Vikan


Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 48

Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 48
FORNFÁLEGUR DRAUMUR Kæri draumráöandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir ári og er hann á þess leið: Ég var á gangi í glaðasólskini að sumarlagi og ég undraöist hve grasiö var grænt. Gekk ég yfir tún og fannst mér ég vera að fara til kirkju. Þá tók ég eftir því að ég var meö sauðskinnsskó á fótum og í upphlut. Svuntusettiö var rauö- köflótt og ákaflega fallegt. Þegar ég kom inn í kirkjuna hikaði ég sem snöggvast, en gekk siöan inn gólfið og fannst mér ég vera á leið upp aö altarinu. Bekkirnir í kirkjunni voru þéttsetnir af spari- klæddu fólki og voru fötin öll svört. Fannst mér ég þekkja fólkið, þótt ég sæi aöeins baksvip þess. Mér þótti undarlegt að ég skyldi heyra orgelleik en engan söng. Þegar ég var komin hálfa leið upp á altarinu (mér fannst ég vera ákaflega léttstig) kom ég auga á prestinn, sem ég þekki vel í raunveruleikanum. Það var verið að hjálpa honum í hempuna. Allt f einu rann það upp fyrir mér, að allir voru að bíða eftir mér, en ég vissi ekkert hvað til stóð. Draumurinn var ekki lengri. Síðan þakka ég Vikunni fyrir allt gott efni, sem birtist í blaðinu. Með fyrirfram þökk fyrir ráðn- inguna, Birta. Draumurinn er tákn brúðkaups. Ekki endilega þitt eigið, en þá einhvers úr fjö/sky/du þinni. Annars má líka lesa það úr draumnum, að einhver fjölsky/du- meðlimur muni reynast hættuleg- ur vegna svika sinna og óheilinda. Það þarf þó a/ls ekki að standa í beinu sambandi við brúðkaupið, en gæti allt að einu gert það. LEIKRIT Á ÍÞRÓTTAVELLI O.FL. Kæri draumráðandi! Mig langar aö biöja þig aö ráða fyrir mig eftirfarandi drauma, en þeir eru svona: Mér fannst ég vera á íþrótta- velli, en á vellinum var verið aö leika leikrit. Fólkið var á áhorf- endapöllunum og þar á meðal ég. Svo.þegar sýningin var u.þ.b. að verða búin gekk ég í burtu fyrst af öllum og gekk eftir forugum vegi. Allt í einu komu tveir litlir strákar að mér, en þeir höfðu veriö á eftir mér og voru þeir að búa til drullukökur, sem þeir ætluðu að henda i mig. Ég var nú ekki á þeim buxunum að láta þá gera það og hörfaði til baka á móti mannfjöld- anum. Þar hitti ég A og B og hélt B á brennivínsflösku. Sagðist Mig dreymdi hann vera blindfullur. Við þrjú fórum svo að tala viö S, en hún stóð ekki á veginum, heldur á eins konar drullueyju og var drullupoll- ur á milli hennar og okkar þriggja. Mér fannst hún horfa mjög athug- ulum augum á mig. Annar draumurinn var á þessa leið: Mig dreymdi að ég færi inn í skáp hjá öðrum. Þar var skúffa nokkur og þegar ég dró hana út kom í Ijós Ijósmynd af bíl. Furðaöi ég mig mjög á þessu. í þriðja draumnum var ég stödd á einhvers konar samkomu. Fólkið sat á bekkjum og sneru þeir allir fram, þ.e.a.s. fólkið sneri bökum að útgangnum. Fannst mér stjórn- andi þessarar samkomu vera fremst (sbr. prestur í kirkju). Sagði hann fólkinu einum og einum í senn, að fara að útgang- inum og brjóta þar egg. Þegar ég braut mitt egg kom í Ijós bleikblá rauðaístað venjulegrarrauðu, sem var hjá öllum öðrum. Að lokum. Hvað táknar að dreyma að maöur sé búinn að missa hluta af jaxli (tönn)? Hvað táknar að tala ( síma í draumi? Hvað táknar að dreyma brauð? Ég vona að þú getir ráðið þessa drauma fyrir mig. Meö fyrirfram þökk, Ein berdreymin. Fyrsti draumurinn er fyrir ein- hverjum mikilvægum verkefnum, sem þér verða fengin og þú munt leysa af hendi með sóma. Þetta gæti færtþér fjárhags/egan gróða. S gæti veikst, en þó er það ekki greinilegt. Annar draumurinn er fyrir vandræðum af völdum fláráðra kunningja og sá þriðji er tákn um falska vini, eignatjón og svik. Brotin tönn getur táknað vina- missi eða álitshnekki. Brauö á sér margar skýringar, sem fara eftir öðrum aðstæðum / draumnum. Að tala / síma táknar mjög llklega einhverjar fréttir úr fjarlægð. DRAUMUR 3933-7274 Kæri draumráðandi! Ég vona innilega að þú ráðir eftirfarandi draum fyrir mig. Mér fannst ég vera ( bíl fyrir utan hús eitt hér f bæ og inn í hann kom einhver strákur með bréfpoka, sem