Vikan - 01.09.1977, Side 10
— Þetta á að vera spurniny um vorið, en leyfið mér að bera fram
persónulega spurningu fyrst: Hvað ætlið þér að gera í kvöld?
POSTIKIIW
MINNIMÁTTARKENND
Sæll Póstur!
Mig langar að biðja þig að ráða
fram úr vandamáli fyrir mig, sem
mér finnst mjög erfitt viðureignar.
Þannig er mál með vexti, að ég
hef alltaf alveg ofsalega minni-
máttarkennd. T.d. finnst mér
alltaf þegar fólk talar við mig, að
það geri það bara fyrir kurteisis-
sakir, og svo um leið og einhver
annar kemur, þá er ég ekki til.
Meira að segja finnst mér oft, að
bestu vinkonum mínum finnist
ekki einu sinni taka því að hlusta á
það, sem ég segi. Ég get ekki lýst
því, hvað mér líður oft illa út af
þessu, og ég vona að þú getir
fundið eitthvað gott ráð handa
mér. Hvað lestu úr skriftinni?
Með fyrirfram þökk,
XXX
P.S. Hvert er hægt að skrifa til að
eignast pennavini í Englandi?
Pósturinn veit nákvæmlega,
hvernig þér Höur, því hann hefur
einmitt fengið þessa tiifinningu
sjáifur. Ég heid að flestir gangi i
gegnum þetta stig einhverntíma i
lífinu, en mest á aldrinum 13-25
ára. Það eina, sem þú getur gert.
er að byggja upp sjá/fstraustið —
þú ert alveg örugglega ekki verri
en vinkonur þínar, og senni/ega
mega þær ekkert við því að
/íti/svirða þig svona. En þetta
gengur yfir, — það er ég a/veg
sannfærður um, a. m. k. var þetta
bara tímabundið hjá mér og
fleirum.sem Pósturinn veit að hafa
þjáðst af þessu sama. Þetta er
erfitt meðan það varir, en örvæntu
ekki, það kemur dagur eftir
bennan dag. Skriftin ber með sér
að þú sért góðum gáfum gædd,
kannski svolítið ör í skapi annaö
veifiö, en g/aðlynd að eölisfari...
þótt þú sért svartsýn í augnablik-
inu. Ég hef því miöur ekki nafn á
pennavinaklúbbi í Englandi, en þú
getur skrifað til alþjóðlegs penna-
vinaklúbbs i Finnlandi, og þeir
geta útvegað þér pennavini frá
Englandi. Heimilisfang þeirra er:
INTERMA TIONAL YOUTH SER-
j VICE, TURKU, FINLAND. - Og
svo get ég ekki stillt mig um að
hæla skriftinni þinni, sem er alveg
sérstaklega falleg og skemmtileg.
ALVEG í VANDRÆÐHM
Kæri Póstur,
Ég hef aldrei skrifað þér áður,
en ég er alveg í vandræðum. Ég
og vinkona mín erum báðar
hrifnar af sama stráknum og ég
hef verið með honum, en nú vill
hann hana heldur. Hvað á ég að
gera? Ég hef sofið hjá honum, en
ekki vinkona mín. Ég held hann sé
nú svolítið hrifinn af mér ennþá.
Hvernig eiga vogin og bogmaður-
inn saman? En tvíburinn og
bogmaðurinn? Hvað lestu úr
skriftinni? Hvað heldurðu að ég sé
gömul? Þakka þér fyrir Póstinn,
hann er mjög góður. Ég vona að
bréfið lendi ekki í þessari frægu
ruslakörfu.
Ein að norðan
P.S. Ekki birta nafnið mitt. Viltu
segja í næstu Viku heimilisfang
þitt og hvers vegna maður þarf að
segja, hvað maður heitir.
Það er mjög einfa/t má/, hvað
þú átt að gera! Nú ferð þú á
stúfana og finnur þér einhvern
annan ti/ að vera hrifin af. Má/ið er
leyst. — Fyrst pilturinn vi/l
vinkonu þína heldur, þá er hann
nú ekki svo óskaplega hrifinn af
þér — ekki einu sinni svolítið
hrifinn af þér. Svo áttirðu að
sjálfsögðu ekki að sofa hjá
honum, þú ert alltof ung ti/ s/íkra
hluta. Vog og bogmaður eiga
allsæmilega saman, hann undrast
hve róleg þú ert og þú ræður yfir
honum - (ef þú vilt eiga hlýðinn
'mann er þetta ágættl). Tvíburi og
bogmaður eiga alveg sérstaklega
ve/ saman, þau elska Hfið á sama
hátt og hafa nóg að gefa hvort
öðru. Skriftin ber vott um ákveðni
og heiðarleika. Ætli þú sért ekki
svona 75 ára. — Heimilisfang
Póstsins er: Pósturinn, c/o Vikan,
Síðumúla 12, Reykjavík. Og að
lokum eins og ég margoft sagt,
(geri reyndar lítið annað þessa
dagana), þá er það bara almenn
kureisisreg/a að undirrita bréf ful/u
nafni.
10VIKAN 35. TBL.