Vikan


Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 40

Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 40
STJÖRMJSPÁ llnilurinn 2l.mars 20.aipril Nauiirt 2l.»príl 2l.mai T\íhurarnir 22.mai 2l.júni Farðu ekki að ráðum þeirra, sem kynnu að reyna að fá þig til þess að breyta um lífsstarf og segja þér að auður og metorð biði þín á .þðrum vettvangi. Þú færð nýtt verk- efni til úrlausnar í vikunni. Það gæti leitt til þess að þú eignast nýtt áhuga- mál. Konur ættu að varast allt óhóf og gæta fjármunanna vel. Einhver afturkippur er á velgengni þinni, en þú berð að mestu leyti sjálfur ábyrgð á þessum auðnuhvörf- um og erfiðleikum. Trúðu ekki öðrum alltof vel. Heillatala 4. Rr;\hhinn 22.júni 2.Vjúli Laugardagurinn er langbesti dagur vik- unnar. Þú færð skemmtilega hug- mynd, sem þú ættir að flýta þér að fram- kvæma. Þú verður samt að temja þér meiri sparsemi í framtíðinni. Framkvæmdir þínar, sem þú hélst að yrðu gróðavegur renna út i sandinn. Veldu þér trúnaðarmann, sem þú treystir og hefur áhuga á málinu og þá gæti árangur náðst. Stcingcilin 22.dcs. 20.jan. Þú átt einhverja erf- iðleika í vændum. Þú skalt leita til vina þinna um aðstoð og uppörvun, en þú sigrar þó aðeins með því að bergja á eigin orkulindum. Vertu varkár. I.jóniri 24.júIí 24. áj»úM Þú átt talsverða vel- gengni komna undir manni sem er viðrið- inn stjórnmál eða mikinn lærdóm. Gættu þess að spilla ekki sambandi þinu við þennan mann með ónærgætni. SporAdrckinn 24.»kl. 2.4.nó\. Vertu ekki of kröfu- harður viðþann, sem þér þykir vænst um. Þú átt eftir að ganga í gegnum miklar eld- raunir áður en þú nærð marki þínu. Heillalitur þinn er blágrænt. \alnshcrinn 2l.jan. l'J.fchr. Vertu á verði gegn falsvinum og ráð- gjöfum sem bera ekki hag þinn fyrir brjósti. Ef þú gætir ekki ýtrustu varúð- ar, áttu það á hættu að lenda í slæmum félagsskap. Verkefni sem þú vinnur að gefur ekki eins mikið í aðra hönd og þú hafðir gert ráð fyrir. Aftur á móti hefur þetta mjög þroskandi og góð áhrif á þig andlega. H»l<ni;iAurinn 24.n»\. 21.dcs. Gættu þín á auð- fengnum gróða, því að hann getur hæg- lega orðið þér fjötur um fót. Þú verður að temja þér meiri sjálfsaga, því annars sóarðu öllu sem þú átt. Fiskarnir 20.fchr. 20.mars Þú ert fremur illa fyrir kallaður og þreyttur. Vertu ekki of strangur við sjálf- an þig, þú ert engin vél. Ættingi þinn gerir þér tilboð, sem þú ættir helst að taka. suðuðu þarna í hitasvækjunni og úr fjarlægðbarstómurfrágeitarbjöllu. Ég sat með hendurnar í kjöltu mér og Michael lagði höndina á þær. Ég fann, að hann leit rann- sakandi á mig og var sjálfsagt að velta því fyrir sér hvaða áhrif það hefði á mig að vera stödd þarna ein með honum. Líklega var ekki nokkur mannleg vera innan milu fjarlægðar. Það fór hrollur um mig. Ég steig út úr bílnum og spurði: „Finnst þér ekki forgarðurinn yndislegur? Og sjáðu, þarna er meira að segja andarpollur, en því miður er ekkert vatn í honum.” „Einhvers staðar hlýtur að vera brunnur,” sagði hann. „öll þessi sveitabýli eru sjálfum sér nóg um vatnsforða, en hversu vatnið er mikið er undir hælinn lagt.” Hann gekk yfir í hinn enda garðsins, ýtti þar runna til hliðar og i ljós kom lágur veggur, sem ég hafði ekki tekið eftir fyrr. Undir tréloki sáum við þverslá úr járni og í hana var fest reipi með vatnsfötu á endanum. Engin vinda var sjáanleg og ég furðaði mig á því. „Ég skil þetta ekki,” sagði ég. „Það eru tvö baðherbergi og eitt eldhús i húsinu, svo að ég hélt að það hlyti einnig að vera vatnslögn.” „Kannski að svo sé lika,” sagði Michael, „nema að kranarnir hafi verið settir