Vikan


Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 18

Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 18
Framhaldssaga eflir H.QWELLS Copyright the Executors of the Estate of the late H. G. Wells. Manndýrahópurinn, sem enn var undrandi , stóð álengdar milli trjánna. Ég fór eins rólega fram hjá þeim og hægt var. Einn fór að elta mig, en sneri til baka, þegar Mont- gomery gerði smell með svipunni. Hinir stóðu þögulir og horfðu á. Ef til vill hafa þeir einu sinni verið dýr. En ég hafði aldrei fýrr séð dýr reyna að hugsa. Dr. Moreau gef- ur skýringu ,,Og nú, Prendick, skal ég skýra málin”, sagði Dr. Moreau, strax og við vorum búnir að borða og drekka. ,,Ég verð að játa, að þú ert harðsnúnasti gestur, sem ég hef nokkru sinni fengið. Ég aðvara þig, að þetta er hið síðasta, sem ég geri til að þóknast þér. Næst þegar þú hótar að fremja sjálfsmorð, mun ég ekki reyna að hindra þig - jafnvel þótt það valdi mér nokkrum persónulegum óþægindum”. Hann sat í hægindastólnum mínum með hálfreyktan vindil milli hvítra, lipurra fingranna. Ljósið frá DR.MOREfiUS hengilampanum féll á hvítt hár hans; hann starði á stjörnuskinið út um litla gluggann. Ég sat eins langt frá honum og hægt var, en borðið var á milli okkar og skammbyss- urnar við höndina. Montgomery var ekki viðstaddur. Ég kærði mig ekki um að vera með þeim báðum í svo litlu herbergi. ,,Þú viðurkennir, að þessi kvik- skorna mannvera, eins og þú kallaðir það, er eftir allt saman aðeins púman?” sagði Moreau. Hann hafði látið mig heimsækja þennan viðbjóð i innra herberginu til þess að fullvissa mig um, að hann væri ekki mennskur. ,,Það er púman”, sagði ég, „enn lifandi, en svo skorin og lemstruð, að ég vona, að ég sjái ekki framar lifandi hold í slíku ástandi. Af öllu illu-" „Skeyttu ekki um þetta”, sagði Moreau. „Hlifðu mér að minnsta kosti við þessum hryllingi æsku- mannsins. Montgomery var alveg eins á sínum tíma. Þú viðurkennir, að það er púman. Vertu nú rólegur, á meðan ég flyt þér minn lífeðlisfræðilega fyrirlestur”. Og hann fór strax að útskýra starf sitt fyrir mér, og bar rödd hans í fyrstu vitni um, að hann væri hundleiður, en brátt varð hann dálítið glaðlegri. Mál hans var mjög einfalt og sannfærandi. Við og við var meinlegur tónn í rödd hans. Bráðlega hitnaði mér af skömm yfir hinni sameiginlegu aðstöðu okkar. Verumar, sem ég hafði séð, vom ekki menn og höfðu aldrei verið menn. Þær vom dýr - sem breytt hafði verið í menn - ávöxtur kvik- skurðarins. „Þú gleymir öllu því, sem slyngur kvikskurðarmaður getur gert úr lifandi vemm”, sagði Moreau. „Fyrir mitt leyti er það mér ráðgáta, hvers vegna þeir hlutir, sem ég hef gert hérna, hafa ekki verið framkvæmdir áður. Smáar aðgerðir hafa að sjálfsögðu verið framkvæmdar - aflimun, tunguskurður og aðrir burtskurðir. Þú veist náttúrlega, að sjónskekkju er hægt að framkalla eða lækna með skurðaðgerðum? En svo koma allskonar breytingar í kjölfar burt- skurða, svo sem litabreytingar, breytingar á tilfinningalífinu, sem geta komið hver á eftir annarri, og breytingar á efnum þeim, sem fituvefur gefur frá sér. Ég efast alls ekki um, að þú hefur heyrt um þessa hluti?” „Vitanlega,” sagði ég. „En þfessar ljótu mannvemr þínar „Það kemur allt á sínum tíma”, sag'ði hann og gaf mér um leið beiyiingu með hendinni; „ég er aðeins að byrja. Þetta em lítil- fjörleg dæmi um ummyndun. Skurðlækningarnar geta gert betur en þetta. Uppbygging er nauðsyn- leg, eins og lika niðurrif og 18 VIKAN 12. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.