Vikan


Vikan - 01.09.1977, Side 20

Vikan - 01.09.1977, Side 20
DÓTTIR MILLJÓNA- MÆRINGSINS borðið. lyfti Larkin glasi sínu í heiðursskyni. Cuttle tæmdi glas sitt án þess að hreyfa um of hálsvöðvana. tók upp vindil. beit af endanum og kveikti í. Síðan mælti hann: ..Svo að þér eruð blaðamaður!" ..Ekki svona hátt! bað Larkin. ..Þér getið ekki villt mig." sagði Cuttle. ..Það hef ég heldur aldrei reynt, sagði Larkin. ,.og dytti það vitanlega aldrei í hug! Þér sem eruð leynilögreglumaður! En hvernig vitið þér það?" ..Ég las fregnina um dauða laumufarþegans." svaraði Cuttle. ..Það var ekki sem verst." ..Leyfist mér að spyrja: Lesið' þér allt. sem fer um loftskeyta- stöðina hér um borð?" ,.Já." svaraði Cuttle. ..Það er hluti af starfi mínu.” . .Svo það er þá yður að þakka, að ég fékk alltaf óskiljanleg svör frá San Francisco í gær?" ..Að sumu leyti.” svaraði Cuttle. ..Ég sagði við skipstjórann, að við skyldum hafa gát á yður, þangað til við vissum meira um yður.” . .Hví þá?" ..Maður getur aldrei verið of varkár. Vitið þér ekki hvað við höfum innanborðs?” ..Rottur?" sagði Larkin. ..Nei." sagði Cuttle grafalvar- legur. ..Tíu þúsund smálestir af saltpétri. og hann á að notast i hergagnaiðnaðinum. Stríðsvarn- ingur. skiljið þér?!” ..Já. en hvað kemur það því við. þótt ég sendi skeyti?" spurði Larkin aftur. ..Sitt af hv'erju." svaraði Cuttle. Truggingarfélagið Inland & Oceanic Underwriters hafa trvggt þennan farm. Við höfum ekki gert svo vonda samninga síðan Lloydsfélag- ið hætti tryggingum á stríðsvarn- ingi. skal ég segja yður. En það hefur margt borið við siðan samningurinn var undirritaður i Valparaiso í síðastliðnum mánuði. Og Kínverjar gera nú allt sem þeir mega til þess að hefta hergagna- flutninga til Japans. Og við komumst á snoðir um. að kínversk- ur njósnari mundi koma á skipið í San Francisco til þess að gera farminum grand og sökkva jafnvel skipinu. Og þessvegna var ég sendur með til þess að halda vörð um borð.” ,,Og hélduð þér, að ég væri kinverskur njósnari?” ,,Ég þorði alls ekki að ábyrgjast neitt." svaraði Cuttle enn grafal- varlegur. ..Surnir menn gera allt fvrir peninga, jafnvel kínverska peninga. En yður þarf sem sagt ekkert að óttast.” ..Þakka tillitsemina,” svaraði Larkin. ,.Hversu lengi hafið þér annars spilað leynilögreglumann, Cuttle? Síðan þér voruð nógu hár til þess að gægjast i gegnum skráar- gat?” ,,Ég hef verið við þetta starf um það bil tuttugu ár." ,,Og alltaf hjá Inland & Oceanic underwriters?" „Nei, aðeins siðustu fimm árin. Áður var ég hjá Querm & Mariss í New York." ,,Jæja, er það þar sem þér hafið lært að handleika kylfu?” ,,Hvað eigið þér við?” ,,Ef ég man rétt var sá félagsskapur einkum þekktur fyrir að berja á verkfallsbrjótum.” sagði Larkin. ,,Sá orðrómur var líka á kreiki, að hann hefði leigt glæpa- menn til þess að ráðast á þá úr launsátri.” ,,Það hef ég aldrei heyrt!” svaraði Cuttle og slökkti hálfreykt- an vindil sinn í botninum á bjórkollunni. „Allt, sem ég gerði, var lögum samkvæmt.” „Hm. hvað segið þér við einni kollu i viðbót?” spurði Larkin. „Hvi ekki?” svaraði Cuttle, en Larkin pantaði. „Segið mér, hafði þér nokkurn tíma komið í Juniperklúbbinn í 52. götu?” spurði Larkin. „Oft og mörgum sinnum!” „Þér hafði víst ekki verið þar hið fræga kvöld árið 1930?” „Hvaða kvöld?” „Ég á við kvöldið, þegar Arthur Bonner skaut manninn.” „Nei, ég var þar ekki þá, en ég man eftir þessu samt.” „Þekktuð þér manninn, sem skotinn var?” „Vissulega,” muldraði Cuttle ofan i ölkolluna. „Var það ekki einhver kokain-mangari? Ég kann- aðist við flesta þessara karla. Heyrið mig, hvað viljið þér með allar þessar spurningar?” spurði Cuttle allt í einu og ýtti frá sér glasinu. „Ég hef aldrei séð þennan Bonner fyrr en hér á likbörunum i morgun, Þá vissi ég heldur ekki, að þetta var hann.” „Þér hafið auðvitað haldið, að þetta hafi bara verið kinverskur njósnari, sem ætlaði að vinna grand þessum dýrmæta varningi yðar?” „Heyrið mig nú — — ég sagði yður þegar i morgun, að Bonner hefði dáið af slysförum. Og verið þér ekkert að skipta yður af þessu. Það er ég, sem er leynilögreglu- maður, en ekki þér!” Larkin hló. „Ha, ha. Það var