Vikan


Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 47

Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 47
Auðvitað varð ég feginn þeirri stefnu, sem málið tók nú. „Það væri mér sönn ánægja,” svaraði ég og meinti það af heilum hug. „Jæja, það er þá klappað og klárt.” Forstjórinn virtist vera ánægður. „Ég geri ráð fyrir, að þú fáir nýja starfið, jafnvel um næstu mánaðamót. Og svo gleymum við hinu, þú skilur.” „Það skal vera gleymt og grafið,” svaraði ég. „Helvítis beinið,” kom frá for- stjóranum. Ég var fljótur að notfæra mér þetta. „En ég vona, að þú hugsir ekki eins illa til min í framtíðinni og þú gerir núna,” sagði ég. Hann opnaði munninn, eins og hann ætlaði að fara að segja eitthvað, en hætti við það. „Við höfum þetta þá svona,” sagði hann loks og gaf með þvi í skyn, að samtalinu væri lokið. Ég stóð upp og gekk út. Svo leið fram eftir degi. Hvorki Beta né forstjórinn komu til vinnu eftir hádegið, enda kom það mér ekki á óvart. Við Hjörleifur vorum því einir á skrifstofunni. Ég gaf honum gætur í laumi, en gætti þess, að hann yrði þess ekki var. Hann var niðursokkinn í að færa bókhaldið. Satt var það, sem for- stjórinn hafði sagt. Þetta var ábyrgðarmikið starf. Það fóru miklir peningar í gegnum hendurn- ar á gjaldkeranum, bæði fyrir- tækisins og annarra. Þegar ég hafði fylgst með Hjör- leifi um hríð, tók ég eftir einhvers konar hvísli, eða rödd, sem talaði í hálfum hljóðum. Ég var fljótur að gera mér grein fyrir, að þetta voru hugsanir Hjörleifs. Ég sperrti eyrun og gat greint orðaskil með því að hafa mig allan við. „Þá fer þessu að verða lokið,” heyrði ég. „Milljónimar komnar í töskuna mina, passinn er þar líka, gjaldeyririnn bíður. Svo þegar klukkan slær fimm, stend ég upp eins og vanalega, læsi peninga- skápnum og geng út. Enginn tekur eftir neinu, því þetta geri ég á hverjum degi. En á mánudaginn, þegar þetta vitnast i fyrsta lagi, verð ég kominn langt í burtu, burtu af landinu.” Ég hlustaði, svo að brakaði í. Þetta var nokkuð, sem var vel þess virði að leggja eyrun við. Svo Hjörleifur hafði undirbúið rán ! Hann ætlaði að hverfa með peninga fyrirtækisins eitthvert til útlanda. Það var ekki að undra, þótt hann hefði valið föstudaginn til þess. Bæði var, að þá voru mestir peningar í gangi í fyrirtækinu, og svo kæmist þetta ekki upp fyrr en á mánudagsmorgun i fyrsta lagi. Já, svona var þá Hjörleifur séður. En ég ætlaði að koma í veg fyrir þetta. En hvernig yrði nú best að haga því? Ef ég gengi tii Hjörleifs og afhjúpaði hann, væru engin vitni, og ég gæti ekkert sannað. En með því að útvega mér vitni, mundi það auka hróður minn. Já, senni- lega mundi ég bjarga yfirvofandi fjárhagslegu hruni fyrirtækisins. Kannski yrði ég gerður að aðstoðar- forstjóra. Ég teygði mig í símann og hringdi niður ó lögreglustöð. Mér varð litið til Hjörleifs. Hann virtist niðursokkinn í starf sitt og gaf mér engan gaum. Þegar mér var svarað, talaði ég i lágum hijóðum. Ég bað um, að tveir lögregluþjónar yrðu sendir til fyrirtækisins strax. Ég mundigefa skýringu á þessu, þegar þeir kæmu, en hér væri verið að fremja rán. Það var eins og mér væri ekki trúað, en ég gaf upp nafmð mitt og að sjálfsögðu nafn fyrirt.ekisins. Þegar ég hafði lagt símann á, beið ég óþreyjufullur, en reyndi þó að láta ekki á því bera. Loks, eftir óratíma, að mér fannst, var drepið á dyr, og tveir lögreglu- þjónar komu inn. Ég gekk á móti þeim og kynnti mig. Hjörleifur leit upp, og undrunarsvipur kom ó andlit hans. Síðan gekk ég ásamt lögregluþjónunum að skrifborði Hjörleifs. „Hjörleifur minn," sagði ég. „Mér þykir þetta mjög leiðinlegt, þín vegna, en skyldan bauð mér að gera það, sem ég nú geri.” Hjörleifur virtist ekki skilja, hvað ég var að fara. Það sást á svipnum á andliti hans, svo ég hélt áfram: „Já, það er nú svo, að það er komið upp um þig. Þér betra að meðganga strax.” „Meðganga hvað?” Ekki fór á milli mála, að Hjörleifur hafði góða leikhæfileika. Honum sást ekki bregða, en sami undrunarsvipurinn var á honum. Ekki einu sinn handskjálfti þjáði hann. , ,Ég ætla að biðja þig um að sýna okkur ofan í skjalatöskuna þína.” „Skjalatöskuna mína?” Hjörleifi fannst bónin fráleit. „Hvað þurfið þið að sjá í henni?” „Peningana, meðal annars.” „Peninga? Það eru engir pening- ar i henni.” „Það mun koma í ljós.” Hjörleifur virtist ekki vita, hvernig hann ætti að bregðast við þessu. Eftir nokkra umhugsun beygði hann sig samt niður, tók töskuna og setti hana á hné sér. Síðan opnaði hann hana. Við gægðumst