Vikan


Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 9

Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 9
t ★ í hvert sinn er þú gengur eitt skref, þá notar þú 54 vöðva. ★ Sniglar geta sofið í þrjú til fjögur ár i einum blundi. ★ Árið 1963 upplýsti bandarískt fræðslurit, að álíta mætti pólska innflytjendur óvenju skýra, gætu þeir talið upp mánuði ársins í öfugri röð. ★ Kínverska blaðið „Shantung skaginn" skýrði frá því, að 14 konum hefði verið skipað að hafa 14 grísi á brjósti, vegna þess að mjólk gyltunnar var súr. ★ Mjólkursamsalan í Suffolk tók við 1800 tómum mjólkurflöskum frá fullorðinni konu, sem var ein- búi. ★ Maximilian keisari fyrirskipaði, aö tveir biðlar um hönd dóttur hans skyldu heyja einvígi, og átti sigurvegarinn að troða hinum ofan í tóman poka. ★ Innra borð garna þinna þekur 100 ferfet, eða fimm sinnum meira en yfirborð skinnsins á þér. ★ Á 18 öld vildi afríski kóngurinn í Karagwee hafa konur sínar svo feitar, að þær gætu ekki staöið uppréttar og yrðu að skríða eða mjaka sér um gólfið líkt og selir. Þeirra einasta fæða var mjólk, sem þær sugu stanslaust gegnum strá úrkeri. Ungar stúlkur, sem þrjósk- uðust, voru þvingaðar til að éta. ★ Eftir að hafa verið 84 daga úti [ geimnum, stækkuðu geimfararnir í síðustu ,,Skylab"-ferðinni um 2 tommur. ★ Kengúrur eru einnar tommu langar við fæðingu, en vaxa síðan og verða tæpirtveir metrar (8 fet). í NÆSTU VIKU Næsta tölublað Vikunnar verður72 síður. Það er okkar árlega páskablað, sem þá kemur fyrir sjónir lesenda, sem sagt stærra en venjulega og fullt af ágætu efni. Meðal þess má nefna viðtal við Helgu Eldon, sem margir kannast við, ballettdansara og fegurðar- drottningu með meiru, heimsókn í blómabúðina Alaska við Miklatorg, myndir frá kútmagakvöldi hjá Lionsklúbbnum Ægi, páskaskreytingar og tillögur um matartilbúning á páskum. Skemmtileg smásaga er eftir Önnu Maríu Þórisdóttur, og Halldór Stefánsson rithöfundur skrifar grein um galdrastafi og náttúru þeirra, og ber greinin þá hugnanlegu yfirskrift: „Fjandinn með fúlan anda fast í lásinn blási." Síðast en ekki síst verður heilmikið spjall um ferðalög, sem er vel við hæfi, því brátt fer í hönd aðalferðalagatími ársins. Forkólfar ferðaskrifstofa fræða okkur á því, hvert þeir vildu sjálfir helst fara, hvert viðskiptavinir þeirra vilja helst fara og hvaða ferðir aðrar er boðið upp á. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson, Guðmundur Karlsson, Sigurjón Jóhannsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing í Síðumúia 12. Símar35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 350. Áskriftarverð kr. 3.900 fyrir 13 tölublöð órsfjórðungslega, eða kr. 7.370 fyrir 26 tölublöð bálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fýrirfram. Gjalddagar: Nóvember, febrúar, maí, ágúst. 12. TBL. VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.