Vikan - 01.09.1977, Qupperneq 40
Hárlagningarvökvinn
€) fyrir blástur:
iiiíbrin
Inform í litlu, fjólubláu
og grænu glösunum.fær
hárið til að sitja alveg
eins og þú vilt hafa það,-
eðlilega og með lyftingu.
Inform - fyrir dömur
og herra.
bílstjóranum pundseðil og leiðbein-
ingar. Eví læddist aftur inn til sin.
FRANSISKA virtist koma sjaldn-
ar. og kvöld eitt bauð Adam
sjálfum sér i kaffi. Hann sat á
legubekknum og horfði út um
gluggann til að virða fyrir sér
laugina.
„Fransiska og ég höfum slitið
trúlofuninni, það var ákvörðun af
beggja hálfu." sagði hann skyndi-
lega.
Hún varð undrandi. „En af
hverju?”
„Þú og , þinar frjálsu ástir,”
svaraði hann án biturleika.
„En hvað kemur það mér við?”
spurði hún, rugluð.
„Sennilega ekkert. Ég var bara
farinn að sjá, að hvað Fransisku
snertir, er ekkert frjálst. Allt,
sérhver púði, sérhver tilreiddur
matur, jafnvel sérhver koss hafði
verðmiða." Hann stóð upp. „Ekk-
ert kaffi, þrátt fyrir allt, takk. Ég
þarf að leiðrétta verkefni. Ég vildi
bara segja þér, hvernig málin
standa, það er allt og sumt.”
Hann var ekki sú manngerð, er
leitar sér huggunar, en hún vildi
gera eitthvað, sem sýndi, að hún
skildi, að þau væru á sama báti —
verðandi elskendur, en höfðu engan
að elska. Nú var tími til kominn að
hafa matarboðið fyrir Bristow
hjónin — og Adam.
Hana langaði til að hjálpa Adam
strax, hún valdi föstudaginn.
Bristow hjónin voru yfir sig hrifin,
og Adam lét hana fá lykilinn sinn og
leyfi til að nota eldavélina.
Hún ætlaði að útbúa alveg
sérstakan pottrétt og súkkulaði-
búðing. Nokkurra mánaða æfing í
eldamennsku hafði stórbætt hæfn-
ina.
Þegar Bristow hjónin komu
klukkan sex, var Adam ekki
kominn heim. Og klukkan 15 mín.
eftir í sjö ákvað hún, að þau yrðu að
bvrja án hans. Hún hlustaði þó eftir
fótataki hans, undarlega óróleg.
Klukkan var hálf átta, þegar hann
kom, fölur af þreytu og virtist
yfirbugaðri en hún hafði séð hann
áður. *
„Fyrirgefðu,” sagði hann. „Ég
tafðist.”
„Það gerir ekkert til, flýtti hún
sér að segja. „Ég hélt heitu.”
Þegar hann hafði borðað og þau
höfðu öll fengið sér kaffi, fóru
Bristow hjónin full af þakklæti.
Þá sagði Eví alvarlega: „Adam,
það hefur eitthvað komið fyrir?”
Hann kinkaði kolli og kveikti sér í
sigarettu.
„Einn nemandi minn vinnur að
stúdentsprófi. Hún er frábær
nemandi, og það var búist við miklu
af henni. Hún átti að fara í
háskóla.”
„Hvað gerðist?”
„Hún er ófrísk,” sagði hann
niðurdreginn.
„Ó, aumingja stúlkan. Hún
hlýtur að vera hræðilega miður
sín.”
„Hún er það. Hún varð eftir og
sagði mér þetta. Foreldrar hennar
vildu, að ég kæmi til þeirra, svo að
ég gerði það auðvitað. Þau eru
fastákveðin í, að hún giftist föður
barnsins strax, og þetta táknar
auðvitað, að hún fer ekki í
háskólann.”
„Og elskar hún hann?”
„Ekki held ég það. Bara eitt af
þessum litlu ævintýrum, laust í
báða enda, sem þú talaðir einu sinni
um. En bönd hafa myndast.”
„Ég talaði með hnakkanum í þá
daga.”
Hann brosti, en það var hryggð í
augum hans. „Ég hálf elskaði þig
strax, þó þú værir ung og full af
sjálfstæði.”
„Hálf elskaðirðu mig?”
„Já.”
HÚN sagði: „Og nú hafa brum-
knapparnir á trénu mínu fyrir utan
sprungið út, og ég er sex mánuðum
eldri. Það hefur verið gæfa mín, að
það varð aldrei af þessum frjálsu
ástum mínum, því ég veit núna, að
fáir hlutir eru raunverulega frjálsir,
síst af öllu ást.”
„Ég giftist þér ekki.”
„Af hverju ekki? Hálf elskarðu
mig ekki einu sinni núna?”
„Eví, ég ætla að kyssa þig,
raunverulega kyssa þig i fyrsta
sinn, og þá komumst við að þvi.”
Seinna lágu þau saman á
legubekknum.
Þú munt giftast mér, er það ekki,
Adam? Seint og um síðir, að
minnsta kosti.”
„Ég efast um, að ég geti beðið
svo lengi,” sagði hann.
Seinna sagði hún: „Erum við
ekki heppin? Við byrjum með
tveggja herbergja ibúð og baðher-
bergi að auki.”
„Við munum rifast um baðher-
bergið.”
„Já, og um tónlistina."
„Við gerum fjölskylduáætlun og
eignumst svo barn af slysni."
„Við komum til með að þarfnast
eigin húss, og við munum þurfa að
spara og nurla.”
Þau horfðu þegjandi á tunglskin-
ið silfra lauf trésins. Þá sagði Eví
hamingjusöm:
„Þetta hljómar dásamlega. Það
er vel þess virði að fórna miklu fyrir
það, sem er svona unaðslegt....”
Endir.
40VIKAN 35. TBL.