Vikan


Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 43

Vikan - 24.03.1977, Blaðsíða 43
mig.Alexa, farðu ekki út á þetta bóndabýli.” „Jú, ég er búin að gera það upp við mig,” sagði ég, ,,því meira sem fólk reynir að telja mig ofan af því, þeim mun ákveðnari verð ég." Hvorugt okkar kœrði sig um að rífast og við fórum þess vegna yfir í aðra sálma. ,,Á morgun ætla ég að fara ásamt Rapa lögregluforingja og skoða Francine,” sagði ég og bætti við til útskýringar, ,,bát föður míns.” Randal virtist þekkja nafnið, því að hann kinkaði kolli. ,,Og síðdegis,” sagði ég, ,,er mér boðið í te heim til föður þíns.” Stilling hans virtist nú á þrotum. ,,Æ, láttu nú ekki flækja þig í einhverja vitleysu,” sagði hann. ,,Ég er einungis að fara í teboð,” svaraði ég undrandi. ..Kallarðu það að láta flækja sig í eitthvað? Og þá hvað?” Hann starði hugsi fram fyrir sig og átti greinilega fullt í fangi með að halda aftur af tilfinningum sínum. Þvi næst varð honum litið yfir öxlina á mér og þegar ég leit við, sá ég að hann var að horfa á hr. Stark. Ferð min ásamt Michael hafði orðið til þess, að ég var algjörlega búin að gleyma hinu undarlega næturrölti Starks. „Komstu að einhverju varðandi lykilinn?” spurði ég. „Nei, þeir voru allir á sínum stað i móttökunni, þannig að hann hlýtur að vera með sinn eiginn, en hvernig hann hefur komist yfir hann, er mér ómögulegt að skilja.” „Hefurðu hugsað þér að gera eitthvað í málinu?” „Ég veit svo sem ekki hvað það aetti að vera, nema hvað ég ætla að hafa nánar gætur á honum. Það geturðu verið viss um.” „Ég er að furða mig á því, hvert hann hefur farið í gærkvöldi.” „Eins ég,” svaraði Randal hugsi. Ég bældi niður geispa og sagði: .,Þú skalt ekki reiða þig á svefnleysi mitt í nótt. Ég kem til með að sofa eins og steinn.” Við stóðum upp samtimis. „Ekki heimsækja föður minn,” sagði hann. „Haltu kyrru fyrir hér á hótelinu. Ef fer að rigna verður vegurinn heim að bóndabýlinu ein forareðja. Er nokkur sími þar?” „Nei.” Hann hristi höfuðið örvænting- arfullur, en sagði ekkert fleira. Er ég kom upp á herbergi gekk ég út á svalirnar til þess að draga enn einu sinni að mér hið ferska loft. Þaðan sá ég Stark ganga í áttina til þorpsins, en ég var of þreytt til þess að það vekti áhuga minn. Næsta morgun vaknaði ég snemma. Innst inni var ég að vona, að för mín út í bát föður mins myndi varpa einhverju ljósi á dauða hans. Samt vissi ég með sjólfri mér, að sennilega yrði ég fyrir vonbrigðum. Ég snaraði mér fram úr rúminu, sótti baðfötin mín og fékk mér sundsprett fyrir morgunverð. Ég var alein í lauginni og mér dvaldist þar lengur en ég hafði ætlað. Þegar tvenn hjón komu og stungu sér í laugina, byrjuðu að ærslast og gusa hvert á annað, fór ég upp úr. Ég gekk niður að ströndinni og horfði út yfir sjóinn og hár mitt þornaði í golunni. Ég var afslöppuð og reiðubúin að mæta deginum... Rapa, Francine, Edgar Jarvis. Svo sneri ég aftur heim á hótel, tiplaði á heitum klöppunum og notalega hlýju lagði upp eftir iljunum. Er ég var komin til móts við laugina leit ég upp á svalirnar og sá þá einhverja hreyfingu inni í herberginu minu. Ég byrjaði að hlaupa, en þegar ég kom i móttökuna var enginn þar á vakt og ég þaut upp stigann. Ég hefði átt að kalla á hjálp, en ég var hamstola og vildi fá einhvern botn í þetta strax. Ég þreif lykilinn minn úr vasanum á baðsloppnum og stakk honum í skrána. Síðan beið ég andartak og það fór skjólfti um mig alla. Ef einhver var inni, þá átti hann enga undankomuleið. Það langt var yfir á næstu svalir og enginn nema ofurhugi eða loftfim- leikamaður kæmist þangað. Ég sneri lyklinum, en hikaði síðan andartak. Vissi raunar ekki við hverju ég mætti búast. Þvi næst opnaði ég dyrnar upp á gátt og í herberginu var allt á tjá og tundri. Það hafði greinilega einhver verið að leita þar dyrum og dyngjum. Ég skildi dyrnar fram á gang eftir opnar, en hratt síðan upp baðher- bergisdyrunum og stökk svo aftur á bak. Þegar ég só að baðherbergið var mannlaust, skammaðist ég mín hálft i hvoru fyrir það hversu hvumpin ég var. Hættuástandið var liðið hjá, ég kiknaði í hnjóliðunum og var i þann veginn að kasta upp. Ég lokaði baðher- bergisdyrunum og fór út á svalirnar til þess að fá mér ferskt loft. Hvað átti ég nú til bragðs að taka? Ég settist niður og krosslagði fæturna til þess að stöðva skjálft- ann. Því næst rann það upp fyrir mér, að ég hlyti að hafa skilið ilskóna mína eftir hjá sundlauginni og ég furðaði mig á þvi, að ég skyldi hafa getað stiklað á klöppunum án þess að finna til sársauka. Framhald í næsta blaði. FERMINGARGJAFIR 103 Davíðs-sálmur. Loia þú Drottin. sála mín. og alt. scm í mér cr. hans heilaga naín ; loía þú Drottin. sála min. og glcvm cigi ncinum vclgjörðum hans. . OG Sálmabókin Fást í bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ISL. BIBLÍUFÉLAG <^>itíibranbfiísítofit Hallgrimskirkja Reykjavik simi 17805 opiO 3-5 e.h. 12. TBL. VIKAN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.