Vikan - 01.09.1977, Síða 13
hjá sér. Þegar ég frétti af því, fannst
mér hugmyndin ekki svo fráleit, og
reynandi væri að sækja um. Þegar ég
sótti um, var ekkert starf laust, en
Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri S.V.R. var
svo elskulegur að bjóða mér og
vinkonu minni, sem einnig er með
meirapróf, að æfa okkur að aka
vögnunum eins og við vildum. Ekki
leið á löngu þar til rööin kom aö okkur.
— Hvernig var ykkur tekið af hinum
bílstjórunum?
— Þeirtóku okkur bara vel. Kannski
hefur einum og einum fundist sér
misboðið, þar sem þetta væri
karlmannastarf, - en meirihlutinn tók
okkur mjög vel. Allir voru boðnir og
búnir að hjálpa og leiðbeina.
— Hvað sögðu vinirnir, þegar þú
ákvaðst að taka meirapróf?
- Ja, strákarnir höfðu nú ekki
mikla trú á þessu, og sögðu mér að
tala aftur við sig, þegar ég hefði fengið
starf sem bílstjóri!
Hvernig fannst þér farþegarnir
taka því að sjá kvenmann við stýrið?
Flestir urðu hissa, og svipur
þeirra bar með sér, að þeir væru
hálfsmeykir, - en vildu nú samt
reyna! Það hefur enginn snúið við á
leið upp í vagninn hjá mér!
Varstu taugaóstyrk í upphafi?
Svona frekar. Annars var ég víst
taugaóstyrkari en ég gerði mér sjálf
grein fyrir, því farþegar, sem ég er
farin að þekkja, sögðu mun á
akstrinum hjá mér fyrsta daginn og
svo t.d. mánuði síðar.
Nei, starfið er ekki erfitt. Það er
ekki erfitt að aka strætisvagni, en far-
þegarnir geta verið erfiðir og þrasa
tiltölulega mikið, og virðast ekki skilja,
að það er ekki bílstjórinn, sem ræður
umferðinni í borginni! Við gerum
okkar besta til að halda tíma, og það
þarf að gera mörgum til geðs, en mér
finnst samt ekki mikil streita fylgja
þessu starfi. Ég var svolítið kvíðin,
þegar ég byrjaði, að mér tækist ekki
að hafa hemil á unglingunum, en það
hefur gengið mjög vel, og þeir hlýða
mér ekkert síöur en karlmönnum !
Heldurðu að fólk sé ekki farið að
venjast því núna að sjá kvenmann við
stýrið?
Jú, alveg tvímælalaust. Það er
helst fólk utan af landi, sem hefur ekki
séð okkur fyrr, sem rekur upp stór
augu.
Gætirðu hugsað þér að vinna við
þetta allan ársins hring?
Nei, ekki nema þá að vinna
eitthvað annað með. Ég gæti ekki
hugsað mér að gera þetta eingöngu
að framtíðarstarfi.
Það er ekki algeng sjón að sjá
kvenmann með bensínslöngu í hönd,
en þó eru nokkrar stúlkur sem vinna
slík störf hjá Shell. Við náðum tali af
einni þeirra, Ásu Hreggviðsdóttur, en
hún vinnur á bensínafgreiðslunni við
Birkimel. Ása er 17 ára gömul, og fer í
M. R. í haust, og er þetta því bara
sumarvinna hjá henni.
Hvað kom til að þú valdir þér
þetta starf?
Ævintýralöngun! Ég vildi ekki
fara að vinna í frystihúsi, og langaði að
gera eitthvað sem enginn eða fáir
höfðu gert áður.
Voru engin vandkvæði á að fá
þetta starf?
Nei, alls ekki. Að vísu sótti ég
umþetta starf í fyrra, en var þá sagt að
ég væri of ung, svo ég sótti bara um
aftur nú í sumar og hlaut starfið.
Er þetta skemmtilegt starf?
Nei, alls ekki. Það er ekkert
spennandi við þetta. Þó er mjög gott
hversu mikið er hægt að dveljast úti
við, sérstaklega þegar veðrið er gott.
— En í rigningu og slagveðri?
- Það skiptir engu máli, ég fer þá
bara í regngallann minn, svo ég verð
ekkert vör við kuldann.
— Hvernig taka viðskiptavinirnir því
að sjá stúlku koma að afgreiða þá?
Það er misjafnt. Mörgum er
ekkert vel við að kvenmaður sé að fara
að fikta í bílnum þeirra og eitt sinn
kom hingað miðaldra maður, sem
hreinlega neitaði að láta mig afgreiða
sig. Það átti að mæla olíuna og setja
bensín á, en hann sagði bara: ,,Ekki
þú. Ég vil fá karlmann!!** — Flestir taka
ekki einu sinni eftir því að ég er
kvenmaður, og segja: ,,Fylla VINUR”
og það tekur því ekki að leiðrétta
það! Nú, svo koma hingað ,,gæjar" á
35. TBL.VIKAN 13