Vikan


Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 14

Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 14
Þess bera menn sár" — Já, ég skrapp til Hafnar í vikuferð, eins og svo oft áður, og kom heim með sprengjuna á milli fótanna, án þess að hafa hug- mynd um það. — Nú, hvað áttu eiginlega við? spurði ég. — Það er nú kannski ekki neitt sérstakt, sagði Pétur, en ég datt aðeins í það kvöldið áður en ég fór heim og hitti stúlku þarna á barnum á hótelinu. Við fórum að rabba saman í rólegheitum og höfðum það bara huggulegt þarna um kvöldið, en það endaði með því, að hún kom með mér upp á herbergið mitt, þegar þeir voru að loka, svona til að drekka hesta- skálina, áður en lyki. Nú, það þarf ekki að orðlengja það frekar, hestaskálin var víst orðin nokkuð löng, þegar við ákváðum, að það væri bara langbest fyrir hana að leggja sig þarna hjá mér... — Svo er ekkert frá því að segja annað en það, að ég átti að mæta úti á flugvelli snemma næsta morgun til að fara heim. Það gekk allt samkvæmt áætlun, og ég kom heim á tilætluðum fíma. Og á flugvellinum beið Gunna eftir mér til að keyra mig heim. Á þriðja degi eftir þetta varð ég var við einhvern sviða í kynfærunum og dreif mig til læknis, sem tilkynnti mér það stuttaralega, að ég væri með lekanda.... — Hvað ertu að segja, Pétur? sagði ég loks með galopinn munninn — og varstu þá búinn að smita Gunnu, eða hvað? — Nú, auðvitað. Ég var þessi helvítis asni að passa mig ekki nógu vel... — Hvað gerðirðu þá eiginlega? spurði ég. — Nú, það var ekkert að gera annað en að segja Gunnu eins og satt var og senda hana beint til læknis. En það var ekkert grín, skal ég segja þér, sagði Pétur vesalingurinn og stundi þungan. — Og er svo allt havaríið út af þessu? spurði ég. O-ætli henni hafi ekki fundist þetta allnóg svona f svipinn? ansaði Pétur. En hvað um það, strax og hún hafði fengið stað- festingu hjá lækninum um, að þetta væri tilfellið, þá sprakk hún hreinlega, sagði Pétur. Heimtaði skilnað á stundinni, og þar við situr. — Helvítis asni getur þá verið, Pétur, hraut uppúr mér. Þú heföir nú mátt sjá þennan möguleika þensinn? spurði ég nú svona hálf höstuglega. — Ja, svona gengur þetta nú, sagði Pétur og leit nú upp aftur. Hefurðu kannski ekki heyrt, að við Gunna erum að skilja? Ég hélt, að allur bærinn stæði á öndinni út af því. — Hvað ertu að segja mér maður? Hvað gengur eiginlega á? — O-það er nú svo sem ósköp einfalt, sagði Pétur. Ég er sjálfur búinn að glopra þessu frá mér, svo að það er kannski bara eðlilegt. — Kannski bara eðlilegt, seg- irðu. Hvað hefur eiginlega gerst hjá ykkur á þessum stutta tíma síðan ég sá ykkur síðast? — Ja, það er nú kannski ekki neitt voðalegt í sjálfu sér, en ég var bara þessi bölvaður klaufi, þeg- ar ég fór út núna síðast, að það eyðilagði bara allt fyrir mér. - Nú...? Leitað læknis um ráðleggingar varðandi kynsjúkdóma og hvernig he/st beri að verjast þeim í dag. Ég var á gangi niður í Austurstræti um daginn, þegar ég rakst á Pétur, gamlan kunningja minn. Pétur er ágætis náungi, hefur komið sér vel áfram í kaupsýslunni, og kona hans er með glæsilegri konum, sem ég hefi hitt. Kát og skemmtileg. En ég hafði ekki séð þau lengi, — ekki síðan um áramótin síðustu, þegar ég lenti í smá gleðskap heima hjá þeim. Ég gekk því til Péturs og heilsaði honum vina- lega. Hann tók því Ijúflega, eins og hans er von og vísa, og við sögðum þessar venjulegu byrjun- arsetningar, sem þið kannist orðið við. Ég spurði, hvernig hann hefði það. Hvernig gengi, hvort ekki væri alltaf nóg að gera, nokkrar setningar um veðrið og skattana, og loks komst ég að því að spyrja um bílinn hans, glæsilegan Merc- edes Benz, sem ég hafði oft séð hann á undanfarið. Var hann kannski búinn að selja hann? — Nee-ja, hann er svona í sölu, sagði Pétur dauflega. — Ertu virkilega að selja bensinn? spurði ég. — Já, hann verður að fara, sagði Pétur og leit niður. — Hva, hver djöfullinn er eigin- lega að, svo að þú verðir að selja 14 VIKAN 12. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.