Vikan


Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 17

Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 17
Við gerum karlmönnum þetta Ijóst, og þá láta þeir okkur í flestum tilfellum í té nafn kven- mannsins. Ennfremur gerum við þeim Ijóst, að þeir þurfi að upplýsa konuna um, að hún sé með sjúkdóminn. Að öðrum kosti verðum við að hafa samband við hana. 1 flestum tilfellum nægir, að karlmaðurinn segi henni frá þessu, til þess að hún geri sér það Ijóst, að hún þurfi að leita læknis, enda er lækning auðveld í þáðum tilfellum. — Hversu margir sjúklingar koma á Heilsuverndarstöðina á ári? — Það er dálítið misjafnt, en sjúklingar verða að jafnaði fleiri, eftir því sem árin líða. Árið 1975 voru t.d. 153 lekandatilfelli, en 226 árið 1976. Þetta gæti bent á aukna útbreiðslu, en taka verður slíkum tölum samt með gát, því það gæti verið, að talan lækkaði aftur á árinu 1977. — Ert þú ekki þeirrar skoðunar eins og ég, að of lítið sé gert til að fræða fólk hér um þessa hættu, sem hlýtur að aukast með auknum ferðalögum íslendinga til annarra landa? — Jú, í því efni er einmitt miklu ábótavant. Laugarásbíó sýndi hérna s.l. haust ágæta og fræðandi mynd um þessi mál. Hún hét „Þetta gæti hent þig" og var mjög fróðleg á allan hátt. — Mér er sagt, að öllum leiðandi mönnum í þessum málum hafi verið boðið að sjá myndina, en undirtektir virst dræmar og að þú hafir verið eini læknirinn, sem mætti til sýningarinnar. — Já, myndin er nú til sýningar úti á landi, en gerðar hafa verið ráðstafanir til þess að hún verði sýnd aftur í Reykjavík.. Vona ég, að hún verði sýnd hér, áður en skólar hætta í vor, og nemendum verði boðið að sjá hana. Vil ég nota tækifærið til að koma þeim skilaþoðum til allra, að láta ekki bregðast að sjá þessa fræðandi og skemmtilegu mynd. ★ Maður nokkur var færður fyrir rétt í Teeside í Englandi árið 1973 fyrir að hafa sýnt dómurum í Hæstarétti þar þá smán að beina upp tveim fingrum að þeim, er þeir óku þar hjá í bifreið. Hann var samt látinn laus eftir að menn höfðu heyrt útskýringu hans. Hann hafði haldið, að þar væri borgarstjórinn á ferð. ★ í síðustu viku vék ég aðeins að þeirri almennu skoðun, að um leið og kona fari að dveljast allan daginn inni á heimili verði hún fullfær í bakstri, matar- gerð, saumaskap, prjónaskap og öðru því, sem fyrrum voru kallaðar kvenlegar dyggðir. Þótt það hafi aldrei verið ætlun mín, að þessir pistlar yrðu eins konar framhaldssaga, get ég ekki stillt mig um að taka þennan þráð upp að nýju og prjóna svolitla viðþót. hleypir karlar. Engir eiga eins erfitt og þeir. Maturinn þeirra er svo óheyrilega dýr, og hús- næðiskostnaður, þar með ræsting, hiti og rafmagn, er slíkur, að það er varla, að þeir einhleypu geti dregið fram lífið á laununum sínum. Líf þeirra er samfelldur barlómur. Lífsbarátta einhleypra karla er svo hörð, að viðurkenndir skynsemdarmenn hafa gert hana að umræðuefni á opin- Það er nefnilega ekki aðeins, að heimakonan eigi að kunna skil á fyrrgreindum verkum, heldur á hún líka að vera svo hagsýn, að fyrirvinnan beinlínis spari á því að hafa hana á framfæri sínu (hvað svo sem skrýtlur um gullrassa og rass- mínur segja). Við skulum sleppa öllum skattalegum sparnaði, því enginn veit, þegar þetta er skrifað, hver verða örlög frumvarpsins fræga. En víkjum að rökunum. Sá hópur vinnufærra þjóð- félagsþegna, sem verst er settur, er tvímælalaust ein- berum vettvangi. Bent hefur verið á, að einhleypur karl- maður verði a6 kaupa sér fæði á matsölu, hann verði að borga fyrir þvott og viðgerðir á fatn- aði og kaupa aðstoð við ræstingu. Þegar þessir út- gjaldaliðir séu lagðir saman, sé harla lítið eftir af kaupinu. Niðurstaða: Það verði að hækka kaupið. (Um einhleypu konuna, sem vinnur úti, talar enginn, nema hún sé móðir. Búi hún ein, hlýtur hún að geta lifað pragtuglega, jafnvel af kvenmannskaupi, því hún get- ur eldað sjálf, þvegið af sér, skúrað, prjónað, saumað o.s. frv. Hún þarf ekki að borga ráðskonu fyrir að þvo undir rúminu eða festa tölu). Karlinn, sem vinnur við hliðina. á þeim einhleypa og er fyrirvinna, virðist betur settur. Hann þarf ekki að kaupa fæði á matsölu og þjónustu og gólf- þvott fær hann ókeypis heima. Hann hefur oftast mun betri möguleika á að eignast hús- næði en sá einhleypi, enda sagt miklu hagkvæmara að reka heimili fyrir tvo eða fleiri heldur en einn. Sem sagt, karl á að geta sparað á að hafa konu heima. Neyðin kennir naktri konu að spinna, segir máltækið. En neyðin virðist ekki kenna svöngum karli að sjóða — a. m. k. ef hann vill ekki læra það. Það er þar, sem mig grunar, að hundurinn liggi grafinn. Þessi karlahópur, sem keppist við að vorkenna sjálfum sér, er alinn upp við, að það sé kvennanna að sjá um húsverkin og því langt fyrir neðan virðingu karla. Þeir vilja helst ekki „vinna niður fyrir sig," svo notuð séu orð eins launamálaleiðtogans. En auðvitað viðurkenna þeir ekki, að það sé ástæðan, heldur grípa til þess „eðlis- læga," að það sé í eðli konunnar að útbúa mat og bera hann fallega fram, að hendur hennar séu betur fallnar til að handleika nál og tvinna en hendur karla og hún hafi miklu næmara auga fyrir því smekklega og hreina. En mikið er það þá skrýtið, að þessi „eðlislægi" munur* skuli aðeins gilda inni á heimil- inu. Þegar út er komið, virðist körlum ekki verða mikið um að læra að baka, sjóða mat, bera hann fram, sauma föt og þvo loft og veggi, a. m. k. á við meðalkonu. Þeir verða meist- arar í þessum greinum og fá upp á það bréf, sem þeir hengja upp á vegg. Og auðvitað skipa þeir sér þar í forystusveit. Hvað skyldi eðlið segja um þetta? Þökk sé fyrir bakara og pylsugerðarmenn, jafnt í Reykjavíkog Kardimommubæ. Ég yrði síðust til að lasta þá — enda er ég einmitt að kyngja dýrindis smjörköku. Er þá annað eftir en vona, að það verði bráðum hætt að vorkenna fullfrískum, fulltíða mönnum, þótt þeir hafi ekki ráð á að láta mata sig? Þ. Á. 12. TBL. VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.