir því sem hárin vaxa. — Heldur hún sig aðeins á hárum kynfæranna? — Nei, ekki endilega. Hún finnst oft annars staðar á hærðum svæðum líkamans, t.d. í handar- krikanum, augnabrúnum o.s.frv. og jafnvel á hársverði hjá ung- börnum. — Er engin vörn við þessu? — Nei, ekki önnur en að forðast samneyti við ókunnuga. - En lyf? — Já. Lyf eru mjög auðfengin. T.d. ýmis afbrigði af DDT, vökvi eða duft. Vökvanum er þá dreift yfir hina sýktu staði. Til eru lyf við lús, sem ekki innihalda DDT, en hér er um einstaklingsbundna meðferð að ræða og best að leita læknis, sem gefur réttar leið- beiningar í hverju tilfelli. — Þú varst að segja mér frá sýfilis áðan- Hve langt líður frá smitun, þar til einkenni koma fram? — Það geta liðið allt frá tveimur til sex vikum. Oft eru fyrstu einkenni þaö væg, að sjúklingur- inn tekur ekki eftir þeim. Kannski örlítið sár á eða við kynfæri, algjörlega sársaukalaus og lítið áberandi. Síðar geta komið útbrot á aðra staði líkamans, og þá er sjúkdómurinn kominn á annað stig, sem kallað er. Nú er hann erfiðari viðfangs, en þó vel læknanlegur. — Er sýfilis banvænn sjúkdóm- ur? — Það getur hann verið, ef hann er ekki læknaður. Lækning er einföldust á fyrsta stigi sjúkdómsins. Þú hefur sagt mér, að besta vörnin sé að lifa bara einsetu- mannslífi. Hver er þá sú næst- besta? — Fyrst og fremst er rétt að varast samskipti við gleðikonur og ókunnugt og vafasamt fólk. Eins og ég hefi þegar sagt geta kvenmenn verið smitberar, jafnvel þótt þær viti það ekki sjálfar. Og kvenfólk, sem hefur atvinnu af kynlífi, er hættulegast. Þær hafa kannski læknisvottorð uppá vas- ann, en ef þær hafa haft samræði við þó ekki sé nema einn mann, síðan vottorðið var gefið, má búast við öllu. Umsögn kven- mannsins er einskis virði, jafnvel þótt hann hafi læknisvottorð. Þú tekur ávallt einhverja áhættu við samfarir, ef til vill mismunandi mikla, en áhættu samt. — Hvernig farið þið að hér, ef þið viljið rekja gang sjúkdómsins milli manna? — Af fyrrgreindum ástæðum er auðveldara að rekja sjúkdóminn frá karli til konu, þar sem meðgöngutíminn hjá karlmönnum er styttri og einkennin greinilegri. 16 VIKAN 12. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.