Vikan


Vikan - 24.03.1977, Page 53

Vikan - 24.03.1977, Page 53
Hengirúm fyrir ungbarnið Þessi skemmtilega vagga hangir í grófum böndum í loftinu og er á notalegri hreyfingu eftir því hvern* ig barnið bröltir. Eins er létt fyrir fóstruna að rugga henni til. Vaggan er gerð úr sterku bóm- ullarefni og hvítmáluðum sköft- um, gluggarnir eru úr mjúku plasti. Börn þurfa að sjá í kringum sig, þeim líkar það betur en að vera á kafi í vöggum sem ekki sér út úr fyrir blúndum og skraut- svæflum. Þið sjáið á myndunum, hvernig vasarnir til endanna eru notaðir undir ýmsar nauðsynjar, s. s. pela, bleiur, túttur, klúta o.s.frv. Þessi vagga er gerð eftir hugmynd Leenu Nokela, sem hannaði hana fyrir sýningu bóm- ullarvefnaðarfyrirtækja í Finnlandi. Vaggan er þægileg og einföld og byggð á reynslu liðinna kynslóða af að hengja vöggurnar í loftið. EFNI: Þið þurfið 3 m af 140 sm breiðu grófgerðu bómullarefni, (svipað og gallabuxnaefni, sem hentar auðvitað ágætlega, ef það er litarekta), og 15 X 60 sm af glæru plasti. Þið mælið ut, hve mikið þið þurfið af reipi til að hengja vögguna upp (ca 3—4 m). Þið þurfið 3 m af sköftum og 43 X 88 sm krossviðarplötu í botninn. Athugið nú vel íeikningarnar og öll mál, áður en bið hefjist handa. Best er auðvitað að gera pappírs- snið, áður en þið klippið efnið. Athugið að sauma með grófum tvinna og að grófleiki saumavélar- nálarinnar sé í samræmi við efni og tvinna. Vaggan er saumuð úr tvöföldu efni, með rennum fyrir sköftin, sem eru skrúfuð saman og krókar settir í þau, til að þræða í reipið. Þið merkið fyrir gluggunum og klippið út, brjótið inn brúnirnar og smeygið plastinu á milli og saumið fast. Þrír vasar eru stungnir á efnið til endanna.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.