var allur límdur með bláu limbandi. Voru blóm í þessum poka. Ég tók eina grein upp úr honum og samfastur henni var uppþvottabursti úr tré í glæru plasti. Svo dró strákurinn upp trúlofunarhring og setti á hægri hönd mína. Þetta fannst mér skrftið vegna þess að ég hafði aldrei veriö með honum og vissi ekkert hver hann var. Ég var alltaf með tvo hringa á hægri hendi og var aö hugsa um, aö ég vildi frekar hafa hann á þeirri vinstri því að þetta væru alls ekki eins hringar. Hringurinn var heldur ekki eins og ég vildi hafa hann. Hann var mjór að neðan, en þónokkuð breiður að ofan, meö rauf allan hringinn og rauðum steini. Það stóðu ein- hverjar tvær stelpur fyrir utan húsið og kölluðu: „Hvenær sjáum við þig aftur?" (Þær áttu viö strákinn). Mér fannst einhvern- veginn að hann hefði unnið þarna og þetta væri blómabúö. önnur stelpan hélt á plastpoka og sagði: „Hérna, gríptu." Þaö er að visu vani að gefa myndavél, en þið getið alveg notað þetta eins vel." Því næst vorum við inni í einhverri ibúð. Þangaö kom pabbi og var hann tannlaus. Hann heilsaði gæjanum og spurði hann hver hannværi. Ég hélt höndinni á mér fyrir aftan bak til þess að pabbi sæi ekki hringinn. Ég vissi að hann myndi ekkert gruna, því að hann haföi aldrei séð okkur saman. Síðar var ég alltaf að drekka Bakkardí úr snafsaflösku og var búin að ákveða að sofa ekki heima um nóttina, því að ég átti ekki að fara í vinnu fyrr en klukkan hálf fjögur. Ég ákvað þvi að fara I heimsókn til systur minnar um kvöldið, en fór svo aö hugsa um hvað ég ætti aö segja henni um gæjann, því að ég vissi ekkert um hann. Ég hafði aldrei tækifæri til þess að spyrja hann neins, ekki einu sinni hvað hann héti, en ég ætlaöi að spyrja hann að öllu þegar við yröum tvö ein um kvöldið. Svo fór ég inn í sjoppu, en þar hitti ég strák, sem er miklu yngri en ég og hann sagði: „Þú manst að fara á hestamannafund- inn á morgun." „Já, er hann ekki klukkan tíu," spurði ég. „Jú, það helcfég. Annars eru þeir að berjast fyrir því aö hafa hann klukkan fimm," sagði hann. „Þá get ég ekki farið, því að ég fer að vinna klukkan hálf fjögur," sagði ég þá, en sagðist jafnframt ætla að senda bróður minn til þess að ná í eyðu- blööin (eigi veit ég til hvers þau áttu að vera). Það var einu sinni ( draumnum, að strákurinn, sem óg trúlofaðist, spilaöi plötu og það komu myndir með. Ég benti þá á stelpu, sem sat við borð og sagði: „Þessi var mella hjá Trúbrot." Hún stóð þá upp og fór að gaula eitthvert lag, en ég sagði við strákinn: „Hún heitir ....". Svo fór ég aö skoða hringinn í fyrsta skipti, því ég hafði aldrei haft tækifæri til þess fyrr. Mig langar líka til þess aö vita, hvort eitthvað er merkilegt ( öðrum draumi, sem mig dreymdi: Ég var hjá vinkonu minni og var að skera niður franskbrauð. Svo hljóp ég út í búð til þess að kaupa tvö epli og tvær Sinalco. Þar var ferlegur lýður inni og einn ruddist fram fyrir mig. Ég sagði þá viö hann: „Mikill djöfulsins dóni geturðu verið." Síöan fór ég út og þar hitti ég gamla vinkonu mfna og sagði henni að það ætti að senda mig burtu til þess aö njósna. „Hvert?" spurði hún, en ég mátti alls ekki segja þaö. Svo greip ég um magann á mér og var þar kúla og fann ég mikið til. Mér fannst að það ætti að senda mig til Hveragerðis. Með kærri kveðju og þökk fyrir birtinguna, ef hún verður, 3933-7274 Fyrri draumurinn er fyrir /ítils- háttar fjárhagsörðugleikum. Þú munt sennilega ekki giftast fyrst um sinn, en þegar þar að kemur muntu ná ástum þess erþú e/skar. Einhverntlma á næstunni muntu hitta nokkra vini þina og skemmta þér konunglega með þeim. Sumtí draumnum bendir til þess að þú sér gefin fyrir að hylja þina réttu persónu og innræti. Það er þér ekki til góðs og gæti einfaldlega spillt fyrir velgengni þinni. Seinni draumurinn er fyrir því að þú munir sigrast á einhverjum örðugleikum. Einnig virðist hann benda til þess aö þú eignist sveinbarn og verður það þér ánægjuefni. Ekkert gefur til kynna hvenær það muni gerast og gæti það þess vegna verið langt undan. 48 VIKAN 12. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.