eftirvæntingarfullir ofan í hana. Vonbrigði min voru skiljanleg. í töskunni voru aðeins nokkur pappírsskjöl. „En peningarnir?” „Hvaða peningar?” „Og passinn, gjaldeyririnn og farseðillinn til útlanda?” „Ég veit ekki, um hvað þú ert að tala, drengur minn.” Lögregluþjónarnir litu á mig, tortryggnum augum. „Þetta getur orðið dýrt spaug,” sagði annar þeirra. „Þú leyfir þér að gabba lögregluna, en hitt er þó alvarlegra að bera á saklausan mann stórþjófnað. Þú verður að koma með okkur.” Ég varð örvæntingarfullur. „Hér er einhver misskilningur á ferð- inni,” stamaði ég. „Já, og hann er meiri en lítill.” Hjörleifur kom mér til hjálpar, þótt ég hefði síst búist við því. „Við skulum gleyma þessu,” sagði hann. „Ég mun ekki bera fram kæru.” Lögregluþjónarnir ypptu öxlum, en fyrst svona fór, var ekkert, sem þurfti að gera. Þeir kvöddu því, en gátu ekki leynt fyrirlitningarsvipn- um. Þeim var það óskilíanlegt, hvernig nokkur gat leikið s vo gráan leik. Þegarþeir voru farr.ir, snéri ég mér að Hjörleifi. „En, Hjörleifur, þú ætlaðir að gera þetta, ekki satt? Þú varst búinn að undirbúa þetta allt saman, peningarnir, passinn, gjaldeyririnn, farseðillinn og helgin framundan, svo enginn mundi komast að þessu fyrr en á mónudaginn.” Hjörleifur horfði á mig um hríð, og það var eins og föðurleg umhyggja skini út úr svipnum á honum. „Ekki veit ég, hvernig þú hefur fengið þetta inn i höfuðuð, vinur minn," sagði hann rólega. „Það er engu líkara en þú hafir lesið hugsanir minar, þótt það hljómi ótrúlega. En sé svo, sem ég efa, þá er svo margt, sem menn hugsa, bæði ljótt og fallegt, sem þeim dettur aldrei i hug að framkvæma. Ef þú hugsar þig um, muntu sjálfsagt finna þess dæmi með sjálfan þig.” Ég varð hugsi og fann, að Hjör- leifur hafði töluvert til síns máls. „En við skulum gleyma þessu. Þú getur látið þetta þér að kenningu verða. Auðvitað þykist ég vita, að þú hafir þarna þóst vera að gera skyldu þina, og er það virðingar- vert. Klukkan er að verða fimm, og við skulum hætta í dag og hvila okkur vel yfir helgina.” Ég snautaði að borði minu aftur, eins og lúbarinn hundur, og lái mér það hver sem vill. Ég tók saman skjölin á borðinu mínu og fór svo. Ég eftirlét Hjörleifi að læsa. Ég gekk i þungum þönkum að strætisvagnabiðskýlinu og tók næsta vagn niður í bæ. Ég var stöðugt að brjóta heilann um þetta, en hugsaði svo með sjálfum mér, að ekki þýddi það. öllum getur skjátlast, en ég varð að viðurkenna, að mér hafði skjátlast heldur leiðin- lega, svo ekki sé dýpra í árina tekið. Þegar ég var kominn niður í miðbæ, reyndi ég að kasta þessum hugsunum frá mér og hugsaði með tilhlökkun til helgarinnar, og svo til nýja starfsins. Siðdegisblöðin voru komin út, og blaðastrákarnir hróp- uðu sig hása. , .Strákur, ” kallaði ég og veifaði til næsta blaðasala, sem kom þjótandi til mín. Ég fór í vasann og tók þar upp pening, en ekki var ég styrkari en það, að ég glopraði peningnum úr hendi mér. Hann skall með háu málmhljóði á gangstéttinni. Þegar ég ætlaði að beygja mig niður til að taka hann upp, ætlaði ég ekki að trúa minum eigin augum. Peningur- inn hafði staðnæmst upp á rönd. Tvisvar, sama daginn, hafði krafta- verkið gerst, því ég kallaði þetta kraftaverk. Þegar ég hafði náð i peninginn og borgað stráknum, hélt ég af stað. Sama tilfinningin hafði komið yfir mig og um morguninn. Ég fór að velta því fyrir mér, hvða eiginleika atvikið mundi færa mér í þetta sinn. Þegar ég kom ó Austurvöll, settist ég þar á bekk, við hlið eldri manns, og tók að lesa blaðið. öðru hverju varð mér litið á manninn, en heyrði ekkert óvenjulegt frá honum. Þó átti ég bágt með að trúa þvi, að engar hugsanir bærðust i kollinum á honum. Hann virtist einmitt vera niðursokkinn í hugsanir sínar. Það var ekki fyrr en ég hafði velt þessu fyrir mér um hrið, að mér varð ljóst, að við það að peningurinn hafði komið upp á rönd öðru sinni hafði ég glatað þeim eiginleika að geta lesið hugsanir annarra. Ég vissi ekki, hvort ég átti að gleðjast eða hryggjast yfir þessu. Að vísu gat það verið skemmtilegt í aðra röndina að geta lesið hugsanir annarra, en þegar öll kurl komu til grafar, var ég innst inni feginn, að þetta fylgdi mér ekki lengur. Það var hægt að hafa óþægindi af þessu, og aldrei var ætlast til þess, að fólk gæti lesið hugsanir hvers annars. Það var nokkuð, sem hver og einn ótti rétt á að hafa fyrir sig. Ég stóð upp, yppti öxlum og hélt af stað i áttina heim. ENDIR 12. TBL. VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.