upp fyrst. Skrúfaðirðu frá þeim?” Ég hristi höfuðið. „Ég staldraði svo stutt við.” „Stundum er drykkjarvatn tekið á einum stað, en vatn til þvotta á öðrum. Það gerir minna til, þótt það sé ögn saltamengað. Hins vegar stendur húsið það langt frá sjó, að ég hélt að um þetta þyrfti ekki að hugsa. Auk þess er vatnið hér á Gozo yfirleitt heilnæmt.” Við litum bæði ofan í brunninn og ég lét stein detta í hann. Það leið drykklöng stund, áður en við heyrðum skvamp. Michael lét trélokið aftur á og sagði glaðlega: „Þú hefur þá vatn, hvað sem öðru liður. En þú hefur vonandi ekki hugsað þér að bua hér? Þetta er allt of afskekkt. Ég myndi hafa áhyggjur vegna þín.” Við litum hvort á annað og ég sagði hvasst: „Það er einum of seint fyrir þig að fara að hafa áhyggjur út af mér.” Ég leit á traustar útidyrnar og allt í einu tók ég ákvörðun. Peningar mínir voru nær á þrotum og það var of dýrt fyrir mig að búa á hóteli. Ég ætlaði að flytja þarna á bóndabýlið. Á bak við þessar rammgerðu dyr yrði ég algjörlega örugg um mig. Aftur varð mér hugsað til fyrstu heimsóknar minnar í húsið, og mótorhjólsins og byssunnar. Senni- lega var riffillinn í eigu einhvers bónda á fuglaveiðum. Kannski hafði hann komið þarna við fyrir forvitnissakir, eða hann hafði verið að fá sér fáeinar ólífur. Myndin eftir Modigliani var hið eina, sem var þess virði að stela, ef þetta var þá ekki eftirlíking. Af einhverri ástæðu vonaði ég að ef Michael færi upp á loft, myndi hann ekki rekast á myndina. Kannski gæti ég líka aftrað honum frá þvi að fara þangað upp. Þegar á allt var litið, var þetta mitt hús og mér í sjálfsvald sett hvað af því ég sýndi honum. Þegar ég opnaði dymar spurði ég sjálfa mig hvers vegna ég væri eiginlega að fárast yfir því þótt Michael eða einhver annar sæi myndina. Eitt var ég viss um, ef myndin hafði verið í eigu föður míns, þó hafði hann komist yfir hana ó heiðarlegan hátt. Þegar við vorum komin inn fyrir gaf Michael frá sér blísturshljóð af aðdáun. „Honum hefur svei mér tekist að gera þetta að vistlegum stað,” sagði hann. Ég kinkaði kolli og fékk kökk í hálsinn, en um leið fann ég til stolts. Það var yndislegt að geta sýnt húsið manni, sem virkilega bar skynbragð á, hvað hafði verið gert fyrir það. í einmanaleika mínum þetta ár, sem liðið var síðan Michael sleit trúlofun okkar, hafði ég gleymt því hversu notalegt það er að deila gleði sinni með annarri manneskju. Ég sneri mér við og leit á skrifborð föður míns. Þar var allt í röð og reglu. En allt í einu skynjaði ég, að einhver breyting hafði orðið á og mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Þarna á veggnum fyrir ofan skrifborðið hékk málverkið eftir Modigliani. Hvernig hafði nokkur maður getað komist inn í húsið?” Var einhver annar með lykil að því?” Mér varð hugsað til þess, hvort málverkið hefði venjulega hangið ó þessum stað. Það virtist mjög sennilegt. Faðir minn hafði áreið- anlega haft ánægju af þvi að skotra augunum á það, er hann sat við skrifborðið. Mikið er þetta athyglisverð mynd,” sagði Michael, en ég stóð þarna líkt og negld við gólfið. Hann gekk nær og bætti síðan við: „Þetta er eftirlíking, en ekki eftir- prentun. Mig skal ekki undra, þótt þér hafi verið starsýnt á það. Þetta er það góð mynd.” Hann sneri sér að mér og sagði hægt: „Ja, ég geri fastlega ráð fyrir að þetta sé eftirlíking?” „Auðvitað er þetta eftirliking, ” sagði ég og hló við. „Þú veist, að faðir minn hefði aldrei haft efni á að eignast mynd eftir Modigliani.” Michael gekk þrjú skref til hægri, 40 VIKAN 12. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.