aldrei ætlun min að vaða inn á verksvið yðar, herra Cuttle. Ég biðst auðmjúklega afsökunar. Eigum við ekki að fá okkur einn lítinn til viðbótar? Hæ, þjónn!” „Nú skal ég segja yður eitt, Larkin — —” „Gætið að, herra Cuttle! Þér skemmið blómið yðar með því að setja ösku á það, tók Larkin fram í fyrir honum. „Og áður en nokkur veit af, takið þér blóm frá skipstjóranum til þess að stinga i hnappagatið, og það er varla lögum samkvæmt!” En hvernig var það annars með kennsluna? Þér voruð búinn að lofa að kenna mer, hvernig menn eiga að fara að þvi að fá menn til þess að tala!” „Ö, ég gæti séð yður hanga i hengingarólinni,” hvæsti Cuttle og beit endann af nýjum vindli. Er þeir höfðu drukkið úr þriðju ölkollunni, sagði Larkin: „Væri ekki upplagt, herra leyni- lögreglumaður, að við lítum á kínversku kistuna, sem ég var að tala um í gærkveldi?” „Hví þá?” spurði Cuttle. „Þér hafið fundið leynifarþegann.” „En samt langar mig að fá að vita, hvemig hann hefur farið að því að komast um borð,” sagði Larkin og stóð á fætur. „Menn verða að vera nákvæmir, þegar þeir ætla að verða góðir leynilögreglumenn!” „Ég kem með!” þrumaði Cuttle. Þeir þurftu að fara um milliþil- farið til þess að komast að lestinni. Allt var þakið af appelsínuberki og krúnurökuðum krökkum, og á svefnfletunum lá fullorðna fólkið og var að borða. Nokkrir duglegir farþegar höfðu gerst matreiðslu- menn og höfðu viðarkolaofna að eldstó. „Hvílikt óloft,” mmdi Cuttle. „Já, brennisteinsfýla eins og í verri staðnum.” „Þeir sótthreinsuðu skipið og eitruðu fyrir rottum, áður en lagt var úr höfn í San Francisco, upplýsti Cuttle. Larkin opnaði dyrnar að vatns- þétta rúminu og héldu áfram sem leið lá til farrýmisins. Hann nam staðar við þær dyrnar, sem vom lemgst til hægri. „Hérna er hún,” sagði hann. Cuttle opnaði dyrnar og lýsti upp með vasaljósinu. Larkin kom í humátt á eftir honum. Aflanga kistan stóð ennþá á miðju gólfinu og hinar tómu kisturnar út við vegginn. Dyrnar að baki þeim féllu að stöfum með háum smelli. Cuttle snérist á hæli, fleygði frá sér lugtinni og greip skammbyssu sina. Larkin hló. „Þér emð þó ekki hræddur, Cuttle? Þetta var bara dallurinn, sem valt.” „Ég treysti engu,” sagði Cuttle. „Takið heldur upp vasaljósið, og við skulum svipast betur um.” Larkin stakk fingmnum undir lokið á kistunni, og hún opnaðist fyrirhafnarlaust. „Hver djöfullinn!” hrópaði Guttle. Það var enginn í kistunni, en að innan var hún útbúin á hinn haganlegasta hátt. Hliðar, botn og lok vom fóðmð með þykkum vefnaði, og það vom handföng á hliðunum, svo að sá, sem i kistunni var gat haldið sér, þótt harkalega væri með hana farið. Utan á var kistan útbúin með mörgum smá- loftgötum og lokuútbúnaði, sem gerði það kleift að opna kistuna og loka að innanverðu. Og í vasa i öðmm enda hennar var matarforði; tvær vatnsflöskur, einn kexpakki og eitt grjúpán. Larkin þreifaði alls staðar á kistunni, en hristi síðan undrandi höfuðið. „Skrýtið,” sagði hann. „Mig minnir þér segðuð, að Bonner hafi verið morfínneytandi.” „Hann var það líka,” svaraði Cuttle. „Ætli hann hafi verið búinn að venja sig af því?” „Nei, ýmsar stungur á handlegg hans virtust vera nýlegar." „En hvað er þá orðið af morfindælunni?” spurði Larkin- „Hér er hún ekki og ekki var hún i vösum hans.” „Nei, ég gekk úr skugga um það,” svaraði Cuttle. „Gaman væri að finna hana,” sagði Larkin. „Vonlaust,” svaraði Cuttle- Henni hefur áreiðanlega verið fleygf útbyrðis.” „Og hver svo sem?” „Auðvitað sá, sem tæmdi vasa hans, áður en vaktmaðurinn fann likið. Nei, ég trúi enn ekki á þa skoðun yðar, að um morð sé að ræða.” Larkin hmkkaði ennið, tók upP. vindling, stakk honum í rpunninn og starði hugsandi út í loftið án þess að kveikja í. Allt í einu klappaði hann á öxlina á Cuttle. „Ef til vill hafið þér á réttu að standa. Ef svo er, er enn möguleiki á því, að við finnum dæluna. Ef einhver hefur hnuplað úr vösum hans í von um að finna einhverja verðmæta smáhluti, er ekki ósenni- legt, að hann hafi tekið morfíndæl- una, því að hún er alltaf nokkurra skildinga virði. Ég leyfi mér á blaðsins kostnað að bjóða 100 20VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.