Vikan


Vikan - 01.09.1977, Page 9

Vikan - 01.09.1977, Page 9
r Rigning hefur aldrei komið fyrir Atacama auðnina í Chile. ★ i Bretlandi eru tvær sauðkindur á hvern íbúa. Rollurnar hafa sex sinnum fleiri fætur, en að öðru leyti.... ★ Á veitingastað í London veðjaði herra Fuller við vin sinn, og sagðist geta séð sjö kirkjuturna frá heimili sínu. En á heimleiðinni gat hann ekki komið auga á fleiri en sex. Herra Fuller var enskur herra- maður og brá því skjótt við og lét byggja sjöunda turninn á nálægri hæð. ★ Árið 1970 komust kennarar við barnaskóla nokkurn í Englandi að þvf, að sum barnanna gátu ekki etið nestið sitt með hníf og gafli, því þau höfðu vanist því að borða ,,fisk og kartöflur" beint úr umbúðunum. ★ London Express Service. ★ Siðferðispostular miðalda voru sammála um að eyru kvenna yrði að hjúpa, því að getnaður Maríu meyjar hafði að þeirra áliti farið fram um eyrun. ★ Þekktur breskur fjöllistamaður kallaði sig ávallt nafninu Nosmo King. Hann hafði nefnilega séð þetta stórum stöfum á dyrum, sem hann átti leið um. No smoking. ★ í Sviss er það talinn hreinn dónaskapur að skella á eftir sér bíldyrum. I NÆSTU VIKU VIÐTALVIÐ RAUSNARHJÓN Sjálfsagt muna margir eftir veislu mikilli, sem haldin var þann 17. júní s. I. i einum fámennasta hreppi landsins. Þetta var sannkölluð veisla aldarinnar, en það var Kjartan Halldórsson frá Bæjum á Snæfjallaströnd, sem hélt upp á sextugsafmæli sitt og 30 ára hjúskaparafmæli sitt og konu sinnar Kristínar Þorsteinsdóttur. Til veislunnar var boðið öllum íbúum sveitarinnar og einnig kom fjöldu manns úr Reykjavík og annars staðar að. Það hefur ýmislegt drifið á daga þeirra Kristínar og Kjartans, og í næstu Viku birtist fyrri hluti ítarlegt viðtal við þessi heiðurshjón. VIKAN. Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kxistin llalldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson. Anna Kristine Magnúsdóttir, Sigurjón Jóhannsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Krístinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn og auglýsingar í Síðumúla 12. Símar 35320—35323. Afgreiðsla og dreifing i Þverholti 11. Simi 36720. Pósthólf 533. Verð i lausasölu kr. 400. Áskriftarverð kr. 1500 pr. mánuð, kr. 4500 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, eða kr. 8460 fyrir 26 tölubl. hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: Nóvember, febrúar, maí, ágúst. 35. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.