Vikan


Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 53

Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 53
Hengirúm fyrir ungbarnið Þessi skemmtilega vagga hangir í grófum böndum í loftinu og er á notalegri hreyfingu eftir því hvern* ig barnið bröltir. Eins er létt fyrir fóstruna að rugga henni til. Vaggan er gerð úr sterku bóm- ullarefni og hvítmáluðum sköft- um, gluggarnir eru úr mjúku plasti. Börn þurfa að sjá í kringum sig, þeim líkar það betur en að vera á kafi í vöggum sem ekki sér út úr fyrir blúndum og skraut- svæflum. Þið sjáið á myndunum, hvernig vasarnir til endanna eru notaðir undir ýmsar nauðsynjar, s. s. pela, bleiur, túttur, klúta o.s.frv. Þessi vagga er gerð eftir hugmynd Leenu Nokela, sem hannaði hana fyrir sýningu bóm- ullarvefnaðarfyrirtækja í Finnlandi. Vaggan er þægileg og einföld og byggð á reynslu liðinna kynslóða af að hengja vöggurnar í loftið. EFNI: Þið þurfið 3 m af 140 sm breiðu grófgerðu bómullarefni, (svipað og gallabuxnaefni, sem hentar auðvitað ágætlega, ef það er litarekta), og 15 X 60 sm af glæru plasti. Þið mælið ut, hve mikið þið þurfið af reipi til að hengja vögguna upp (ca 3—4 m). Þið þurfið 3 m af sköftum og 43 X 88 sm krossviðarplötu í botninn. Athugið nú vel íeikningarnar og öll mál, áður en bið hefjist handa. Best er auðvitað að gera pappírs- snið, áður en þið klippið efnið. Athugið að sauma með grófum tvinna og að grófleiki saumavélar- nálarinnar sé í samræmi við efni og tvinna. Vaggan er saumuð úr tvöföldu efni, með rennum fyrir sköftin, sem eru skrúfuð saman og krókar settir í þau, til að þræða í reipið. Þið merkið fyrir gluggunum og klippið út, brjótið inn brúnirnar og smeygið plastinu á milli og saumið fast. Þrír vasar eru stungnir á efnið til endanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.