Vikan


Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 54

Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 54
ÖTRYGGÐ EÐA LÆKNISFRÆÐILEGUR VIÐBURÐUR? María eignaðist þríbi ÖTRÚLEGT! Læknarnir voru þrumu lostnir. Hneyksli, hrópaði faðirinn. María kona hans hafði alið honum þríbura, sem v£ir mikill viðburður í þessum litla brasilíska bæ. Eitt litlu barnanna var dökkt eins og hann og María, en hin tvö voru — hvít og bláeygð. Þvílíkt hafði aldrei gerst fyrr. María hlaut að hafa verið honum ótrú, betri sönnun fyrirfannst ekki. Hann vildi ekki hlusta á læknana, sem sögðu, að hið ótrúlega gæti alltaf gerst. Það voru sjö ár síðan Maria da Dores hafði gifst Joao Luis da Silva. Þau voru stoltir foreldrar þriggja heilbrigðra barna, Mariu sex ára, Joao Luis yngri fimm ára og Roberto Carlos, sem var þriggja ára. Og nú biðu bæði börnin og foreldrarnir eftir fjölskylduaukning- unni, sem brátt myndi eiga sér stað, litlum bróður eða systur, eða kannski hvoru tveggja. Því lækn- ana grunaði, að um tvíbura gæti verið að ræða. Heima hjá da Silva fjölskyldunni ríkti kvíði og óróleiki. Hvernig gátu læknarnir haldið, að þetta yrðu tvi- burar? Maria var ekki sverari en hún hafði verið i hin skiptin, og henni leið heldur ekkert öðruvísi. Joao Luis og Maria da Dores höfðu eiginlega bara óskað sér eins barns. Þau áttu þrjú börn fyrir, og eitt barn til viðbótar hefði sín áhrif á fjárhagslega afkomu fjölskyldunn- ar. Tvö yrðu stórvandamál. 20. janúar, þremur vikum fyrir áætlaðan fæðingardag, fór Maria að fá verki. Voru þetta hríðir? Arnaldo læknir hafði sagt, að hún myndi ekki fæða fyrr en i kringum 12. febrúar. Hún reyndi að leiða verkina hjá sér, en það reyndist erfitt. Þeir þjáðu hana æ meira, alveg þar til hún gerði sér grein fyrir því, að fæðingin var að byrja. Joao Luis var við vinnu, og næsta sjúkrahús var í margra kílómetra fjarlægð. Maria vissi, að hún kæmist ekki svo langa leið. Hún sendi hina sex ára gömlu Mariu til næsta nágranna. Henni fannst, að þörf væri fyrir meiri hjálp, en hún var ekki óróleg, þar sem hún lá. ÖII hennar börn höfðu fæðst heima með góðri hjálp nágranna hennar og vinkonu, Juracy Batista. Það yrðu ekki meiri erfiðleikar nú en áður, jafnvel þótt þetta yrðu kannski tvíburar. Þegar Juracy loksins kom, voru hríðimar mun meiri og komu með stuttu millibili. Nokkrum mínútum eftir að vatn og handklæði var tilbúið, hófst fæðingin. Juracy hjálpaði hraustum og heilbrigðum litlum dreng í heiminn. Juracy klippti á naflastrenginn og flýtti sér að þvo og klæða þann nýfædda. Hún sneri sér að móður- inni. Eftir svona fljóta og létta fæðingu bjóst hún við að sjá hana rólega og afslappaða. En nýjar Faðir þessara sérstæðu þríbura varð fyrst fjúkandi reiður er hann sá börn sín. Hann áleit þau óyggjandi sönnun fyrir ótryggð konu sinnar. hríðir höfðu þá þegar hafist. Annað barn var á leiðinni. Aðeins tíu mínútum eftir fyrri bamsburðinn kom nýtt höfuð í Ijós. I þetta skipti var það hárprúð litil stúlka, sem Juracy hjálpaði í heiminn. „Lækn- irinn hafði þá rétt fyrir sér eftir allt saman,” hugsuðu bæði Maria og Juracy, sem nú reiknuðu með, að allt væri yfirstaðið. Hún trúði ekki sinum eigin tilfinningum, þegar hún fann, að hríðarnar höfðu ekki hætt. Eitt barn enn? Þríburar? Gat það átt sér stað? Það átti sér stað. Enn eitt lítið barn var á leið í heiminn. Lítil stúlka, sem öfugt við hin tvö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.